Við íslendingar erum svo góðir

Við skuldum heiminum ekki neitt, þegar kemur að mengun

Segir formaður Sjálfstæðisflokksins,maðurinn sem hefur ásamt samráðherra sínum hefur sótt ársfund þess stjórnmálaflokks í heiminum sem ber mesta ábyrgð á gríðarlegri mengun í Bandaríkjunum. (Repúblikanaflokkurinn)

álver í straumi

Þótt staðreyndin  sé sú að mengun á hvert mannsbarn á Íslandi sé með því mesta sem gerist.

Það er einmitt stefna núverandi stjórnarflokka að auka á mengun á Íslandi enn frekar og því er plagg umhverfisráðherrans er loðið.

Þótt Kínverjar mengi skelfing mikið að þá er þessi þjóð svo fjölmenn að mengun á hvern einstakling að meðaltali er snökktum minni en hjá mörgum þjóðum.

Síðan er það staðreynd, að þótt margir séu verri en íslendingar í þessum efnum þýðir það ekki að íslendingar séu til fyrirmyndar. Það gerir okkur okkur ekki betri þótt aðrir séu til sem eru verri eins og t.d. Bandaríkjamenn og mörg austur Evrópuríki.

Helsta synd íslendinga í þessum efnum liggur í því, að við höfum svo gríðarlega mikla möguleika til þess að snarminnka mengun á Íslandi. Það gerir raforkan ef okkur tekst að halda henni fyrir þjóðina og hætti að selja hana fyrir gjafverði til erlendra fyrirtækja.


mbl.is Erum ekki í „stórskuld við umheiminn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband