Knýjandi þörf fyrir 25 þús félagslegar í búðir á Íslandi, nú þegar

 

  • ASÍ gerir ráð fyrir félagslegu húsnæðiskerfi í hugmyndum sínum um nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi. Forysta ASÍ telur að nú sé knýjandi þörf fyrir um 25 þús félagslegar íbúðir á Íslandi.

 

Það var mikill sorgaratburður 1998 þegar félagslega húsnæðiskerfið var lagt af á Íslandi. Það var vissulega þörf á því stokka upp þetta gamla kerfi sem var stofnað 1930 og færa það í nútímalegt rekstrarform.

Staða launamanna á Íslandi í húsnæðismálum sínum hefði verið snöggtum skárra við hrunið 2008  ef við átt öflugt félagslegt húsnæðiskerfi.

 

  • Það er gleðilegt að nú virðast flestir stjórnmálaflokkar vera sammála hugmyndum ASÍ sem bendir á dönsku leiðina þetta eru grundvallar viðhorfsbreytingar.  

 

Segir er í gögnum ASÍ,  að í Danmörku séu tveir þriðju af húsnæðislánum veitt hjá sérstökum húsnæðislánabönkum. Kerfið er orðið 200 ára gamalt og því má með sönnu segja að það hafi sannað sig sem varanlegt.

Kasten Beltoft framkvæmdastjóri Realkreditforeningen í Danmörku, segir að þetta kerfi bjóði upp á gegnsæi og taki í burtu alla vaxtaáhættu.

En í gögnum ASÍ segir einnig að um þriðjungur allra íbúða sem byggðar eru í Danmörku séu félagslegar íbúðir.

Í flestum ríkjum Evrópu, er það hlutverk ríkis og  sveitarfélaga að tryggja félags-legt íbúðarhúsnæði á viðráðanlegu verði fyrir tekjulægstu íbúana. Umfang,

eðli og form þessarar aðstoðar er margbreytilegt, en algengast er að því sé sinnt með framboði af leiguhúsnæði. Í markmiðum fyrir félagslegt húsnæðiskerfi er

mikilvægt að tryggja eftirfarandi:

• Nægilegt framboð af félagslegu húsnæði fyrir  tekjulágar fjölskyldur.

• Koma í veg fyrir stéttskipt íbúamynstur og byggja upp kerfi með aðlaðandi húsnæðislausnum fyrir breiðan hóp landsmanna.

• Húsaleiga sé í samræmi við félagsleg markmið um viðráðanlega leigu sem taki ekki skyndilegum hækkunum.

• Reglur um útleigu séu gagnsæjar, hlutlægar og komi til móts við hópa með sérþarfir.

• Rekstur húsnæðisins sé ábyrgur, hagkvæmur og nútímalegur til að tryggja hátt þjónustustig fyrir alla íbúa á viðráðanlegu verði.

• Íbúarnir hafi tækifæri til þess að hafa áhrif á reksturinn.

• Koma í veg fyrir að félagslega kerfið hafi neikvæð áhrif á samkeppnisaðstæður í öðrum hlutum húsnæðiskerfisins.

• Útgjöld hins opinbera vegna þessa kerfis verði viðráðanleg að teknu tilliti til meginmarkmiðanna.

• Félagslega húsnæðiskerfið verði í framtíðinni sjálfbært, en fái þangað til bein framlög frá hinu

Landsfundur VG haldinn á dögunum  gerði sérstaka samþykkt um að taka upp viðræður við og samstarf við Verkalýðshreyfinguna um nýtt húsnæðiskerfi og umræður um hvernig mætti byggja upp nýtt félagslegt húsnæðiskerfi.

Það verður ekki litið framhjá samtökum launafólks þegar gengið verður til verks til að endurreisa húsnæðiskerfið á Íslandi.


mbl.is Lánakerfi sem er alltaf í jafnvægi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband