Enginn vill þurfa að borga

  • „Kjart­an Magnús­son, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir að flokk­ur­inn sé and­víg­ur inn­heimtu nýrra gjalda til að fjár­magna borg­ar­lín­una. Hins veg­ar sé rétt að efla al­menn­ings­sam­göng­ur“.

Auðvitað verður þessi flokkur sem lýsir þessu yfir að svara því fyrst hann er á móti þessari aðferð til að kosta þessa nauðsynlegu framkvæmd, borgarlínahvernig hann vill fara að. Þessi framkvæmt kostar mikið fé.

Það er ljóst að veruleg hækkun á lóðaverði verður ekki með öllu velt út í verðlagið af íbúðarframleiðendum, vegna þess að álagning og verðlag á íbúðarhúsnæði er þegar í hæstum hæðum og fólk hefur ekki efni á að greiða hærra verð.

Hið eðlilega væri að þessum kostnaði yrði skipt á milli lóðaverðs og fasteignagjalda sem eru svo sannarlega þjónustugjöld vegna fasteigna,lóða, skólabygginga o.s.frv. í borginni og þar með taldar samgöngur.

Fráleitt væri að hækka útsvörin.


mbl.is Andvígur nýjum innviðagjöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband