Það eru ekki fyrirtækin sem greiða Tryggingagjöldin

  • Það greiða þeir launamenn sem starfa í atvinnulífinu. Áður fyrr voru þessi gjöld kölluð launatengd gjöld sem var auðvitað réttnefni.

Ef eigendur fyrirtækjanna vinna fyrir launum hjá fyrirtækjum sínum greiða þeir sama hlutfall og aðrir launamenn í þennan gjaldalið.

1.maí-1

Þessi gjöld eru samningsbundin samkvæmt kjarasamningum en eru með lög frá Alþingi að bakhjarli.

Ef þessi gjöld eru lækkuð verður að kalla það launlækkun sem það þá er.

Við samningaborðið er fjallað um þessi atriði í hvert sinn sem gerðir eru heildarkjarasamningar en reyndar með aðkomu ríkisvaldsins eins og það hefur ætíð verið.

  • Á útmánuðum 1955 var háð langt og strangt verkfall. Til lausnar á verkfalli þessu var gerður samningur milli verkfallsaðila og ríkisstjórnarinnar þess efnis að sett skyldi löggjöf um atvinnuleysistryggingar.
    *
  • Þann 2. júní 1955 var skipuð nefnd til að semja frumvarp til laga um atvinnuleysistryggingar og varð frumvarpið að lögum 7. apríl 1956.

Það var reyndar verkamannafélagið Dagsbrún sem reisti þessa kröfu um að stofnaður yrði atvinnuleysissjóður. Ein megin krafan var um að launamenn sjálfir stæði undir öllum kostnaði við rekstur sjóðsins.

Ríkið kostar ekki atvinnuleysistryggingasjóð, það gera starfandi launamenn. Það ríkti oft neyðarástand á Íslandi áður enn þessi sjóður var stofnaður. 

Því er það, að ef einstaklingar eru þeirrar gerðar að svíkja út atvinnuleysisbætur eru þeir að níðast á vinnandi fólki sem þá heldur þeim uppi en ekki á ríkið.

Því miður, atvinnuleysisvofan hverfur aldrei það segja okkur sársaukafullar staðreyndir og reynsla.

En atvinnufyrirtækin þurfa að fara taka sig til í andlitinu við auka sína framleiðni.

 


mbl.is Fjármagna horfið atvinnuleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Áhugaverð ábending. Ef það er launþeginn sem greiðir þetta gjald, af hverju kemur það ekki fram á launaseðil hvers og eins?

Sumarliði Einar Daðason, 28.11.2015 kl. 13:54

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Alveg rétt, Kristbjörn.  Og úthlutun atvinnuleysisbóta var á hendi stéttarfélaganna.  Þar átti vinnandi fólk rétt í réttu hlutfalli við vinnuframlag.

Þetta fór svo allt í rugl þegar því fyrirkomulagi var breytt og innheimta gjaldsins og bótaafgreiðslan var að mestu flutt til ríkisins - um síðustu aldamót minnir mig.

Kolbrún Hilmars, 28.11.2015 kl. 14:50

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Reyndar svolítill misskilningur hjá þér . Launatengd gjöld eru gjöld sem leggjast ofan á launin og mynda þá uphæð sem hver launamaður kostar. Gjöldin eru í dag 54% ofan á launin ef ég man rétt. Tryggingagjald er 7.5% af launum og er ætlað að standa undir kostnaði sem fylgir tryggingu launamannsins. Þetta gjald er greitt alfarið af atvinnurekandanum og rýrir á engan hátt launin.

Jósef Smári Ásmundsson, 28.11.2015 kl. 19:17

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Leggjast ofan á útborguð laun svo þetta sé nú rétt. Af heildarlaunum launamannsins er dregið lífeyrissjóðsgjald, viðbótarlífeyrir´, Orlofssjóðsgjald og stéttarfélagsgjald ef launamaðurinn er í stéttarfélagi. stéttarfélagsgjaldið var lögbundið hér áður fyrr. Atvinnurekandi greiðir mótframlag í lífeyrissjóð, tryggingargjald og virðisaukaskatt.

Jósef Smári Ásmundsson, 28.11.2015 kl. 21:09

5 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Fyrstu kjarasamningar mínir þar sem ég var virkur í umræðunni um launatendu gjöldin var 1974. Þá var samið um hækkun á þessum gjöldum um 2 prósentustig vegna uppbyggingar á félagslegum íbúðum. Verkamannabústöðum eins og eins og félagslegar eignaíbúðir voru þá kallaðar.  Almennt voru þetta kölluð launatengd gjöld og greiðslur í atvinnuleysisleysisjóð er hluti af þessu. 

Þegar Svavar Gestsson var félagsmálaráðherra var nafninu breytt í Tryggingagjöld og kann ég honum engar þakkir fyrir.

Þegar lífeyrissjóðirnir voru settir í gang með lögum er tóku gildi 1. jan 1970. Þá hafði verið samið um með hvaða hætti launamenn greiddu iðgjöld í sjóðin sem voru þá 10% af öllum dagvinnulaunum. Ákveðið var að 40% yrði dregið beint af launum en atvinnurekandinn greiddi 60% af iðgjaldinu beint í sjóðinn. Þetta var gert vegna skattahagræðis fyrir þá sem áttu eftir að nýta sér sinn lífeyrisrétt. Þessi aðferðafræði breytir ekki eðli greiðslunnar sem er öll launamannsins þetta a´tti að þýða launamaðurinn greiddi skattinn af þaessum launum þegar hann kom á eftirlaun. Nákvæmlega eins er farið með tryggingagjöldin, samið er um hvernig skuli gera skil á þeim.

Síðan hef ég tekið þátt í björgunarumræðum um þessa lífeyrissjóði bæði 1980 og síðar 1990. Ég tel mig hafa einhverja þekkingu á þessu. Þessar staðhæfingar Jósefs eru því heldur ónákvæmar. Aftur á móti koma launa ekkert að virðisaukaskattinum. Jósef er ekkert einn um að misskilja þetta því atvinnurekendur hafa rekið þennan áróður í áratugi.

Í mörg ár greiddi ég út atvinnuleysisbætur er ég var formaður eins lítils verkalýðsfélags, þótt breyingar hafi orðið á fyrirkomulaginu hafa í sjálfu sér ekki orðið eðlisbreytingar á bótarétti launafólks.

Kristbjörn Árnason, 29.11.2015 kl. 14:37

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Kristbjörn, þótt ekki hafi orðið eðlisbreytingar á bótarétti, þá urðu breytingar á almennu viðhorfi.  Aðkoma ríkisins ruglaði fólk í ríminu sem taldi að bæturnar tilheyrðu almenna félagslega kerfinu.  Sem í sjálfu sér væri ekkert athugavert nema hvað bótakerfinu sjálfu var alls ekki breytt nema þá tímalega.  Í dag greiðir vinnuveitandi 7.49% af heildarlaunum plús af 8-10% lífeyrissjóðsframlagi og bifreiðahlunnindum.  Býsna góð summa í 3% atvinnuleysi.
Ég sat sjálf í úthlutunarnefnd atvinnuleysisbóta fyrir verkalýðsfélög á 10.áratugnum og þekki aðeins til málsins.
 

Kolbrún Hilmars, 29.11.2015 kl. 16:59

7 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Fyrst að þetta tryggingagjald er komið í vörslu ríkisins, er þá engin hætta að ríkið misnoti þetta kerfi bara til þess að vera með tekjur í ríkissjóð?

Við sjáum hvernig afnotagjöld RÚV er í raun ekki lengur tekjur RÚV. Ýmislega fleiri "dulbúna" skatta og gjöld má nefna.

Sumarliði Einar Daðason, 29.11.2015 kl. 19:04

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er ekki bara launþeginn sem greiðir fyrir tryggingagjaldið, heldur eru það hinn almenni borgari.

Ef fólk heldur að atvinnurekandi greiði fyrir tryggingagjaldið þá er það algjörlega að misskilja þennan skatt. Atvinnurekandinn er í stöðu skattheimtunarmanns í þessu.

Atvinnurekandinn verður að hækka það sem hann er að selja svo að hann geti staðið undir tryggingagjaldinu, annars færi atvinnurekandinn á hausinn.

Það sem fólk verður að skilja er að allir skattar og gjöld á fyrirtæki verða borguð af hinum almenna borgara, hvaða gjöld eða skattar sem það eru.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 29.11.2015 kl. 19:13

9 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Þú ert að misskilja þetta Jóhann ða hluta. Þ.e.a.s. það hefur verið samið um þetta samningaborðið, sem er að atvinnurekendur taka að sér að skila þessum greiðslum til þessara sjóða. Það var ákvörðun samtaka launafólks að skattleggja sjálfan sig á sínum tíma.

Einnig þú Kolbrún, þessar greislur í sjóðina eru umsamin laun samkvæmt kjarasamningum sem eru með bakstuðning með settum lögum. Bæði höfum við setið í svona úthlutunar nefndum. En ég hef tekið þátt í samningum þessi mál, allar götur frá 1974  og fram á 10 aratuginn

Kristbjörn Árnason, 29.11.2015 kl. 23:47

10 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það eru atvinnurekendur og launþegar sem setja í þennan sjóð, þar af leiðandi verður atvinnurekandi að hækka verð á því sem hann er að selja til að standa undir sem kemur úr sjóði atvinnurekanda.

Fer ekkert ofan af því að öll gjöld og skattar enda á að hinn almenni borgari borgar brúsann, somto speak.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 30.11.2015 kl. 00:33

11 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Jóhann, þetta er umsaminn launa samkvæmt kjarasamningum. Með þeim samningum taka atvinnurekendur að sér að koma þessum greiðslum til skila í tiltekna sjóði. Síðar hefur Alþingi styrk þessar aðferðir með lagasetningum.

Vissulega eru þetta skattar sem launamenn hafa ákveðið að greiða. 

Í dag eru þetta um 16% sem kemur til viðbóta við útborguð laun til starfsmanna. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að þetta sé bæði úrelt og íþyngjandi aðferð til að kosta þessi félagslegu úrræði. Þetta var aðferð verkalýðshreyfingarinnar til að byggja upp félagsleg kerfi á Íslandi fyrir almenning.

Skattakerfið á Íslandi þarfnast mikillar lagfæringar við, einkum til að jafna skattgreiðslur fólks. Það eru margir sem greiða litla sem einga skatta en launamenn greiða mjög háa skatta þegar allt er talið með. 

Kristbjörn Árnason, 30.11.2015 kl. 18:39

12 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það á ekki að vera launaskattur heldur bara neytendaskattur og fasteignaskattur fyrir sveitarfélögin.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 30.11.2015 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband