Það eru örugglega skiptar skoðanir um hver sýnir hroka

  • Hvort það eru alhörðustu blástakkarnir með rætur í gömlum nasistahreyfingum eða ungt menntafólk, sem sættir sig ekki við þann valdhroka sem félagar Bjössa er gjarnt að sýna venjulegu fólki ævinlega. Breytir engu. 

 

  • Það er von að sumir séu ergilegir. Því nú er svo komið fyrir fína yfirstéttar fólkinu, að það fær hvergi frið til að sýna sauðsvörtum almúganum hvað það á flott föt. Einnig hvað það er með flotta hárgreiðslu.

Allstaðar er þessi bölvaði spjaldaskríll að eyðileggja heilagar helgistundir betra fólksins. Þetta er bara öfundarfólk og aumingjar sem ekkert geta nema vælt.

Ef einhver hópur finnur hjá sér hvöt til að mótmæla einhverju sem yfirvöld sýna fólki, t.d. yfirvöld sem leyfðu sér að bjóða fólki gull og græna skóga fyrir síðustu kosningar og sviku það síðan eins og núverandi stjórnflokkar hafa svo sannarlega gert.

Það er s.s. ekkert nýtt undir sólinni það hafa flestir flokkar gert til þessa komist þeir í ríkisstjórn.

Morgunblaðið hefur einmitt nýlega bent á þá staðreynd, að samfélagsmiðlarnir sjá til þess að stjórnmálamenn komast ekki upp með það lengur að ljúga að fólki viljandi. En það er augljóst að það hefur núverandi forsætisráðherra gert. 

Það er einnig eðlilegt að slíkir aðilar velji sér stað og stund til að ná til fjöldans án þess þó að vera með skandal.

Tveir núverandi forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa sýnt almenningi fordæmið og það hafa fyrri ráðherrar gert einnig.

Ævinlega þegar þessi ríkisstjórn kemur fram eitthvað nýtt og stórkostlegt að þeirra mati fara þeir með málið út fyrir Alþingi, t.d. í Hörpuna og eru með skrautleg glærusjóv.

Þessi almenningur getur ekki sótt aur í ríkissjóð til að kosta sýningar og verður því að koma sínum sjónarmiðum til skila án þess að það kosti peninga. 

Ætli maður megi vera á röndóttum sokkum á Austurvelli á 17. júní.


mbl.is „Til marks um forkastanlegan hroka“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Um að gera að leyfa engum að heyra röksemdir "hinna"

sumstaðar er það kallað rasismi þegar einungis "réttum" röddum er leyft að hljóma

heilalausir mótmælendur sem héldu áfram hummi sínu allan tíman

líka þegar stúlkakórinn söng og Fjallkonan flutti ræðu

ósköp leiðinglegt sjálfhverft fólk

sem ekkert tillit tekur til annarra

ég veit ekkii hvers vegna maður er hissa maður sér þetta fólk í umferðinni á hverjum degi

Grímur (IP-tala skráð) 17.6.2015 kl. 19:55

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Grafarholtsbúi. Myndir þú þá mæta með hávaða og ólátum fyrir frama kirkju þar sem verið er að predikara yfir nílátnum föðurlandsvini. Það eru yfir 300 þúsund manns í þessu þjóðfélagi og við viljum frið til að minnast á baráttu okkar að halda þessari þjóð sjálfstæðri. Við viljum frið til að gleðjast og dansa dátt  en ekki vera með ólund og útásetningar á þessum degi. Hver ert þú Grafarholts búi og hvar hefir þú fengið leifi að vanhelga þjóðhátíðardag okkar Íslendinga. Hver ert þú. Hver ert þú hin ógeðfeldi Grafarholtsbúi þetta er ekki bara dagur yfirstéttar fólksins þetta er dagur okkar sem búum þetta land.

Valdimar Samúelsson, 17.6.2015 kl. 21:37

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Ekki veit hver þú ert Valdimar, þú ert auðvitað yfirmáta geðfelldur.

Ekki hef ég vanhelgað þennan hálfguð þinn Valdimar, það er bara ekki hægt þar sem hann er dáinn Þótt ég sé fæddur og uppalinn að hluta í Þingholtunum í Reykjavík, þá hef ég ekki komið á Austurvöll á 17. júni síðan líklega um 1953. 

Ég trúi ekki á þennan mann og hann hefur aldrei verið þjóðhetja allra íslendinga og alls  ekki almúgans í sínu lífi að mínu mati og ekki eftir að hann lést. Ég eins og þú hef verið andsnúinn því að Ísland gangi lengra inn í ESB en orðið er, ég tel mig hafa rétt til að hafa sjálfstæða skoðun varðandi það mál eins og önnur.

Það var vissulega yfirstéttin sem hefur reynt að gera þennan mann að þjóðhetju, manninn sem hafði nákvæmlega engan áhuga á stéttlausa fólkinu í landinu á sinni tíð. Stéttlausa fólkið var auðvitað vinnufólkið á sveitabæjunum sem var algjörlega réttindalaust voru raunar bara þrælar.

Þó var lifandi umræða í Kaupmannahöfn um stöðu þessa fólks á hans tíma þar, raunar  mjög öflug og raunar um allann almúgan í Danmörku allri. Það kemur fram í bók eftir Indriða  Einarsson útg. 1911 og vitnað í að Hrafnseyri í dag (fæðingarstað Jóns) að Jón hafi verið andsnúinn jafnrétti kynjanna.

Eftir tvo daga minnast íslendingar þess að allar konur og karlar í almúgastétt fengu kosningarétt fyrir 100 árum. Slíkt réttlætismál hefur tplega verið áhugamál Jóns. Eða 19 . júní 1915 með breytingum á danskri stjórnarskrá.

Bara svo þú vitir það Valdimar, það fór ekki fram nein jarðarför á Austurvelli í dag.

Athöfnin á vellinum ár hvert 17. júní er mjög pólitísk athöfn. Þar hafa t.d. stigið fram forsætisráðherrar sem voru fylgjandi lokainngöngu Íslands inn í ESB og töluðu óhikað fyrir því úr þessum ræðustól.

Þar á ég við bæði Jóhönnu Sigurðardóttur og Halldór Ásgrímsson. 

Guð blessi þig Valdimar.

Kristbjörn Árnason, 17.6.2015 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband