Þá vitum við hvert siðvitið er

 

  • Þetta athæfi verður ekki afsakað með orðhengilshætti. 
    .
  • Þetta er heldur ekki flokkspólitískt mál, þetta er siðgæðisbrestur ráðherranna.
    .
  • Menn verða að hafa í huga að vandi fylgir vegsemd hverri. 

 

 

Fyrir örfáum árum var íslenskt viðskipta samfélag gegnsýrt af allskonar tengingum. Á bak við tjöldin voru flest fyrirtæki með með hverskyns þræði milli sýn sem fóru leynt fyrir almenningi og raunar einnig opinberum stofnunum. Þetta voru kölluð krosseignabönd eða tengsl

Á þessum tíma voru fjölmargir áhrifamiklir stjórnmálamenn innvinklaðir í þessi tenglanet fyrirtækja og sjóða með ýmsum hætti. Flestir þessara stjórnmálamanna voru síðan að þiggja gríðarlega háa styrki frá  hinum og þessum fyrirtækjum. 

Einnig stjórnmálaflokkar einkum Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Framsóknarflokkur. Mjög oft voru þetta einmitt þau fyrirtæki sem höfðu hagsmuni af því hvernig kaupin  gerðust á hinu háa Alþingi. 

Það sköpuðust hagsmunatengsl sem náðu inn á Alþingi og slík tengsl eru enn við lýði og haf agreinilega mikil áhrif á ákvarðanir núverandi ríkisstjórnar. 

 

  • Þetta er auðvitað hrein spilling. 

 

Ekki ætla ég mér að væna þá Sigmund Davíð og Bjarna um óheiðarleika  og eða að þessi veiðiskapur sé einhver hluti af einhverju spillingarfeni. Þetta er bara mjög slæmt fordæmi og gefur því hugarfari undir fótinn að það sé bara allt í lagi að kjörnir fulltrúar á Alþingi og jafnvel ráðherrar þiggi ýmis boð og gjafir. 

Þetta boð er auðvitað gjöf til þessara ráðherra. Málshátturinn Æ sér gjöf til gjalda lýsir þessu vel og vísar til þess að sá sem gefur væntir þess að fá eitthvað í staðinn.

Menn mega ekki gleyma því, að Sigmundur Davíð var kosinn formaður Framsóknarflokksins út á það m.a. að hann væri maður nýrra tíma og ekki tengdur við spillingarvinnubrögð gömlu foringja flokksins.

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki búinn að gera upp sína spilltu fortíð sem var svo áberandi á fyrstu árum þessarar aldar. Satt að segja hélt ég að stjórnmálamenn í dag væru sammála um að taka ekki aftur upp þessa spilltu siði.

Ég er enn á þeirri skoðun að þessir tveir ráðherrar ætli sér það ekki. En hvað geta þeir sagt ef aðrir ráðherrar fara þiggja gjafir og eða þingmenn? Þeir geta ekkert sagt því að þeir hafa gefið fordæmið og þeir eru foringjarnir. Eftir höfðinu dansa limirnir.

Þetta var auðvitað ekki lagabrot heldur brot á siðferðilegum reglum sem hafa orðið til eftir hrun og þjóðin var sammála um að slíkar reglur bæri að hafa í heiðri. Þetta er afar slæmt fordæmi.


mbl.is Fyrsti laxinn á land í Norðurá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband