Varla pláss fyrir almenna sundgesti í Grafarvogslaug

 

  • Þegar skólasund er í fullum gangi
    .
  • Það er ekki nýtt vandamál, borgarstjórn hefur ekki í gegnum tíðina haft áhuga á uppbyggingu sundlauga og er eftirbátur annarra sveitarfélaga í þeim efnum.

 

Nýja sundlaugin í Mosfellsbæ 

Reykjavíkurborg hefur alla tíð staðið sig illa í sundlaugarmálum breytir þá engu hvaða flokkar mynda meirihluta í borgarstjórn. Það er t.d. hörmulegt að koma á suma sundstaði borgarinnar.

Ég vil bara nefna aðbúnaðinn í Vesturbæjarlauginni. Þar er sturtu-aðstaðan hjá körlunum fyrir neðan allar hellur og getur ekki staðist reglur.  Þá er laugin sjálf til skammar.

Ástandið í Grafarvogslaug er þannig á vetrum þegar skólasund er í gangi, að þá er ekki pláss fyrir almenna sundgesti svo vel sé. Laugagestir verða oft að sæta lagi til að geta fengið að synda. Það er bara staðreynd að það vantar sundlaugar í mörg hverfi borgarinnar. Það er ekkert nýtt.

Þessi mál standa miklu betur í öllum nágrannasveitarfélögunum og einnig almennt á landsbyggðinni.  Í Mosfellsbæ eru þrjár góðar sundlaugar fyrir utan tvær minni laugar.

Það er vonandi að laugin sem á að byggja í Úlfarsárdal fari fljótt á stað og verði fljót í byggingu. Sú laug á að þjóna byggðinni undir suðurhlíðum Úfarsfells og í Grafarholti


mbl.is Fara til Mosfellsbæjar í skólasund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband