Salek heldur ekki vatni- það er andvana fætt.

  • Það breytir engu hvort um er að ræða starfsfólk á almennum vinnumarkaði eða opinberir starfsmenn þetta ólýðræðislega ,,Salek" fyrirbæri heldur ekki vatni.

Á almennum vinnumarkaði þar sem markaðslaun eru viðvarandi hefur þetta fyrirbæri lítil áhrif.

Það er staðreynd að samtök atvinnurekenda hafa í gegnum tíðina hafa lagt áherslu á að halda niðri launatöxtum opinberra starfsmanna.

Þá hafa þessi samtök lagt áherslu á að hafa leiðbeinandi taxta fyrir hið opinbera í kjarasamningum sínum við ASÍ. Þeim tekst þetta yfirleitt þegar ASÍ leiðir samningsgerðirnar. 

En það stenst ekki að ríkisvaldið geti látið samtök atvinnurekenda ráða stefnu sinni í kjarasamningum. Stórir hópar sem starfa hjá ríki og hjá sveitarfélögum fá laun fyrir vinnu sína samkvæmt launatöxtum sem eru undir fátæktarmörkum.

  • Á þetta mun reyna á árinu. 

Ætla ekki heldur að starfa á Landspítalanum

Útskriftarnemar í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri lýsa fullum stuðningi við  útskriftarárganginn úr hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands í baráttunni um bætt launakjör.

landsspítalinnÞað er greinilegt, að ef Landspítalinn mun ekki hækka laun hjúkrunarfræðinga mun spítalinn hætta að fá sérfræðinga til starfa. 

Sama staðan er með kennara sem fást ekki lengur til starfa. Hvoru tveggja eru þetta mikil álagsstörf sem fólk bindur sig ekki við ef launakjörin lagast ekki.

Það er helst að þetta salek fyrirbæri bitni á ófaglærðu fólki sem starfar hjá hinu opinbera, t.d. í skólum. Það er fólkið sem starfar á launum sem eru undir fátæktarmörkum.

 


mbl.is Ríkið ekki upp fyrir Salek-línuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband