Nú hlýtur að taka við viðskiptastríð

  • Almenningur hlýtur nú að sniðganga Bandarískar vörur.

Á Íslandi eru a.m.k. þrjú mengandi Bandarísk fyrirtæki og nú er engin ástæða til þess að taka á þessum fyrirtækjum með einhverjum silkihönskum.

Þetta ríki mengar mest allra ríkja að Kína undanskildu sem þó ætlar að standa við Parísarsamninginn.

Það var ljóst fyrir mörgum árum að Bandaríkin eru á fallandi fæti efnahagslega og fer stöðugt aftur í samanburði við önnur iðnríki.

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti fyrir stundu í garði Hvíta hússins í Washington að hann hefði ákveðið að draga Bandaríkin út úr Parísarsáttmálanum um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Ákvörðun hans tekur gildi strax…
RUV.IS
 

mbl.is Draga sig út úr Parísarsamkomulaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það eru margir hlutir óboðlegir hjá Sjálfstæðisflokknum.

  • Það er ekkert nýtt að Sjálfstæðisflokkurinn hyglar sínum félögum endalaust. Flokkurinn hefur alltaf gert þetta
    *
  • Því er ekki nema eðlilegt að bakland þessa fólks sem dómsmálaráðherra vill gera að dómurum í landsrétti verði rannsakað nákvæmlega
    *
  • Úr því að ekki megi virða tillögur alnefndarinnar
    *
  • Siðleysi þessa flokks er með eindæmum. 

Bjarni benediktsson 1


Hér kemur frétt RÚV sem er eitt dæmi um siðleysi flokksins og segir orðrétt: 
Lögfræðistofan Juris fékk greiddar 107 milljónir fyrir þjónustu fyrir fjármálaráðuneytið á árunum 2013-15.
 
Hluti eigenda hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ríkisendurskoðun kallaði eftir gögnum um viðskiptin.
 
Í nýrri skýrslu kemur fram að ráðuneytin hafi ekki farið að lögum og reglum við kaup á sérfræðiþjónustu.
 

Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að ráðuneytin vörðu tveimur og hálfum milljarði í sérfræðiþjónustu á tímabilinu og hækkaði kostnaður milli ára úr 700 milljónum 2013 í einn milljarð 2015. Oft voru samningar ekki gerðir né heldur kostnaðaráætlanir.

Viðskipti fjármála- og efnahagsráðuneytisins við lögmannsstofuna Juris vöktu sérstaka athygli Ríkisendurskoðunar og numu þau 107 milljónum. 

Einn eigandi Juris, Lárus Blöndal, hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Bjarni Benediktsson, þá fjármálaráðherra, skipaði hann til að mynda stjórnarformann Bankasýslu ríkisins.

Þá var annar eigandi Juris, Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde í Landsdómsmálinu. Þriðji eigandinn, Vífill Harðarson, hefur verið á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og sá fjórði, Sigurbjörn Magnússon, var framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins 1985-1990.

Ríkisendurskoðun kallaði eftir gögnum um viðskiptin og upplýsti ráðuneytið að fyrir lægi gagnkvæm viljayfirlýsing milli ráðuneytisins og Juris frá 2006. Þá var Árni Mathiesen fjármálaráðherra. 

Kaup ráðuneyta á sérfræðiþjónustu í milljónum talið

Forsætisráðuneyti  --( 2013  35,6)  (2014 62,1)  ( 2015  49,6)  samtals  147 milljónir

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti- ( 2013 - 126,4)  (2014 –100,1)  ( 2015 –107,0)  samtals  333,5 milljónir

Fjármála- og efnahagsráðuneyti --- (2013 – 188,4) (2014- 429,5) (2015 -555,4)  samtals  1173,3  milljónir

Innanríkisráðuneyti – (2013 – 95,5) (2014 -94,5)  (2015 -112,3)  samtals 302,4 milljónir

Mennta- og menningarmálaráðuneyti – ( 2013 – 43,9) (2014 – 21,9) (2015 – 43,9)  samtals 109; milljónir

Umhverfis- og auðlindaráðuneyti – (2013 – 31,4)  ( 2014 - 22,6) ( 2015 – 66,7)  samtals 120,7 milljónir

Utanríkisráðuneyti – (2013 – 105,5)  (2014 – 15,3)  (2015 – 15,5)  samtals 136,3 milljónir

 Velferðarráðuneyti – (2013 – 67,2)  (2014 – 73,1)  (2015 – 92,7) samtals 233,0 milljónir

Eða 2555,8 milljónir hjá vildarvinum og flokksbræðrum Bjarna Benediktssonar.

 

Ríkisendurskoðun gerir athugasemd við að ráðuneytið hafi ekki staðið betur að samningsgerðinni við Juris og hagað þessum kaupum á sérfræðiþjónustu í samræmi við leiðbeiningar sínar til annarra ríkisaðila þar sem segir að í samningum skuli koma fram tíma- og kostnaðaráætlanir.

„Fjármála- og efnahagsráðuneyti fer með málefni opinberra innkaupa og ættu vinnubrögð þess við innkaup að vera til fyrirmyndar,“ segir ríkisendurskoðandi.

Oft höfðu ráðuneytin samband við aðeins einn aðila og buðu honum tiltekin verkefni. Gjarnan var samband til staðar við ráðgjafann ýmist vegna fyrri verkefna eða annarra ástæðna.

„Slík vinnubrögð eru í skýrri andstöðu við reglur og leiðbeiningar um kaup á sérfræðiþjónustu og ekki í samræmi við ákvæði laga um jafnræði og gagnsæi,“ segir ríkisendurskoðandi. 

Ekkert ráðuneytanna fór í útboð eða örútboð innan rammasamninga á tímabilinu vegna kaupa á sérfræðiþjónustu.

Frétt frá RÚV í dag.

 
 

mbl.is „Við þurfum „fokking“ tíma“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gömlu valdníðslu aðferðirnar

  • Það var ekki hægt að láta sér detta annað í hug þegar breytingatillögur dómsmálaráðherrans við tillögur hæfisnefndarinnar um dómaraskipan við Landsrétt voru birtar.  

dómariÝmsar  sögur hafa flogið í gegnum tíðina um hvernig Sjálfstæðisflokkurinn gætir þess ævinlega að eiga alla dómara og sýslumenn í landinu úr sínum röðum.

Valdaflokknum hefur tekist þetta vegna þess að flokkurinn hefur ráðið ráðneytum þjóðarinnar nær allan lýðveldistímann

Það er t.d. enginn vinstri maður í þessum stéttum svo vitað sé. Hæst flugu þessar sögur á tíma Björns Bónda.

Stjórnarandstöðuþingmenn hafa gætt sín á því að ræða aðeins þessa óskammfælnu aðför ráðherrans að regluverki um aðferðarfræði við skipan dómara.  

Þeir hafa ekki hugsað upphátt um hvort tillaga ráðherrans um fólk í dómarasætin tengist einhverjum hagsmunahópum eða stjórnmálaflokki.

Réttur almennings stendur svo sannarlega til þess, að áður en Alþingi tekur afstöðu til tillagna ráðherrans séu öll slík tengsl könnuð ef einhver eru. 

Eða á staðan enn að vera þannig, að vinstri menn geti ekki fullkomlega treyst íslenskum dómstólum.


mbl.is Ákvörðun ráðherra verði rannsökuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband