Karla- eða feðraveldið reynir að halda í sitt.

  • Hvað sem tautar og raular.

Það er lífseig skoðun, að karlarnir skulu vera þeir sem starfa í atvinnulífinu og eru fyrirvinnur heimilanna, stjórni þjóðfélaginu með annarri hendi (með hægri og stundi flott matarboð í hádeginu með rautt í glasi) en konur séu heimavið og hugsi um heimilið og börnin.

Það taki því ekki fyrir stúlkur að fara til langskólanáms því þær munu eignast börn og af þeim sökum vera bundnar heima yfir börnum og bóni. Það er ekkhæstirétturi langt síðan að þessi viðhorf voru ráðandi í stétt hálaunamanna og meðal embættismanna.  

Það er langt síðan að sú staða var ljós, að hjón í verkamannastétt urðu bæði að vinna fyrir heimilinu til þess, að þau hefðu fjárhagslegt bolmagn til þess að eignast þokkalegt húsnæði og til þess að styðja börn sín til náms.

Það hefur alltaf verið ljóst eftir að fræðimenn fóru að skoða mannlegt atferli á öllum sviðum þjóðfélagsins, að staða fólks í samfélaginu stétt hefur áhrif á viðhorf fólks á nánast öllum sviðum.

Þar skiptir kyn, reynsla máli og stétt miklu máli. Þá skiptir máli uppruni dómara eða hvaðan af landinu hann kemur. Jafnvel í túlkunum á lagbókstöfum sem nánast alltaf eru túlkanlegir á ýmsan hátt.

Til þessa hefur vandamálið verið að dómarar í hæstarétti hafa komið úr yfirstétt landsins og jafnvel verið ráðnir til starfa með flokkspólitískum hætti.

Því hefur það oftlega verið erfitt fyrir fólk úr verkamannastéttum að treysta þessum dómstól. Sérstaklega ef viðkomandi hefur verið í baráttusveit launafólks.

Því skiptir fjölbreyttni gríðarlega miklu máli, en einnig menntun og reynsla. Síðan er mikilvægt að karlar fari að átta sig á þeirri staðreynd og á þeirri stöðu sinni, að innan nokkurra ári verður vandamálið hvað varðar dómstóla breytt.

Árum saman hafa miklu fleiri konur útskrifast úr námi frá háskólum landsins einkum í þeim greinum þar sem námið tekur lengstan tíma og er erfiðast. Einnig koma fleiri konur úr framhaldsnámi frá erlendum háskólum.

Því má reikna með því að innan fárra ára verði konur allsráðandi t.d. í dómstólum landsins. Þá verða karlar komnir í svipaða stöðu og konur nú, gerandi kröfur um jafnrétti milli kynja í dómstólum landsins.

.  


mbl.is „Fjölbreytni í dómstólum!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband