Vanþekking heilbrigðisráðherra

  • Hann fær enga hjúkrunarfræðinga úr Evrópu sem vilja ganga í störf íslenskara hjúkrunarfræðinga sem hafa orðið að segja upp störfum vegna kjaradeilna.
    *
  • Slíkum einstaklingum ef þeir fengjust frá Asíu t.d. yrði heldur ekki vært á Íslandi í slíkum hlutverkum.

Íslenskir hjúkrunarfræðingar eru aðilar að alþjóðlegum samtökum, bæði norrænum, Evrópskum og hnattrænum þar sem ríkir mjög sterk samstaða um að félagar ganga ekki í störf þeirra sem vegna kjaradeilna neyðast til að hætta störfum.

Þetta er bara barnalegt hjá ráðherra að halda, að hann fái erlenda hjúkrunarfræðinga til að ganga í störf íslenskra hjúkrunarfæðinga við þessar aðstæður.

Þessir ráðherrar verða bara að brjóta odd af oflæti sínu og eiga heiðarlegar viðræður við starf fólk ríkisins. Önnur leið er ekki til út úr stöðunni.

  • Þá er það bara ómerkilegur áróður  að halda því fram, að ef  laun opinberra starfsmanna hækki með öðrum hætti en samtök atvinnurekenda og forystu-menn í flóafélögunum ásamt VR hafa komið sér saman um að laun opinberra starfsmanna megi hækka um.
    *
  • Hækki laun allra í samfélaginu. Það er bara rugl.

Ríkisvaldið getur ekki látið múlbinda sig með slíkum hætti og má það ekki. Þess verður að gæta, að þegar Flóafélögin komu inn í myndina voru flestir háskólagengnir opinberir starfsmenn búnir að vera í verkfalli í langan tíma.

Ef þessi félög færu að beita einhverjum úrræðum mætti alveg eins beita lagasetningum vegna neyðarástands.

Ríkisstjórnin hunsaði alltaf  sitt starfsfólk.

Þá er ekkert eftir nema neyðarrétturinn, margir hafa sagt upp störfum og getur uppsagnarfresturinn varað í allt að 6 mánuði. 

Miklu vænlegri leið er að minnka afköstin á sjúkrahúsunum og allstaðar þar sem háskólamenntað fólk er í störfum hjá ríkinu. 

Það er enginn hætta á ferð,  ríkið þarf þá að fjölga fólki og fólk bíður ekki í röðum til að fara í þessi illa launuðu störf.

Ekki má gleyma því, að félögin úti á hinum almenna vinnumarkaði hér í kringum flóann voru að semja um miklu hærri laun fyrir sitt fólk en ríkisstarfsmenn fá.

Skortur á hjúkrunarfræðingum er alþjóðlegt vandamál hér er eitt dæmið:

Hjúkr­un­ar­vand­inn í Bretlandi á hættu­stigi

 


mbl.is Misgóð reynsla af erlendu starfsfólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alþjóðlegur skortur á fólki til heilbrigðisþjónustu. Vandmálið í íslensku heilbrigðisþjónustinni er margbrotið.  Menn hafa grafið höfðinu ofan í sandinn og í raun neitað vandamálinu. Grundvallaratriðið er að það er í raun veitt of litlu fjármagni og ef við ætlum að nálgast td. nágrannalöndin (Svíþjóð, Danmörku) þarf að auka fjármagn um ca. 2.000 dollara á haus á ári sem gerir litlar 84 miljarða á ári. Síðan bætist það við að risaárgangar eftirstríðsáranna eru komnir yfir 60 og 70 ára aldur sem mun valda stigvaxandi álagi á heilbrigðiskerfið og væntanlega 2 falda kostnað á næstu 2 áratugum. Síðan bætast atriði eins og húsnæðisvandi og það eina sem skorið var af stjórnsýslunni í tíma fráfarandi vinstristjórnar var úr heilbrigðiskerfinu. 

Bæði hvað varðar læknisþjónustu og hjúkrunarþjónustu er ástandið í raun þegar orðið ískyggilegt. 1/3 íslenska heimilislækna er yfir 60tugt og 2/3 er yfir 50tugt, nýliðunin er nánast engin. Öll sérmenntun íslenskra lækna er erlend, þeas eftir 6 ára nám og 1 ár í kandídatsár, Stór hluti tekur auk þess grunnnámið erlendis. Læknar eru ekki að skila sér tilbaka enda er íslenska heilbrigðiskerfið í samkeppni við þau lönd sem lækinar sérmennta sig (Bandaríkin, Svíþjóð, Noreg, Danmörk, Holland ofl.) í og það eru lönd sem eyða miklu meira í sitt heilbrigðiskerfi en íslendingar og miða þeir eða réttara sagt þær enda er stór meirihluti nýútskrifaðara lækna kvennkyns lífskjör sín og vinnutíma við það sem það fær erlendis. 
Það er í raun lítill munur á launum lækna og hjúkrunarfræðinga ef tekið er tillit til vinnutíma.
Klárlega er mikil óánægja á Íslandi sérstaklega meðal háskólamenntaðra stétta sem vinna hjá ríkinu og viðbúið er að það verði áframhaldandi fólksflótti og sem augljóslega smitast yfir á þá sem eftir eru þar sem álagið verður meira þannig að þetta er í raun orðinn vítahringur.  Manneklu og fólksflótta og það er í raun óendanlegur akur fyrir sérhæft heilbrigðisstarfólk í nágrannalöndum okkar.

Gunnr (IP-tala skráð) 16.7.2015 kl. 14:44

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

takk fyrir málefnalega umræðu Gunnar, en ég er fyrst og fremst að benda á það, að það er frumskylda stjórnvalda að eiga samræður við þetta fólk. Til að finna leiðir út úr þessum vanda. 

Stjórnvöld hafa haldið sig í leynum, en eru nú farin að senda frá sér skeyti úr fylksnum sínum í stað ábyrgra vinnubragða. 

Ég er viss um að stéttir háskólamanna ætlast ekki til einhverra galdra af stjórnvöldum heldur miklu fremur til þess,  að sameiginlega verði gerðar áætlanir um framtíðarlausnir sem þessar stéttir geta treyst á. 

Að þeim lausnum verða að koma breiðari hópur en bara einhver ein ríkisstjórn á hverjum tíma. Það er tiltölulega auðvelt að komast framhjá þeim gammbít sem samtök atvinnurekenda og nokkur stéttarfélög telja sig hafa sett á stjórnvöld.

Það er þegar til fordæmi gagnvart því, en ef þessi samtök ætla sér í átök vegna einhverra bókanna í tengslum við kjarasamninga. Nægir að nefna BHM og árið 1990 og hvað gerðist þá.

Kristbjörn Árnason, 16.7.2015 kl. 17:56

3 identicon

Klárlega er ein afleiðing þessara efnahagslegu ófara Íslands og bankhruni sú að fólk fórnaði heilbrigðiskerfinu enda var þar stærsti sparnaðurinn bæði í fækkun fólks og niðurskurði á fjárframlögum. Það má líkja þessu við Titanic það er búið að keyra á ísjakann og sjór er farið að flæða inn. Barinn er opinn og tónlistarmenn spila þó að halli smá halli en síðan tekur þetta stuttan tíma. Vítahringur undirmönnunar, lélegra launakjara og hörmulegrar vinnuaðstöðu mun með vaxandi hraða að óbreyttu tæta í sig restarnar og skortur á nýliðun og gríðarlega hár aldur mun í raun flýta ferlinu og þar er íslenska heilbrigðiskerið gjörsamlega háð erlendri læknisfræðiþekkingu og þar er sérfræðimenntun lækna afgerandi og fólk hefur kosið annan starfsvettfang en Ísland og slík sérfræðimenntun tekur 5-12 ár til viðbótar grunnmenntun til viðbótar hafa margir læknar lokið doktorsnámi (PhD/dr. med.)sem tekur 3-5 ár. Íslenska heilbrigðiskerfið með Landspítalann í fararbroddi er nánast búinn að rústa sínu orðspori sem atvinnuveitandi og hefur lítinn sem engan trúverðugleika enda er hægt að grafa upp hafsjó af orðskrúði og innihaldslausum loforðum síðustu 2-3 áratugi. "Put the money where your mouth is." og það mun þýða að skera niður gæluverkefni og nota sparnaðinn í heilbrigðiskerfið enda mun algjört hrun þar kosta margfalt meira enda getur Ísland ekki keppt við nágrannalöndin í launum eða aðstöðu og láglaunaeyjan Ísland með hið agnarsmáa málsvæði verður seint samkeppnishæft. Ísland er að dragast afturúr norrænu nágrannalöndum okkar þannig að ástandið mun að óbreyttu versna það þýðir ekki að lappa upp á kerfið með 1-2 miljörðum það vantar tugi miljarða á ári til að halda við kerfinu til viðbótar húsnæði og væntanlega þarf að endurskipuleggja kerfið. Fækka stjórnendum og millistjórnendum og nota það sem sparast til að hækka launin. Ísland er með miðstýrðasta heilbrigðiskerfi heims ef undan er skilið Kúba og Norður Kórea og ættum að færa kerfið í átt að þeim löndum við viljum líkja okkur við. Norðurlöndin, Holland og Bretland.

Gunnr (IP-tala skráð) 16.7.2015 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband