Það eru allir stjórnmálaflokkar sammála um það,

  •  að breyta þurfi stjórnarskrá Íslands þ.á.m. ákvæðinu um Landsdóm. 
    .
  • Er kallar þá á breytingar á lögum um Hæstarétt sem gæti orðið stjórnlagadómstóll með því að komið væri upp millidómstigi í landinu.   

Hér segir lögmaður Geirs  í raun sannleikann um þetta fyrirkomulag.

„Landsdómsfyrirkomulagið er mjög vandmeðfarið og þess vegna á það kannski ekki rétt á sér. Þetta hefur ákveðna kosti en auðvitað galla líka. Af þeirri reynslu sem maður hefur af Landsdómi finnst mér mjög vandmeðfarið að gera greinarmun á pólitískum sjónarmiðum og lögfræðilegum sem gerir það kannski að verkum að það sé allt eins gott að leggja þetta bara af,“ segir Andri.

Rannsóknarnefnd Alþingis var ekki skipuð óvitum, þar var mjög virt fagfólk sem í raun lagði dóm á störf og gjörninga fjölda manna. Landsdómur var einnig skipaður hæstaréttardómurum ásamt leikmönnum sem hafa unnið verk af fullri fagmennsku.  

 

Því má hrósa Þuríði Backman fyrrum alþingismanni þorði að standa á sínu sjónarmiði og á sjónarmiði meirihluta alþingismanna sem tók mark á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Hún stóð í báða fætur þrátt fyrir hagsmunagæslu þessara þingmanna á þessu Evrópuráðsþingi sem margir eru sekir um vafasöm vinnubrögð sjálfir og geta ekki verið hæfir til að fjalla um efni eins og þetta.

Ef Geir telur sig hafa verið dæmdan saklaus hefði hann átt að fara með málið fyrir dóm. Þá á ég við að hann hefði átt að fara með málið til Evrópudómsstólsins.

Geir Haarde hefur alla tíð kosið að líta framhjá þeirri staðreynd, að það var rannsóknanefnd Alþingis sem áleit að Geir hefði gerst sekur um stjórnarskrárbrot ásamt þremur öðrum ráðherrum í hans ríkisstjórn. Þá nefndi rannsóknarnefndin tvo aðra fyrrum ráðherra en þeirra brot voru firnd. 

Af þeirri ástæðu einni var nauðsynlegt að fá út úr því skorið fyrir dómi hvort þessir fyrrum ráðherrar hafi verið sekir eða saklausir. 

Það hefði einnig verið æskilegt að fara yfir mál gömlu ráðherranna. Það var beinlínis nauðsynlegt að fara með öll málin fyrir dóminn til þess að hreinsa þessa menn af sök hafi þeir allir saklaust dæmdir af rannsóknarnefndinni. Hinir ráðherrarnir hafa á sér þessa ásökun sem ekki verður af þeim hreinsuð.

Það fráleitt af Geir og öðrum ráðherrum sem voru ásakaðir ásamt félögum hans í Sjálfstæðisflokknum að draga í efa að fólkið í Landsdómi hafi blandað pólitík í málið. Þetta er hrein ósvífni, því í sambandi má nefna að Landsdómur var skipaður í hans tíð sem forsætisráðherra. 

Það Evrópuráðsþingið hefur orðið sér til minnkunnar ef það er ályktun þess að Landsdómur hafi ekki unnið af fagmennsku. Dómurinn yfir Geir var ekki flokks-pólitískur og hann var ekki dæmdur fyrir pólitísk mistök heldur fyrir eins og áður er sagt fyrir stjórnarskrárbrot.

Þetta þing segir aðeins að ekki skuli dæma stjórnmálamenn fyrir pólitísk mistök og því verður niðurstaðan ekki túlkuð með þeim hætti sem Geir segir. Það er beinlínis rangtúlkun. 

Maður spyr sig bara, eru fjölmiðlar hræddir við að segja rétt frá niðurstöðu málsins?

Geir Haarde skuldar þjóðinni beiðni um fyrirgefningu og eða afsökun. 

Þessi ályktun hreinsar ekki Geir Haarde af neinni sök , nema síður væri. 

Þetta er mín skoðun 


mbl.is Vandmeðfarið fyrirkomulag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðleifur R Kristinsson

það er ekkert að landsdómi og það var ekki landsdómur sem ákvað að sækja Geir Haarde einan til saka .......það voru alþingismenn og konur sem kusu fyrst hvern skyldi senda í landsdóm og dæma þar.

landsdómur sem dómsvald réð því ekki hver skyldi settur fyrir dóminn.

og nú eru alþingismenn hræddir við landsdóm af því að þegar búið er að senda einhvern fyrir landsdóm geta þeir sjálfir ekkert stjórnað landsdómi sjálfir ....eða svo lýtur þetta út fyrir mér..

mikið réttlæti

Guðleifur R Kristinsson, 1.7.2013 kl. 03:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband