Merkileg afstaða margra fjölmiðla í sakamálum fjármála-aflanna

 

  • Auðvitað eiga allir sem bornir eru einhverjum sökum að njóta sannmælis og verða dæmdir samkvæmt lögum landsins. 
  • Þessi málaferli öll vekja litla athygli almennings og svo virðist sem almenningur láti sem þessi mál komi sér ekki við.

 

Það virðist ljóst á málflutningi flestra fjölmiðla landsins að þeir taka málstað þeirra sem ásakaðir hafa verið þegar fylgst er með vinnubrögðum þeirra.  Þau kappkosta greinilega að gera lítið úr vinnubrögðum sérstaks saksóknara.

Það er gjarnan básúnað þvert á forsíður þegar stjörnulögmenn á Íslandi (sem ekki eru lögmenn þjóðarinnar) tekst með alkyns brögðum að klekkja á saksóknaranum. Mál verða jafnvel ónýt af miklum töfum og af tæknilegum ástæðum en ekki vegna þess að sakborningur sé saklaus. Það virðist vera algjört aukaatriði í þessum málum.

Helsti lærdómur alþýðunnar í landinu af öllu þessu sjónarspili sem hljóta að kosta ógrynnii fjár. Er að lögin eru ófullkomin og götótt, dýrir lögmenn sem lið fjármálaspekulantanna hefur í daglegri vinnu hjá sér, virðist geta fundið allskyns leiðir til að fara á svig við gildandi lög í landinu og almenn viðhorf um hvað er rétt og hvað rangt.

Því er það býsna sérkennilegt þegar þessu lögmannastóði er hrósað daglega í þessum fjölmiðlum fyrir að klekkja á dómskerfi landsins. Eina haldbæra skýringin á þessu háttarlagi fjölmiðla er, að þessir aðilar bornir eru þungum sökum eru meira og minna eigendur þessara fjölmiðla eða eru í mjög sterkum tengslum  við þessa eigendur.

M.ö.o. fjölmiðlarnir eru ekki hlutlausir og þeir taka sér stöðu með meintum sakborningum. 

Þessi staða kalla á nýjar lagasetningar sem standast þessi áhlaup peningamanna.


mbl.is Kerfisbundin „mistök“ saksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þér hefur ekki dottið í hug eftir slakan árangur sérstaks saksóknara að þar sé um að ræða augljósa krossferð gegn fólki þar sem lítil eða engin sönnunargögn um lögbrot liggja fyrir? Að embættið hafi verið búið til til þess að friða villtan lýðinn sem krafðist refsinga fyrir athafnir sem lögin heimiluðu? Finnst þér ekkert athugavert við það að ákærandi skuli fyrst ákveða sekt og síðan beita öllum ráðum, löglegum og ólöglegum, til að byggja ákæru? Finnst þér ekkert athugavert við það að eftir 6 ára rannsóknarvinnu skuli alvarlegasta brotið vera framið af rannsóknaraðilum sjálfum?

Sjálfum finnst mér gott að lögmenn sakborninga skuli vinna vinnuna sína, gott ef fleiri gerðu það sama. Gott að fjölmiðlar opinberi rannsóknaraðferðir, kostnað og árangur svo við skattgreiðendur sjáum hvað við erum að borga fyrir og á hverju við megum eiga von. Gott að ekki skuli vera hægt að loka menn inni fyrir það eitt að vera gráðugir illa liðnir siðleysingjar. Gott að dómstólar skuli fara eftir lögunum þegar skríllinn krefst þess að refsað sé fyrir að fara ekki eftir einhverjum almennum viðhorfum um hvað sé rétt og hvað sé rangt.

Refsigleði Íslendinga er mikil þegar þeim mislíkar eitthvað. Og fúlast þykir þeim að dómstólar og fjölmiðlar skuli ekki vera þeim handgengir í múgsefjuninni.

Hábeinn (IP-tala skráð) 7.6.2014 kl. 15:23

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Hér vælir einhver alveg þráðbeinn og bullar einhverja vitleysu. Líklega er hann einn þeirra sem hefur verið rannsakaður. Það er auðvitað auðvelt að vera með ein gífurmæli undir dulnefni.

Kristbjörn Árnason, 7.6.2014 kl. 17:56

3 identicon

Fyrir hrun þá var áróðurinn opinber og blygðunarlaus nú er hann meira að læðupúkast með keyptum leigupennum sem þykjast vera óháðir.

Þessi réttarhöld eru farin að minna á amerískan farsa þar sem sönnunargögn eru ekki leyfð vegna "tæknilegar" anmarka 

En réttindi almúgans sem tapaði öllu sínu sparifé er einskis virði - just bend over and we will F*** you again

Grímur (IP-tala skráð) 7.6.2014 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband