Skýringar ráðherrans halda ekki vatni

  • Það hefði auðvitað verið eðlilegt að jörðin hefði verið auglýst til sölu.

Þessar fullyrðingar ráðherrans um sanngjarnt verð, verða að styðjast við einhverja rannsókn eða könnun á því hvað ríkið hefði geta fengið fyrir jörðina á frjálsum markaði. Eða hefur ráðherrann enga trú á markaðslögmálunum?

Benedikt Jóhannesson 1

  • Því standast þessi eftirfarandi orð engan vegin og ekki er hægt að kalla það brask þótt ríkissjóður vilji fá eðlilegt verð fyrir eignir sem það selur:

„Víf­ilsstaðaland var selt á sann­gjörnu verði, að sögn Bene­dikts. Hann bend­ir á að vilji hafi verið hjá rík­inu að selja bæj­ar­fé­lag­inu því það hyggst byggja upp nýtt hverfi. Ríkið vinni að því með bæj­ar­fé­lög­un­um á höfuðborg­ar­svæðinu að byggja upp hús­næði sem er á sann­gjörnu verði.

„Það er lík­legt að ef land er selt á of háu verði komi það fram í háu lóðaverði. Ég hef lýst því yfir að ríkið eigi ekki að vera í lóðabraski en það eru skipt­ar skoðanir á því.  Ríkið er að semja við bæj­ar­fé­lag og við töld­um það væn­legra en að semja við lóðabrask­ara,“ seg­ir Bene­dikt, spurður hvort hann telji að þetta hafi verið sann­gjarnt verð“.

Það á ekki að vera verkefni ríkissjóðs að niðurgreiða lóðakostnað byggingarverk-taka. Íbúðir á markaði seljast alltaf á markaðsverði, ef framleiðendur fá lóðir á niðurgreiddu verði lækkar það ekki endanlegt verð á íbúðunum.

Það eykur aðeins álagningu íbúðaframleiðandans og það kemur þá í hlut sveitar-félagsins að semja við þessa braskara, eins og ráðherrann kallar þá menn sem reka byggingarfyrirtæki. Sveitarfélagið reynir örugglega að fá gott verð fyrir lóðirnar.

  • Síðan er það eðlilegt að spurt sé, hvort ráðherra sé heimilt að selja þessa ríkiseign án aðkomu Alþingis.

mbl.is Vífilsstaðir seldir á sanngjörnu verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband