Starfsfólk í iðnaði greiðir þessum formanni launin

  • En ekki eigendur fyrirtækjanna.
    *
  • Það er mikilvægt að launafólk sé með þetta á hreinu
    *
  • Þetta er í raun sá hluti launatengdra gjalda sem fyrirtækin skila frá sér en eigendur þeirra segja aldrei frá í umræðunni en starfsmenn standa undir þeim með vinnu sinni eins og öðrum launatengdum gjöldum. Það er ansi há upphæð.

 

Samherji sem er útgerðarfyrirtæki birti lista á dögunum um slík launatengd gjöld og kaus auðvitað að sleppa þessum lið sem eru félagsgjöld fyrirtækisins til hagsmunafélags útgerðarmanna á Íslandi.

Þessi forystumaður í iðnaði, Guðrún Hafsteinsdóttir stendur fyrir stóran hlut fyrirtækja sem greiða lægstu launin.

Hún tekur þátt í þeirri staðhæfingu að ekki sé hægt að hækka lægstu laun upp í 300 þúsund á mánuði innan 3 ára. Klifað er á því að auka þurfi framleiðni og hópur hagfræðinga taka undir í viðlaginu.

Ásgeir Jónsson hagfræðingur talar og segir þetta vegna launakrafna almennings:

„Hin raunverulega undirstaða kaupmáttar er aukin framleiðni. Þegar litið er til lengri tíma er hægt að búast við 1-3% framleiðniaukningu ári og það er sú prósenta sem kaupmáttur getur vaxið um að meðaltali. Máltækið segir að sígandi lukka sé alltaf best og það á einnig við í þessu tilviki. Ef almennt launastig hækkar umfram þetta mark, versnar samkeppnisstaða íslensks atvinnulífs sem því nemur. Ef slíkar hækkanir safnast upp mun það fyrr eða síðar leiða til gengislækkunar, eða leiðréttingar á íslenskum launum við umheiminn. Það hafi gerst reglulega hérlendis, nú síðast 2008,“ segir hann.

En Ásgeir Jónsson af ásettu ráði væntanlega, leiðir hjá sér að minnast á þá staðreynd, að framleiðniaukn-ing hvort um er að ræða vinnuaflsins eða fjármagnsins er ekki í höndum launafólksins.

Það hvoru tveggja liggur í höndum atvinnurekandans. Það hefur verið margskoðað, að vinnuhraði og færni íslenskra launamanna er síst lakari enn í þessum samburðarlöndum.

Það væri e.t.v. rétt fyrir hagfræðinginn að skoða hvað hin mikla skuldsetning í íslensku atvinnulífi hefur á framleiðni fjármagnsins undanfarna áratugi og ekki síður á framleiðni vinnuaflsins.

Samfara miklum og endalausum úttektum á fjármunum út úr rekstri fyrirtækjanna án þess að verðmæti komi í staðinn og allt skrifað á rýrnun. Auk þess fyrirtækin eru látin standa undir stórfelldum einkarekstri eigenda sinna, skýringalaust. 

Þegar lengst gengur er starfsfólk ásakað um stórfellda þjófnaði úr fyrirtækjunum. Samber háttarlag kaupmanna sem árlega ásaka starfsfólkið um stórfelldan þjófnað.

Þá hefur þessi mikla miðstýring á kjarasamningum þau áhrif að það dregur úr framleiðni, framleiðendur eru hættir að þurfa að axla ábyrgð á rekstri sínum.

Oft hafa launamenn farið í átak með framleiðendum til að auka afköst sem ætti að hafa jákvæð áhrif á framleiðni.

Sjaldnast fá launamenn slíkt framtak launað með hærri launum vegna miðstýringarinnar í kjaramálum á Íslandi.

Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, segir launakröfur verkalýðshreyfingarinnar muni ekki skapa aukinn kaupmátt.
WWW.VISIR.IS

mbl.is Formaður Samtaka iðnaðarins fær 617 þúsund á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband