Aldrei þessu vant er ég dalamanninum sammála.

  • Það er auðvitað stóra vandamálið á Íslandi, að þjóðin skuli ekki getað tekist á við verðbólguna.  

Verðtryggingin sem á að vera lausnin en er það ekki því hún er löngu orðin hin stóra meinsemd samfara frjálsum okur vöxtum bankanna sem koma til viðbótar við verðtrygginguna + allskonar kostnaður.

Þ.e.a.s. að það er nákvæmlega engin samkeppni milli bankanna.  Auk þess öll efnahagsstjórn  er afar áhrifalítil vegna greiðsludreifingarinnar.

Ég dreg alvarlega í efa að þótt til landsins komi útibú frá erlendum banka að það muni lækka t.d. útlánsvexti og bjóða betri ávöxtun á sparifé.

En þjóð sem ekki þolir að verðtrygging sé á öllum fjármála sviðum samfélagsins getur ekki tekið upp Evru.

Það kemur alltaf betur og betur í ljós, að þeir sem hafa sterkustu samningsstöðuna á hverjum tíma nýtur góðs á því misrétti sem nú þrífst í landinu.

Jóhannes Nordal seðlabankastjóri sem var hinn helsti baráttumaður fyrir því að verðtryggingin var tekin upp, sagði að útlán með verðtryggingu þyrfti ekki að bera nema 1 – 1,5% vexti að hámarki. Í lokin hafði hann hækkað þetta hámark í 2% sem algjört hámark.


mbl.is Vandinn er verðtryggingin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þá virðist þið eiga það sameiginlegt að hafa ekki hundsvit á efnahagsmálum........

Jóhann Elíasson, 25.8.2015 kl. 13:00

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það er áreiðanlega rétt hjá þér Jóhann.  En þótt svo sé að þá er verðtryggingin á annan vegin ekki sú lækning sem menn hafa vonast til.

Reyndar var það skoðun Jóhannesar Nordal að launasamningar ættu einnig að vera verðtryggðir samkvæmt ákveðinni og sanngjarnri vísitölu. En sú verðtrygging var síðan bönnuð í maí 1983.

Því segi ég það, að sú þjóð sem ekki þolir slíkar verðtryggingar á fjármálagjörningum þolir heldur ekki evru

Kristbjörn Árnason, 25.8.2015 kl. 13:09

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er alveg sammála þér með það að evra hefur ekkert hér að gera enda hefur það sýnt sig að hún virkar ekki nema hjá "herraþjóðinni" Þýskalandi.  Í sjálfu sér er ekki verðtryggingin vandamálið hérna heldur er það verðbólgan, sem ð sjálsögðu er fylgifiskur arfaslakrar efnahagsstjórnar rá lýðveldisstofnun.........

Ég biðst afsökunar á því að ég tók of sterkt til orða í fyrri athugasemd minn, en þar sannnast að maður á ekki að setja inn athugasemdir þegar manni er of heitt í hamsi.

Jóhann Elíasson, 25.8.2015 kl. 13:23

4 identicon

Þetta er í góðu lagi, ég á það líka til að flýta mér. Mér líkar reyndar best við þá sem hafa sterkar skoðanir

Kristbjörn Árnason (IP-tala skráð) 25.8.2015 kl. 14:29

5 identicon

Skyldulesning, stutt og laggóð:

http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Olaf_MArgeirsson/verdtrygging-eilifdarvelin-sem-brast

Lesum saman (IP-tala skráð) 25.8.2015 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband