Hefur fjármálaráðherrann brotið siðareglur sem honum ber að virða?

Siðareglur ráðherra

Inngangur.

Í því skyni að efla traust á stjórnsýslunni hefur ríkisstjórnin samþykkt meðfylgjandi siðareglur ráðherra, sbr. 2. mgr. 24. gr. laga nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands. Siðareglurnar veita leiðsögn um það hvers konar framganga hæfir svo veigamiklu embætti en jafnframt gefa þær almenningi færi á að bera hegðun ráðherra saman við skráðar og útgefnar reglur.

Hver og einn ráðherra gætir að því fyrir sitt leyti að farið sé eftir reglunum. Ráðherra getur í vafatilvikum leitað ráðgjafar hjá forsætisráðuneytinu, sbr. 1. mgr. 25. gr. laga nr. 115/2011.

Ennfremur má koma ábendingum á framfæri við umboðsmann Alþingis en hann gætir þess meðal annars að stjórnsýslan fari fram í samræmi við siðareglur settar á grundvelli laga um Stjórnarráð Íslands, sbr. 1. mgr 2. gr. laga nr. 85/1997 um umboðsmann Alþingis. Telji einhver að brot á siðareglum hafi jafnframt falið í sér að hann sjálfur hafi verið beittur rangsleitni er unnt að bera fram kvörtun við umboðsmann Alþingis, sbr. 2. mgr. 4. gr. laga nr. 85/1997.

1. gr.

Störf ráðherra.

  1. Ráðherra sinnir starfi sínu af alúð, trúmennsku og heiðarleika. Hann beitir því valdi er fylgir embættinu á grundvelli laga og stjórnarskrár af hófsemi og sanngirni og án tillits til eigin hagsmuna.
  2. Ráðherra sýnir ráðdeild við meðferð fjármuna hins opinbera og hvetur starfsfólk ráðuneytis síns til hins sama.
  3. Ráðherra notfærir sér ekki stöðu sína, eða upplýsingar sem hún veitir honum sérstakan aðgang að, til persónulegs ávinnings fyrir sig eða aðila sér nákomna.
  4. Ráðherra hefur í huga að skyldur hans eru fyrst og fremst við almenning.

2. gr.

Hagsmunatengsl og hagsmunaárekstrar.

  1. Ráðherra forðast árekstra milli almannahagsmuna annars vegar og fjárhagslegra eða persónulegra hagsmuna sinna eða fjölskyldu sinnar hins vegar og gætir þess að persónuleg tengsl hafi ekki áhrif á störf sín. Takist honum ekki að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra af þessu tagi skal hann upplýsa um þá.
  2. Ráðherra upplýsir um fjárhagsleg hagsmunatengsl eða önnur slík tengsl sem valdið geta hagsmunaárekstum  með því að fylla út eyðublað á vegum skrifstofu Alþingis, sbr. reglur um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum alþingismanna og trúnaðarstörfum utan þings. Forsætisráðherra getur í samráði við ríkisstjórn ákveðið að kalla með skipulögðum hætti eftir frekari upplýsingum um hagsmunatengsl ráðherra sem birtar yrðu almenningi.
  3. Ráðherra beitir sér fyrir því innan ráðuneytis og þeirra stofnana sem undir það heyra að tekið sé á hagsmunaárekstrum strax og þeir koma upp og hann fær vitneskju þar um. Þá skal hann beita sér fyrir því að starfsfólk sé sér meðvitað um mögulega hagsmunaárekstra og leiðir til að koma í veg fyrir þá.

3. gr.

Fjármál og launagreiðslur.

  1. Ráðherrastarf (að jafnaði ásamt þingmennsku) telst fullt starf. Ráðherra gegnir ekki öðrum störfum á meðan.
  2. Sinni ráðherra öðrum tilfallandi verkefnum er honum óheimilt að þiggja greiðslur fyrir nema þær séu innan hóflegra marka og að fengnu samþykki forsætisráðuneytisins.
  3. Ráðherra er ekki heimilt að hafa einkanot af gæðum starfsins nema að svo miklu leyti sem lög og reglur leyfa.
  4. Halda skal skrá um þær gjafir sem ráðherra þiggur í krafti embættis síns og skulu þær renna til viðkomandi ráðuneytis. Það á þó ekki við um minniháttar persónulegar gjafir.
  5. Ráðherra þiggur að jafnaði ekki boðsferðir af einkaaðilum nema opinberar embættisskyldur séu hluti af dagskrá ferðarinnar.

4. gr.

Háttsemi og framganga.

  1. Ráðherra forðast allt athæfi sem líklegt er til að vekja grunsemdir um að hann notfæri sér stöðu sína í eiginhagsmunaskyni.
  2. Ráðherra gætir þess að framganga hans gefi starfsmönnum ekki tilefni til að ætla að litið verði framhjá brotum á lögum eða siðareglum.
  3. Ráðherra gætir jafnræðis þegar kemur að því að greiða götu einstakra fyrirtækja á erlendum vettvangi.
  4. Ráðherra efnir ekki til móttöku fyrir hópa og samtök, sem hefur í för með sér útgjöld, nema slíkt samræmist starfsemi ráðuneytis.
  5. Ráðherra gætir þess að rýra ekki virðingu embættis síns með ámælisverðri framkomu, skeytingarleysi um lög eða virðingarleysi við manngildi og mannréttindi.

5. gr.

Ráðherra og starfslið ráðuneytis.

  1. Ráðherra leggur sig fram um að tryggja að faglega sé staðið að skipun embættismanna og annarra starfsmanna.
  2. Ráðherra virðir hlutleysi og faglegt sjálfstæði embættismanna og annarra starfsmanna.
  3. Ráðherra leitar faglegs mats starfsmanna ráðuneytis síns áður en ákvarðanir eru teknar um einstök mál eftir því sem tilefni er til, sbr. 1. mgr. 20. gr. laga nr. 115/2011.
  4. Ráðherra gerir skýran greinarmun á flokkspólitísku starfi, svo sem í tengslum við kosningar, og verkefnum ráðuneytis síns hverju sinni. Hann felur starfsmönnum ráðuneyta, öðrum en aðstoðarmanni, ekki verkefni sem tengjast hinu fyrrnefnda.

6. gr.

Upplýsingagjöf og samskipti við almenning.

  1. Ráðherra skal upplýsa almenning og fjölmiðla með reglulegum og skipulegum hætti um störf ráðuneytis síns. Leiðrétta ber eins fljótt og auðið er rangar upplýsingar eða misskilning sem upp kann að koma varðandi störf ráðherra.
  2. Ráðherra leggur sig fram um að gera upplýsingar aðgengilegar eftir því sem lög leyfa og sér til þess að starfsmenn ráðuneytis vinni í sama anda.
  3. Ráðherra leynir ekki upplýsingum sem varða almannahag nema lög bjóði eða almannahagsmunir krefjist þess að öðru leyti. Ráðherra ber að hafa frumkvæði að birtingu slíkra upplýsinga sé hún í almannaþágu.
  4. Ráðherra leitast við að eiga greið og opin samskipti við frjáls félagasamtök, fagfélög og hagsmunahópa, með almannahagsmuni að leiðarljósi.

7. gr.

Ábyrgð.

  1. Ráðherra skal sýna samstarfsvilja séu störf hans tekin til skoðunar af hálfu Alþingis eða eftirlitsstofnana þess og eins þegar þingmenn óska eftir upplýsingum á grundvelli laga um þingsköp.
  2. Ráðherra bregst við ábendingum starfsmanna um siðferðilega ámælisvert eða ólögmætt athæfi í ráðuneyti hans eða á starfssviði ráðuneytisins. Hann gætir þess að starfsmenn sem benda á slíkt gjaldi ekki fyrir það.

8. gr.

Gildistaka.

Reglur þessar öðlast þegar gildi. Jafnframt falla úr gildi siðareglur ráðherra nr. 360/2011.

Forsætisráðuneytinu, 3. maí 2016

Sigurður Ingi Jóhannsson

Birtar í Stjórnartíðindum, B-deild nr. 400/2016. Sjá einnig fréttatilkynningu á vef forsætisráðuneytisins.


mbl.is „Hefði breytt umræðunni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Otrúleg frétt ef sönn er. Skýrslan lagfærð fyrir birtingu.

Skattaskjólsskýrslunni var breytt af fjármálaráðuneytinu rétt fyrir birtingu

Breytingasaga skattaskjólsskýrslunnar sýnir að henni var síðast breytt 6. janúar af fjármála- og efnahagsráðuneytinu skömmu áður en skýrslan var birt.

Gunnar Thorberg, framkvæmdastjóri Kapals Markaðsráðgjöf ehf., bendir á þetta í stöðufærslu á Facebook. „Ég er nú ekki mjög pólitískur „en til gamans“ skoðaði ég skýrsluna um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Hér sjáið þið svart á hvítu hvernig átt hefur verið við hana, hver gerði breytingar og hvenær. Ég velti fyrir mér hvort eðlilegt sé að átt hafi verið við skýrsluna í Fjármálaráðuneytinu?

Voru gerðar breytingar á skjalinu eftir að það var afhent frá starfshópnum sem lokaskjal til ráðuneytisins? og ef svo er hvaða breytingar voru gerðar á upphaflega skjalinu frá starfshópnum?“ skrifar hann á Facebook.

Þá spyr hann: „Er þetta ekki skjalafals ef átt hefur verið við þetta skjal í ráðuneytinu og ber að rannsaka sem lögbrot?“

Breytingasaga skýrslunnar

Breytingasaga skýrslunnar

Skýrsla starfshóps fjármálaráðherra um aflandsfélög var stungið undir stól af Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, fram yfir kosningar. Þrátt fyrir að hafa fengið hana afhenta um miðjan september og að boðað hafi verið til kosninga vegna heimsmets ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í ráðherrum í skattaskjóli. Panamaskjölin afhjúpuðu tengsl þriggja ráðherra við fyrirtæki í lögsögu skattaskjóls. Nöfn þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bjarna Benediktssonar og Ólöfu Nordal var öll að finna í panamaskjölunum. 

Auglýsing 

Skýrslan var birt 6. janúar eftir að Kjarninn hafði ítrekað fjallað um málið og krafist skýrslunnar.  Bjarni segir í kjölfar birtingarinnar í viðtali við RÚV:,, Skýrslan er í raun og veru ekki komin til okkar svona í endanlegri mynd fyrr en eftir að þing er farið heim.”  Nú er komið í ljós að Bjarni sagði ósatt um þetta atriði. Þegar Bjarni segir að skýrslan hafi ekki borist honum í endanlegri mynd fyrr en eftir tiltekinn tíma felur það í sér að hann hefur fengið hana í annarri mynd áður og þá væntanlega til umsagnar og til að fá færi á að hafa áhrif á endanlega útgáfu hennar.

 

Hvar eru nöfnin???


mbl.is Kynna stjórnarsáttmálann í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engeyjar menn

  • Nú er kátt í höllinni og allir fá sitt nammi
    *
  • Búið er að setja pakkana undir myndirnar af gömlum leiðtogum flokksins.

gálgahraun

Allir svartir ,,smóking-gallar" komnir úr hreinsun eftir jólamatinn, allir sósublettir farnir og nýir síðkjólar bíða í fatskápum yfirstéttarinnar.

Allir vita og sætta sig við að ákveðið glerþak er við lýði í þessum hópi. Þessu þaki stjórna Engeyjarmenn og að mestu bak við tjöldin.

En frá dýpstu rótum eru þeir ættaðir úr Dölum vestur, þar sem menn komust í álnir á fyrri tímum. Nægir að nefna bæjarnöfnin, Hrappsey, Staðarfell og Skarð.
 

Hagsmunir ættarinnar eru jafnan varðir af yfirvöldum, með þeim meðulum sem með þarf hverju sinni.

En þeir stjórna ekki aðeins þessum partýum. Þeir hafa stjórnað landi og þjóð alla tíð frá lýðveldisstofnun og jafnvel lengur ef litið er lengra aftur í tímann.

Þótt Framsókn hafi all oft átt menn í forsætisráðuneytinu og stundum átt samstarf með öðrum flokkum hefur það litlu breytt um hin raunverulegu völd. Valdataumarnir hafa legið eftir straumi fjármagnsins og um heildarsamtök atvinnurekenda og einkum um LÍÚ. Yfirfrakkinn í þessum samtökum er þeirra maður.

Eina undantekningin og veldi ættarinnar er þegar Jóhönnu og Steingrímsstjórnin var að moka flórinn eftir þessa kumpána í heilt kjörtímabil. 

Myndir teknar áður en nefin fóru að lengjast fyrir alvöru. Drengir sem eru ótrúlega sakleysislegir í andliti

Mynd frá Haraldur Axel Jóhannesson.

 

  


mbl.is Ráðherraefni kynnt brátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband