Meira fé frá ríkissjóði bakdyramegin?

Þetta er býsna merkileg hugmynd, því ég veit ekki til þess að stofnanir þó þær heiti sjálfseignastofnanir geti verið sjálfstæðar ef þær þurfa styrki frá samfélaginu. Á bak við slíka styrki hljóta alltaf að vera einhverjir þjónustusamningar.

 

Skólinn gæti þess vegna verið rekinn með núverandi sniði og síðan styrktur af bændasamtökunum. En tryggt yrði að vera, að það verði þá ekki bara ríkisstyrkir í gegnum bændasamtökin

Nú ef þessi samtök bænda geta styrkt bændaskólann á Hvanneyri með jafnháum upphæðum og skólinn virðist þurfa á hverju ári. Vaknar auðvitað spurningin um, hvort bændasamtökin séu að fá allt of mikla styrki frá ríkinu. Eftir því sem við fáum að vita þessir græningjar sem búa í Reykjavík, þiggja bændasamtökin einhverja milljónir í styrki árlega. 

Nokkuð sem ég veit ekki til að önnur hagsmunasamtök fái á Íslandi.

Ef þessi skóli þarf að vera rekinn á háskólastigi væri nærtækast að mínu viti, að þessi skóli væri þá sameinaður við við Bifröst sem mér skilst að sé rekinn sem sjálfseignastofnun. Þeir myndu þá sameinast þessir tveir atvinnuvega skólar. Það myndi eflaust styrkja atvinnulífið í landinu.

mbl.is Taka þarf á rekstrinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband