Skattar hafa lækkað á launamönnum undanfarin 4 ár

  •  Nú berjast ýmis hagsmunasamtök fyrir betri tíð og er samtökum atvinnurekenda reyndar alveg sama um blómin í íslenskri náttúru. 
  • .
  • Þar ríður einstaklingshyggjan húsum. Atvinnurekendur vilja ekki taka þátt kostnaði við samfélagið og vilja ekki leggja til þess eyrisvirði.


Reynslan sýnir að ekki gengur að trúa öllu sem þessi samtök leggja á borð fyrir landann. En þessi samtök reyndu að taka völdin í landinu snemma á síðasta kjörtímabili þegar þeir uppdiktuðu svo nefndan stöðugleika sáttmála. Sem betur fer tókst ríkisstjórninni að hrinda  eirri árás. 

Í stað þess skulu talin upp nokkur einföld undirstöðuatriði og staðreyndir sem lesendur ættu að máta stórkarlalegar fullyrðingar um skatta við: 
1. Verg landsframleiðsla (VLF) er samtala allra (bruttó)tekna í samfélaginu.
2. Einstaklingar bera alla skatta. Þeir eru einu neytendurnir. Félög eru milliliðir. Óbeinir skattar þeirra eru bornir af þeim sem kaupa vöru og þjónustu. Beinir skattar félaga eru bornir af eigendum þeirra sem eru einstaklingar.
3. Samtala skatta er sá hluti VLF sem tekið er frá til samneyslu og millifærslna. Annað er til ráðstöfunar fyrir heimilin þ.m.t. eigendur félaga og fjármagns.
4. Skattar sem hlutfall af landsframleiðslu sýnir hvernig VLF þ.e. allar tekjur skiptast á milli þess sem opinberir aðilar ráðstafa og þess sem heimilin ráðstafa.
5. OECD hefur birtir árlega tölur um skatta í aðildarríkjunum.
6. Samkvæmt nýjustu tölum OECD var skattbyrðin á Íslandi 2010 35,2%. Hún hefur hækkað um 1 % síðan þá.
7. Skattbyrðin á árinu 2007 var 40,6% eða um 4% hærri en nú.
8. Ísland er í 14 sæti af 34 OECD ríkjum og lægra en Norðurlöndin og flest ríki í Norður- og Vestur-Evrópu.
9. Ísland var í 7. sæti 2007.
Skiptingu allra tekna, þ.e. VLF, í skatta og annað er sýnd á myndinni. 

Kakan.001 

  • Nýjustu opinberu tölur OECD segja, að nú eftir valda tíð síðustu ríkisstjórnar að hvergi sé meiri launajöfnuður enn á Íslandi. En það þýðir ekki það, að það sé ekki nauðsynlegt að hækka lægstu laun í landinu mjög verulega.

 

Ísland er eina ríki OECD þar sem tekjur hinna efnameiri hafa dregist meira saman en tekjur þeirra efnaminni. Hvergi er meiri jöfnuður en á Íslandi.

OECD gaf út skýrslu um jöfnuð og tekjudreifingu í morgun. Í henni kemur fram að áhrif atvinnuleysis á tekjur einstaklinga hafa verið hvað mest á Íslandi á síðustu árum.

Íslendingar eru einnig á meðal þeirra þjóða sem best hefur tekist að varðveita ráðstöfunartekjur fólks þar sem skattar hafa verið lækkaðir og félagsleg aðstoð aukin.

Munur á ríkum og fátækum er hvergi minni en á Íslandi og frá árinu 2007 hefur jöfnuður á milli hinna ríkari og fátækari aukist mest á Íslandi, Nýja Sjálandi, í Portúgal og Póllandi. Munur á ríkum og fátækum jókst mest á Spáni, í Slóvakíu og Svíþjóð.

Í skýrslunni er tekið sérstaklega fram að í upphafi aldarinnar og fram til 2007 hafi bilið á milli hinna efnameiri og efnaminni aukist á Íslandi, en síðan þá hefur bilið minnkað og er nú það minnsta innan OECD.

Þá segir í skýrslunni að Ísland sé eina ríki OECD þar sem tekjur hinna efnameiri hafa dregist meira saman en tekjur hinna efnaminni. Tekjur hinna efnameiri hafa dregist saman um 13 prósent frá árinu 2007 en tekjur hinna efnaminni um 8 prósent. 

Var í fréttum RÚV núna um hádegið


mbl.is Versnandi afkoma afleiðing „ofurskattastefnu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er sennilega rétt hjá þér að lækkandi tekjur í samfélaginu hafa leitt til lækkandi skattbyrði því hlutur persónuafsláttar er mun meiri í lágum launum en háum. Að laun lækki endalaust er samt ekki jákvætt.

Geir Ágústsson, 15.5.2013 kl. 14:50

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæll Geir minn og takk fyrir innlitið. Allar tölur í pistlinum eru hlutfallstölur.

Fólk í efri millistétt og síðan hálaunamenn hafa getað varið sín laun að mestu leiti en það geta láglaunamenn sem starfa samkvæmt umsömdum launatöxtum verkalýðsfélaganna við samtök atvinnurkenda geta ekki varið sín laun.

En láglaunafólkið hefur samt þrátt fyrir lægri skatta borið fullann þunga af hrunskellinum, sérstaklega þeir sem búa í leiguhúsnæði.

Kristbjörn Árnason, 15.5.2013 kl. 15:03

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

það sendi hingað einhver Jóhann fúkyrði og mannskemmandi svívirðingar. Þegar það er gert eyði ég slíku bulli. En ég hef gætt þess hér að svivirða ekki einstaklinga.

Menn komast ekki upp með það hér að baknaga aðra eða vera með skítkast í þeirra garð

Kristbjörn Árnason, 15.5.2013 kl. 18:13

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Síðan hvenær er það baknag að segja sannleikann???????

Jóhann Elíasson, 17.5.2013 kl. 06:10

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Við skulum hafa það fyrir rétt sem haft er eftir sjálfri Tatscher sem einnig Evo Joly gæti allt eins verið upphafsmanneskja að: Þegar menn komast í rökþrot þá byrja persónulegar svívirðingar til að reyna að krafsa í bakkann.

Stjórnarandstæðan fyrrverandi en núna broskarlar sem eru að berja saman ríkisstjórn var ekki beint beisin. Hún þurfti að fá liðsauka frá Bessastöðum til að klekkja á ríkisstjórn Jóhönnu.

Kv.

Guðjón Sigþór Jensson, 18.5.2013 kl. 12:42

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Varðandi skattamálin þá er hér ágæt samantekt Stefáns Ólafssonar prófessors:

https://notendur.hi.is/~olafsson/skattar-og-kjor.pps

Guðjón Sigþór Jensson, 19.5.2013 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband