Þótt einhverjir hafi hlerað rangann síma

Hreinsar það ekki Ólaf Ólafsson af þeim áburði sem á hann hefur verið borinn. Það gerir hann ekki saklausan ef hann reynist vera sekur um ólöglega hluti.

Þessi maður verður að sætta sig við kröfu þjóðarinnar að hans viðskipti sem margar ljótar sögur hafa farið af séu rannsakaðar ofan í kjölinn.

Það væri a.m.k. ótrúlegt að ef sérstakur saksóknari hefur kært hann og stefnt fyrir dóm að hann sé alveg saklaus. Þessir tafaleikir lögmannanna gerir ekki hans feril beinlínis glæsilegann.

Flestir hugsa sem svo, fyrst þessir menn gera allt til að tefja þetta mál og segja sig síðan frá málinu þrátt fyrir að þeir fái hugsanlega ákúrur fyrir hjá dómsvaldinu.

En þetta fær sinn tíma sem þarf. 


mbl.is Hleruðu mann úti á landi að ósekju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband