Gerður hefur verið samningar milli aðila um öll atriði í sjómannadeilunni

  • Það eina sem útaf stendur er krafa um að ríkisvaldið breyti lögum til að þóknast hagsmunum útgerðarmanna og sjómanna.

Nú þegar um allt hefur verið samið sem deiluaðilar hafa gert kröfur um til hvors annars hlýtur það teljast vera, að viðræðum þeirra sé lokið með samningi.
fiskiskip
Ef verkfalli og verkbanni er haldið áfram þrátt fyrir þessa stöðu hlýtur það að teljast vera nýtt verkfall og verkbann. 

Greinilegt er að félagsdómur verður að fjalla um málið ef ekki semst um að hefja störf að nýju, enda verkfall þegar orðið ólöglegt.

Fram hefur komið, að deiluaðilar í vinnstöðvun útgerðarinnar og sjómanna eru í raun löngu búnir að semja um allar kröfur sem þeir hafa gert til hvors annars.

Hvað þá: Verður Félagsdómur að fella dóm í málinu?

Þá frestast vinnustöðvunin á meðan. En hver á að krefjast þess að Félagsdómur taki málið fyrir?

Ef einhver gerir það, verður hann sjálfvirkt aðili að málinu og deilunni?

Er þýðir, að ríkisvaldið getur ekki gert það.



Tvær greinar úr vinnulöggjöfinni:

17. gr. Óheimilt er og að hefja vinnustöðvun:
    1. Ef ágreiningur er einungis um atriði, sem Félagsdómur á úrskurðarvald um, nema til fullnægingar úrskurðum dómsins.
    2. Ef tilgangur vinnustöðvunarinnar er að þvinga stjórnarvöldin til að framkvæma athafnir, sem þeim lögum samkvæmt ekki ber að framkvæma, eða framkvæma ekki athafnir, sem þeim lögum samkvæmt er skylt að framkvæma, enda sé ekki um að ræða athafnir, þar sem stjórnarvöldin eru aðili sem atvinnurekandi. Gildandi lög um opinbera starfsmenn haldist óbreytt þrátt fyrir þetta ákvæði.
    3. Til styrktar félagi, sem hafið hefur ólögmæta vinnustöðvun.
18. gr. Þegar vinnustöðvun hefur verið löglega hafin, er þeim, sem hún að einhverju leyti beinist gegn, óheimilt að stuðla að því að afstýra henni með aðstoð einstakra meðlima þeirra félaga eða sambanda, sem að vinnustöðvuninni standa.
[19. gr. Vinnustöðvanir í skilningi laga þessara eru verkbönn atvinnurekenda og verkföll þegar launamenn leggja niður venjuleg störf sín að einhverju eða öllu leyti í því skyni að ná tilteknu sameiginlegu markmiði. Sama gildir um aðrar sambærilegar aðgerðir af hálfu atvinnurekenda eða launamanna sem jafna má til vinnustöðvunar.] 1)
    1)L. 75/1996, 4. gr.


V. kafli. Niðurlagsákvæði.
70. gr. Brot á lögum þessum varða auk skaðabóta sektum … 1) Sektirnar renna í ríkissjóð, og má innheimta þær sem fjárkröfur á venjulegan hátt, en um afplánun skal eigi vera að ræða.
[Ábyrgð skv. 2. mgr. 8. gr. varðar þó ekki sektum.] 2)

Hver á nú að bera fjárhagslega ábyrgð af ólöglegu verkfalli og banni og borga sektina? Þessir aðilar eru auðvitað fyrir löngu búnir að semja og allar aðgerðir þeirra hafa beinst að ríkisvaldinu.
 

  • Hvenær á að svifta þessar útgerðir veiðileyfunum?

mbl.is Frestun verkfalls kemur ekki til greina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband