Það er heimsstyrjöld í gangi

  • Hrikalegt blóðbað á almennum borgurum fylgir, ekki bara í Austurlöndum og í Asíu. 
    *
  • Heldur er blóðbaðið farið að berast til Evrópu og stjórnvöld í þessum Evrópuríkjum þykjast ekkert skilja í þessu morðæði heima fyrir.  

MósúlEn ríkisstjórnir Evrópu þjóða uppskera það sem sáð er fyrir. 

Almenningur er ævinlega skotmarkið í öllum þessum löndum.

Þeir sem stjórna styrjöldinni koma síðan hvergi nærri baðinu.

Samt er er ómögulegt að skilja það sem gerðist í Svíþjóð, þar sem það ríki á enga aðild að styrjöldinni eins og íslendingar. En á það hefur verið bent að þeir eru stórvirkir vopnasalar.

Bandaríkin fara um heimbyggðina á skítugum skónum og drepa fólk eftir hentileikum. Það hefur þetta ríki gert í áratugi og hafa áunnið sér ævarandi hatur fólks um allan heiminn. Rússar eru sjaldan langt undan.

Tvíburaturna árásin var auðvitað bara hluti af þessu stríði, þar sem aðalandstæðingurinn  gat í fyrsta sinn gert árás í Bandaríkjunum.

flóttafólk

Bandaríkjamenn trylltust og réðust þeir á Írak  og hundruð þúsunda borgara létu lífið. Afleiðingar urðu ekki bara hörmulegar fyrir almenning heldur risu skuggaleg öfl sem virkjuðu hatrið gegn vesturveldunum.

Það sama átti sér í Afganistan þar voru drepnir hundruð þúsunda afgana sem ekkert höfðu til saka unnið. Eins og í Írak geysar þar enn styrjöld.

Gasa 2

Sýrland er eitt landið þar sem Bandaríkin eru í stríði og eru jafnvel í bandalagi með talibönum eða félögum þeirra við að steypa einræðisherranum af stóli. Sennilega samkvæmt pöntun frá Sádum og Ísraelum.

Bæði Frakkar og sérstaklega Bretar fylkja liði í fremstu víglínu með Bandaríkjunum  þar sem notuð eru afkastamestu morðtól sem hugsast getur til að drepa allt kvikt sem fyrir er.  Ekki bara hermenn, heldur ekki síður konur og börn. 

Theresa May

Bara í morgun hótaði núverandi forsætisráðherra breta að herða enn frekar loftárásir  í t.d. Sýrlandi.

Hvenær ætla svokallaðir kristnir stjórnmálamenn að læra og að hætta ofbeldinu í heiminum?


mbl.is 100.000 börn í mikilli hættu í Mósúl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband