Vafasamur samningur

  • Það er fullkomlega eðlilegt að ungt fólk í vinstri flokki telji að ríkja eigi fullkominn aðskilnaður á milli ríkis og þjóðkirkjunnar. A.m.k. að það ríki fullkomið jafnrétti milli trúfélaga gagnvart ríkisvaldinu og þá eftir vægi trúfélaga í íslensku samfélagi. 
Ég hef stoltur verið virkur í starfi þjóðkirjunnar í nær 30 ár og hef ekki látið áberandi persónur í ýmsum trúfélögum hvort sem það er innan þjóðkirkjunnar eða annarstaðar sem hafa gert eitthvað sem er refsilegt eða a.m.k. mjög athugavert og ekki til eftirbreytni eða fyrirmyndar trufla mig í minni trúar sannfæringu. Þá höfða ekki allir trúarsiðir kirkjunnar til mín sem ég þá sleppi. 

Trúfrelsi í mínum huga nær ekki aðeins til einstaklinga t.d. innan þjóðkirkjunnar sem hýsir fólk með aðeins mismunandi trúarskoðanir, sem ég tel fullkomlega eðlilegt enda þjóðkirkja. En einnig skal hún hafa ýmsar skyldur gagnvart öðrum trúfélögum. 

Helsti óvinur kirkjunnar er auðvitað sú tilhneiging hennar til að starfa sem stofnun enda var þjóðkirkjan fyrir örfáum árum ríkiskirkja og henni var stjórnað af landsfeðrum Íslands og þar áður af danska kónginum. 

Áður var ekki trúfrelsi á Íslandi og voru það einmitt pólitískir ráðamenn sem réðu því hvaða trúarbrögð þegnarnir ástunduðu að viðlögðum dauðarefsingum.

Því eru þessar fullyrðingar ritstjóra Fréttablaðsins  vafasamar: 
„Það fyrirkomulag er oft kallað ríkisstyrkur og mismunun, en á sér rætur í meira en þúsund ára sögu, þar sem kirkjan varð stærsti jarðeigandi á Íslandi. Hún hefur þannig sérstöðu sem ekkert annað trúfélag hefur. Greiðslan byggir á samningi ríkis og kirkju um jarðirnar frá 1997.

Það gæti verið kostur fyrir kirkjuna að rifta samkomulaginu og slíta alfarið þessu praktíska samstarfi við ríkisvaldið. Það myndi að minnsta kosti eyða misskilningnum um ríkisstyrkta kirkju. Það myndi hins vegar þýða að kirkjan yrði að fá bætur fyrir jarðirnar, sem gæti orðið dálítill hausverkur að reikna út“.


Til þess að þetta geti staðist í nútímanum verður þá að sanna það, að kirkjan hafi eignast þessar jarðir fullkomlega heiðarlega samkvæmt nútíma skilningi á því hvað telst vera heiðarlegt og eðlilegt. 

Þetta verður aldrei sannað og því er í meira lagi hæpið að þessi samningur frá 1997 standist, þegar hagsmunaaðlar voru að véla um þessi mál. Þegar þessi vélráð voru framin höfðu verðmæti jarða rýrnað mjög og ýmsir sóknarprestar setið þessar jarðir leigulaust og prestar í þéttbýli notið sambærilegra húsnæðis-fríðinda.

Það eina sem er heiðarlegt í þessu máli er, að öll trúfélög á Íslandi njóti verðmæti þessara jarða. Þar sem það var ríkiskirkja sem átti þessar jarðir og þar með öll þjóðin. En öllum íbúum landsins bar að tilheyra ríkiskirkjunni að viðlögðum þyngstu refsingum. 

Því voru jarðirnar í raun í eigu þjóðarinnar.

Eðlilegast væri og heiðarlegast, að öll trúfélög í landinu fái styrki til að hafa presta þjónustu sinni. Þetta yrði að fara eftir fjölda þeirra sem telja sig tilheyra hverjum og einu trúfélagi og eftir getu ríkisins til að styrkja trúarlíf landsmanna. 

Vert er að muna, að sagan er aldrei alveg rétt.

Við sem höfum llifað síðustu 6 árin með fulla rænu, höfum tekið eftir því hvernig hagsmunaðilar eins og stjórnmálaflokkar eru í því að reyna að breyta sögunni. Eitt er víst að að ráðandi öfl verða innan tvegjja áratuga búnir að falsa mjög alvarlega opinberar söguskýringar á aðdraganda hrunsins og á ástæðum fyrir því að það helltist yfir þjóðina.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband