Lög duga ekki á flugmenn

 

  • þetta var raunar vitað fyrir fram og hætt er við að þessi lög verði flugfélaginu miklu dýrari heldur en að ef forstjóri þess hefði haft vit á því að semja strax með eðlilegum hætti. 
    .
  • A.m.k. hefði félagið ekki skaðast eins og það virðist ætla að verða raunin.

  • Þarna er það auðvitað hrokinn sem tók völdin.

 

 

Forstjóri flugfélagsins breytist skyndilega í formann samtaka atvinnurekenda og hann reyndi að sýna ímyndaðann mátt sinn. Hann hélt að hægt væri að hnoða atvinnuflugmenn eins og leir. Rétt eins og forystumenn samtaka atvinnurekenda hafa gert árum saman við ófaglært verkafólk árum saman.

Hætt er við að annað starfsfólk flugfélagsins láti sér ekki duga þessi 2,8%. Það var raunar vitað löngu áður að aðrir starfsmenn flugfélagsins munu fá miklu meiri launahækkanir en látið hefur verið með af forstjóranum opinberlega. 

Almenningur hefur horft á það mánuðum saman að ríkisstjórnin hefur verið að færa milljarða króna frá almenningi í hendur útgerðamanna. Þessi millifærsla á sér enga líka. Þá hafa launamenn einnig séð ríkisstjórnina lækka skatta á hálaunafólki sem þýðir bara eitt. Að það verða lagðir hærri skattar á almenning í landinu ef ekki með beinum hækkunum þá með t.d með hækkun á öllum þjónustugjöldum.

 

  • Það er gamla frjálshyggjuleiðin sem blífur nú. 

  • Hver er skoðun eigenda flugfélagsins á þessu háttarlagi?  
  • Eins og allir ættu að vita, að þá eru það lífeyrissjóðir launamanna sem eiga þetta flugfélag.

 


mbl.is Fleiri flugferðir felldar niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband