Enn skal höggva í sama knérunn

  • Enn eina ferðina ákveður bæjarstjórn þriðja fjölmennasta byggðarlags á Íslandi að ráðast á stöðu eins launamanns. Á heiðarlegan mann sem var hrakinn úr störfum.
    *
  • Enn skal ráðast á tjáningafrelsi kennarans Snorra Óskarssonar, en forsvarsmenn bæjarins vilja ekki bara ráða tjáningafrelsi hans í vinnunni heldur einnig í frítíma hans.
    *
  • Það er einnig ráðist á trúfrelsi Snorra en samkvæmt stjórnarskrá skal ríkja trúfrelsi á Íslandi.

Í tvö skipti hefur Snorri haft betur í glímu sinni við þennan Golíat, þarna eru greinilega litlir karlar ferð sem hafa verið kosnir í bæjarstjórn Akureyrar er telja sig hafa vald til að belgja sig út yfir skoðunum  Snorra , sem hann lætur  ljós í sínum frítíma.

Í sveitarstjórnarkosningunum var ekki kosið um stöðu Snorra sem kennara á Akureyri. Þeir hafa a.m.k. ekki pólitískt umboð til a ráðast svona á kennarann.

Það er nákvæmlega ekkert í ráðningasamningi kennara sem gerir ráð fyrir að þeir fórni skoðunum sínum og tjáningafrelsi. 

Innanríkisráðuneytið hefur sagt uppsögn bæjarins á Snorra úr starfi sem kennara vera ólöglega. Einnig héraðsdómur og það þarf ekki vitnanna við.

Þarna ákveður fjölskipað vald að ráðast á einstakling sem hefur sinnt sínum störfum athugasemdarlaust árum saman.

Það er að mínu mati, aðeins lítilmenni sem svona haga sér og virðast láta fordóma ráða sínum gjörðum.

  • Við kennarar, hljótum að taka til varna fyrir þennan félaga okkar.

mbl.is Áfrýja máli Snorra til Hæstaréttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Heyr, heyr Kristbjörn, það er ólíðandi hvernig bæjaryfirvöld á Akureyri hafa að ósekju ráðist á Snorra vin minn, en það er þeirra mál ef þeir vilja verða sér til enn frekari minnkunnar.  Verði niðurstaða Hæstaréttar Akureyrarbæ í vil, er úti um tjáningarfrelsi á Íslandi.

Tómas Ibsen Halldórsson, 24.4.2015 kl. 17:15

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Tómas, þetta er ekki bara árás á Snorra. Þetta er árás á tjáningar- og skoðanfrelsi allra kennara. Jafnvel má segja að þetta sé einnig árás á skoðana- og tjáningafrelsi launamanna almennt. 

Mér er lífsins ómögulegt að skilja það, að gamlir samkennarar Snorra skuli ekki segja eitt einast orð. Eru þeir virkilega hræddir við skólastjórann og bæjarstjórnina? Er þessi aumingjaskapur kennaranna að segja alþjóð að þeir séu beittir einhverri kúgun.

Hvar er svæðisfélag grunnskólakennara sem kennarar á Akureyri eru í?  Er þetta bara dautt félag einhverra aumingja? Ég bara spyr.

Þetta mál er þegar orðið grafalvarlegt.

Kristbjörn Árnason, 24.4.2015 kl. 17:45

3 Smámynd: Kristján H. Kristjánsson

Mjög undarlegt hjá bæjarráði Akureyrar að ofsækja Snorra sem tjáir sig mun vægar um samkynhneigð en Martin Luther, sem þjóðkirkjan er nefnd eftir. Martin Luther skrifaði á þýsku er hér þýtt á ensku: ,, The vice of the Sodomites is an unparalleled enormity. It departs from the natural passion and desire, planted into nature by God, according to which the male has a passionate desire for the female. Sodomy craves what is entirely contrary to nature. Whence comes this perversion? Without a doubt it comes from the devil. After a man has once turned aside from the fear of God, the devil puts such great pressure upon his nature that he extinguishes the fire of natural desire and stirs up another, which is contrary to nature." (Plass, Ewald Martin. What Luther Says: An Anthology, Volume 1, 1959. p. 134.).

Kristján H. Kristjánsson, 24.4.2015 kl. 17:46

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Kristján, ég er ekki að fara í vörn fyrir skoðanir Snorra, það er langt í frá. Ég heldur engar forsendur til að rökræða um það sem Marteinn Lúter á að hafa sagt í þessum efnum.

En Lúter sagði einnig að menn ættu að hafa frelsi til að túlka boðskap Jesú og það dugar mér. Það var einnig forsenda þess að til urðu ýmis kristin trúfélög og fólk hafði nú leyfi til þess í okkar heimshluta að hafa mismunandi skoðanir.

Ég vil ekki að menn fari í þessar túlkanir á minni síðu

Kristbjörn Árnason, 24.4.2015 kl. 17:53

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég tek undir með þér Kristbjörn, árásin á Snorra er ekki bara á hann einann, heldur alla þá sem hafa sjálfstæða hugsun og skoðanir sem lúta ekki pólitískum rétttrúnaði.  Já, hvar eru allir kennararnir sem kennt hafa með Snorra í gegnum tíðina?  Þeir vita að hann hefur verið vinsæll kennari og góður fræðari. Óttast þeir kannski pólitísku rétttrúnaðar öflin?

Af eigin raun veit ég að hann er góður félagi.

Ég veit að meiri er sá sem með Snorra er, það er sá Drottinn sem hann boðar, heldur en öll lögfræðistéttin til samans.

Tómas Ibsen Halldórsson, 24.4.2015 kl. 17:59

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þessi ástæða fyrir uppsögn er að sjálfsögðu ekki gild. En það hlýtur að vera tímaskekkja að opinberum starfsmönnum megi ekki segja upp í starfi. Við iðnaðarmenn vildum nú gjarnan hafa þau sömu réttindi. Ég veit um dæmi frá Hveragerði fyrir nokkrum árum þar sem 13 ára stúlka varð fyrir einelti frá hendi kennara. Það mátti ekki segja kennaranum upp svo niðurstaðan var sú að að hún varð að skipta um skóla.

Jósef Smári Ásmundsson, 24.4.2015 kl. 19:59

7 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það er alveg leyfilegt að segja upp kennurum sem starfa hjá sveitarfélögunum t.d. ef þeir ráða ekki við starfið og er það algeng ástæða t.d. þegar um nýja kennara er að ræða. Einnig ef þeir hafa gert alvarleg mistök í starfi.

Þegar kennari er skipaður sem embættismaður og starfar hjá ríkinu getur það verið snúnara. 

Menn geta einnig haft róttækar pólitískar skoðanir og geta af þeim ástæðum  staðið höllum fæti. Ég var svo heppinn að þar sem ég starfaði lengstum sem grunnskólakennari, gerðist það nokkrum sinnum að foreldri hafði samband við skólastjórann og upplýsti hann að ég væri hættulegur börnum þar sem ég væri kommi.

Konan sem var skólastjóri á mínum bæ sem hafði mjög sterk tengsl við Sjálfstæðisflokkinn fór ævinlega í vörn fyrir mig. Hún sagði mér jafnan frá þessum aðilum sem höfðu svona pólitísk afskipti. Ég hef alltaf kunnað að meta það við hana. 

Það er betra að haga sér rétt ef maður hefur sterkar skoðanir, því hef ég ríkan skilning á stöðu Snorra þótt ég sé ósammála honum í trúarskoðunum og einnig hvað þetta umrætta málefni varðar.   

Kristbjörn Árnason, 24.4.2015 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband