Allir flokkar eru sammála um að hafa skatta lága

 

  • En flokkarnir eru ekki sammála um hverjir eiga að greiða skattana og í hvað skattféð skuli fara.  T.d. vilja vinstri flokkarnir að allir þegnar samfélagsins standi jafnfætis er varðar skattagreiðslur.
    .
  • Þ.e.a.s. að allir séu álíka lengi að vinna fyrir þeim sköttum sem þeir greiða. Er getur vissulega þýtt að miklir hálaunamenn  greiði örlítið fleiri krónur í skatta. 
 

Upp úr aldamótunum er Davíð var forsætisráðherra voru skattar á launamenn í sögulegu hámarki, á meðan hálaunamenn með fjármagnstekjur og eigendur fyrirtækja greiddu  innan við fimmtungs hlutfall í skatta miðað við launamenn sem greiddu um 44%  af sínum brúttótekjum.

Núna ætlar þessi flokkur að lækka skatta á atvinnurekendum og þeim sem aðeins greiða skatt af fjármagnstekjum.

Þá ætlar ráðherran að láta atvinnurekendum í té fjármuni launamanna sem heitir tryggiingagjaldið. Það eru raunar launamenn sem greiða þetta fé með vinnusinni.

Ég er raunar bara eftirlaunamaður hef ekki orðið var við skattalækkun en lífeyrir minn hefur hækkað um 10000 kr.  Eins og hann átti að gera. En ég er þakklátur fyrir að þessari  hækkun var flýtt. En þetta voru eins og við vitum hrunskerðingar sem launamenn hafa nánast einir borið.

En ég held að allir séu sammála um, að nauðsynlegt er að fara yfir tollamál og vörugjöld ásamt virðisaukaskattinn. Alltaf er auðvitað mismunandi áherslur um þessa skatta. En Framsóknarflokkurinn er líklega eini flokkurinn sem ekki vill hrófla við þessum sköttum.

Ég tek eftir því, að ráðherrann kallar veiðigjöldin skatta. Eins og allir vita eiga þetta að vera greiðslur fyrir aðgang að auðlindinni.  Líklega mun þessi sami ráðherra kalla hækkun á þjónustugjöldum í heilbrigðiskerfinu skatta en ekki þjónustugjöld.

Þessi verðmiði er reyndar afar hæpinn, vegna þess að allirþessir peningar áttu að verða til þess að kosta ákveðna hluti. Þá vaknar spurningin um hverjir eigi að borga.

Ég vil benda á það sem forseti ASÍ segir um þessar skattahugmyndir Bjarna 

Áhersla á skattalækkanir ekki reynst vel

 


mbl.is Bjarni Ben: „Skattar munu lækka frekar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Niður með flokksræði upp með lýðræði!

Sigurður Haraldsson, 6.4.2014 kl. 00:37

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það eru alltaf einhverjir sem skrifa hér skæting án þess að þora að setja nafn sitt undir. Slíkir aðilar reyna það bara einu sinni. Þ.e.a.s. eru afmáðir

Það eru staðreyndir, að á Íslandi hefur aldrei ríkt neitt skattajafnrétti og þeir stjórnmálaflokkar sem nú ráða stjórnarráðinu eru einmitt þekktir fyrir þá iðju sína að hygla ákveðnum hópum varðandi skattagreiðslur á kostnað annarra.

Það eru þá réttir og sléttir launamenn sem greiða svimandi háa skatta einkum þeir sem búa við lægstu launin og starfa t.d. hjá hinu opinbera eða hjá stærri fyrirtækjum.

Það verður tæplega slegið metið sem Davíð Oddsson setti í skattamálum. Launmenn hafa aldrei hvorki fyrr né síðar greitt hærri skatta heldur en einmitt upp úr síðustu aldamótum er Davíð var forsætisráðherra og Halldór utanríkisráðherra.

Á sama tíma greiddu fjármagneigendur smáaura í skatta og sama má segja um atvinnurekendur. T.d. útgerðarmenn. Eða um 10% af nettótekjum í heildarskatta af tekjum.

Þetta liggur allt fyrir í skýrslum hjá opinberum aðilum.

Ef einhver flokksforingi lofar skattalækkunum er hann að tala um skattalækkun hjá ákveðnum tiltölulega litlum hópum. Þá sennilega hjá þessum tilgreindu lágskattahópi.

Þá er vert að skoða það, að það er ekki sama að greiða skatta af nettótekjum og eða af brúttótekjum eins og launamenn þurfa að gera.

Kristbjörn Árnason, 6.4.2014 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband