Sjaldnast veldur annar þegar tveir deila

Í Fréttablaðinu nú í morgun birtist pistill eftir Ketil B. Magnússon formann „Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra“ . Pistillinn lyktar af pólitískum áróðri.

Eftir lestur þessa párs má á þessum manni skilja sem kjarasamningar kennara og lagalegur réttur þeirra til aðgerða ef til kæmi, væri alfarið á ábyrgð kennara. En svo er auðvitað ekki.
 

Vandi t.d. grunnskólakennara er sá, að raunverulegir viðsemjendur þeirra og launagreiðendur sem eru vissulega foreldrar nemenda í grunnskólum landsins eru ævinlega í felum. Ekki gengur að láta aðra aðila sjá um þessi mál og láta síðan eins og foreldrum komi málið ekkert við.

Það hefur m.ö.o. verið hlutskipti kennara árum saman að eiga í viðræðum um kjaramál og önnur hagsmunamál skólastarfs við fólk, sem á enga beinna hagsmuna að gæta varðandi starf grunnskóla. Ég segi ekki að þessu fólki sé alveg sama um velferð barna í grunnskólanámi þeirra. En þau mál brenna engan vegin á skinni þessa fólks og hvað það er sem skiptir hagsmuni nemenda mestu.

Ef framundan er verkfallsógn vegna kjaradeilu bera foreldrar barna í grunnskólum fulla ábyrgð á því ef það þarf að beita slíkum neyðarúrræðum. Kennurum finnst sú aðgerð fara mjög illa með nemendur sína og kennarar bera hag þeirra fyrir brjósti. Foreldrar verða að átta sig á þeirri staðreynd, að grunnskólar eru þjónustustofnanir sem eru reknir í þágu foreldra. Til þess að þeir geti séð börnum sínum fyrir þeirri fræðslu og menntun sem foreldrum ber lagaleg skylda til að börn þeirra fái.

Ef foreldrar ætla enn einu sinn að hlaupa í felur og selja öðru fólki sjálfdæmi um hvernig fræðsla og menntun barna þeirra fer fram er líklegt að framundan sé erfið kjaradeila. Það er bara eðlileg krafa að kennarar sem hafa undanfarin ár tekið að sér hlutskipti í þágu barna og foreldra þeirra sem hér áður töldust ekki til hlutverka kennara á Íslandi og eða í nálægum löndum. Njóti góðra launakjara, annars verður að álíta sem svo, að foreldrum grunnskóla sé nákvæmlega sama

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband