Bankarekstur á brauðfótum

  • Það hefur lengi verið vitað að ekki er hægt að stofna fyrirtæki á t.d. Íslandi án þess að lagt væri fram eigið fé stofnenda fyrirtækjanna.

Þetta hefur verið  margreynt í gegnum tíðina með nánast allar tegundir fyrirtækja. Slík fyrirtæki hafa yfirleitt farið yfir um í fyrstu vetrarvindum.

brauðmola stjórnin 1

Bankamennirnir sem fengu að kaupa ríkisbankanna ætluðu sér að láta viðskiptavini bankanna kosta framlag þeirra til kaupa á bönkunum. Með því að okra á almenningi með ofur háum vöxtum.

Hæstum hæðum náði þessi hugmyndafræði þegar menn gátu keypt stöndug fyrirtæki með lánsfé og síðan tóku nýir eigendur að skuldsetja nýju fyrirtækin í botn.

Skuldunum var þannig varpað yfir á starfsfólk fyrir-tækjanna sem höfðu byggt þau upp með vinnu sinni og botnlausri fórnfýsi. (framlag formlegra eigenda voru almennt smáaurar) og á viðskiptavinina með hárri álagningu.

Enda völd þessir snillingar gjarnan fyrirtæki sem voru í þannig kjörstöðu á markaði að búa ekki við alvöru samkeppni.

Þessar kúnstir voru greinilega viðhafðar er breiðir kallar keyptu ríkisbankanna, lán voru tekin og greiðslur fóru fram með lánsfé.

Farið var í að reikna niður verðmæti kaupanna til að lækka verðin. Síðan voru bankarnir notaðir til að greiða upp skuldir þeirra sem keyptu bankanna vegna þessara viðskipta. Vextir hækkaðir ásamt öllum þjónustugjöldum.

bankar

Bankarnir síðan skuldsettir en frekar í þágu nýrra eigenda sinna.

Allt var þetta eftir  bókinni, eigendur gátu síðan ekki greitt sínar skuldir eða að búið var að fela þær í ónýtum og eignarlausum félögum.

Annað  falið á eyðieyjum og dansað var húlla húlla. Frjálshyggjan blómstraði sinn tíma og kosnaði af ævintýrinu velt yfir á almenning.

Nú er það í fullum undirbúningi að taka næsta snúning, flokkurinn er búinn að ná tökum á ríkisvaldinu með jákvætt stuðningslið í ríkisstjórn og utan.

Seðlabankastjórinn er kominn á aldur og skapast nú á ný möguleiki til að koma í seðlabankastjóra embættið innanbúðarmanni sem hefur verið í endurhæfingu og hvíld vestra undanfarin ár.

Nú bíða menn bara eftir því að sjá hvaða tökum frjáls-hyggjan ætlar að taka á málinu. Þegar hefur vogunar-sjóðunum sem eru hluti af djamminu verið gefið vilyrði fyrir því að fá dollarana til baka á fullum vöxtum.


Þegar það er komið getur maskínan hökt á stað með nýjum brag.


mbl.is Sýnidæmi um land sem átti ekki að bjarga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband