Öll framleiðni aukning er á valdi eigenda fyrirtækjanna

  • Afköst íslenskra launamanna eru alveg á pari við afköst fólks í löndum þar sem framleiðni er mest. Þetta veit Adolf auðvitað mæta vel.
    *
  • Hann veit einnig að ferðaþjónustan er að greiða allt of lág laun

Laugadagskvöldið 12. des fór ég í leikhús og sá Billy Elliot.

Það er skemmst frá því að segja að sjaldan hefur nokkurt leikverk haft jafn sterk áhrif á mig. Þó ég hafi í tvígang séð myndina í sjónvarpi er höfðu sterk áhrif á mig.
bylli, 2
En leikverkið náði mér algjörlega í byrjun þegar átökin við lögreglu voru sýnd. Ég var eiginlega ekka sogum í sæti mínu í langan tíma. Ég réð ekki við mig.

Ég hef nokkrum sinnum átt í núningi við íslenska lögreglumenn, en þeir eru hrein prúðmenni miðað við þessa bresku starfsbræður sína. Þótt í hópnum leynist misjafnir sauðir.

  • Átök íslenskrar verkalýðshreyfingar við lögreglumenn er liðin tíð á Íslandi sem betur fer. En svo er ekki í Bretlandi og eða víðast í heiminum.

Ég er reyndar mjög viðkvæmur þegar kemur að því, að sýnt er algjörlega ódulið ofbeldi eins og það sem verkamönnum var sýnt af stórnvöldum í Bretlandi árið 1984 og óeirðarlögreglu beitt óspart gegn alþýðu manna í námubæjunum.

  • Í raun voru breskir lögreglumenn á árinu 1984 miklu ofbeldisfyllri en sýnt var í leikritinu. Kolamenn treystu ekki forystumönnum sínum í TUC.

Kolanámumenn áttu ekki bara í vinnudeilu við eigendasamtök kolanámanna í Bretlandi sem er gamli aðallinn þar í landi og hefur námuvinnslan verið tákngerfingur fyrir ofbeldi í atvinnurekstri, heldur blandaðist íhaldstjórn Margrétar Thatcher í málið nánast strax í upphafi.

billy,1

Einnig auðvitað alþjóðleg samtök kolavinnslu eigenda. Á þessum tíma var ég ekki virkur verkalýðsbaráttu á Íslandi en fylgdist með málinu í mjög takmörkuðum fréttum af þessum átökum hér á Íslandi.

Það er eftirtektarvert hversu lítinn stuðning þetta verkafólk fékk frá umheiminum, þrátt fyrir að þessi átök voru og urðu í raun mjög áhrifaríkur vendipunktur í allri verkalýðsbaráttu.

Það var einnig greinilegt að önnur verkalýðsamtök í Bretlandi voru ekki með í liði.´Það voru eiginlega bara pólskir námumenn og námumenn í Nicaragua sem studdu bresku námamenna.

  • Ekki veit ég til þess að ASÍ hafi gert það eða Verkamannasambandið. A.m.k. eru ekki til gögn um það á lausu.

Á þessum tíma voru stjórnvöld á Íslandi nýlega búin að draga vígtennurnar úr verkalýðshreyfingunni hér. (með lögum settum í maí 1983) ASÍ sat sem lamað eftir það, síðan má segja að öll verkalýðsbarátta á Íslandi hafi farið fram á hnjánum.

Ástæðan fyrir því, að ég er svona viðkvæmur fyrir þessu efni er sú, að ég hef reynslu af því að halda fólki í verkfalli og í átakamikilli baráttu fyrir bættum kjörum.

Erfiðustu andstæðingar okkar voru ekki þeir sem sem höfðu okkur í vinnu, heldur samtök atvinnurekenda ásamt félögum okkar í ASÍ og einkum sér í lagi félagar okkar Sambandi Byggingamanna eins landsamband byggingariðnaðarmanna hét þá. Þeir voru alltaf í svikráðum við okkur og við sátum uppi með skaðann.

Þetta voru þeir félagar okkar sem húsgagnasmiðir höfðu mátt hafa á herðum sér alla tíð, okkar litla og róttæka félag var það eina afl í þessu landsambandi sem hafði eitthvað að segja þegar til verkfalla kom.

Hin iðnaðarmannafélög byggingaiðnaðarmanna voru í raun ekki verkalýðsfélög heldur blönduð iðnaðarmannafélög þar sem meistarar og sveinar voru aðilar.

Verkföll eru tvíeggja sverð og slíkum átökum er aldrei hægt að treysta á stuning annara stéttarfélaga. Það eina sem treysta má á, er að þau reyna svíkast aftan að hverjum aðila sem nær árangri. Jafnvel undir forystu virtra manna er virtist.

  • Allir vinstrimenn sem láta sig heill verkafólks varða eiga að sjá þetta stykki. Síðan fylgir þessi fallega saga af blóminu sem spratt upp úr þessum hrikalega hrjóstri sem öll aðstaða og umgjörð kolanámumann var og er líklega enn.
 
Mynd frá Kristbjörn Árnason
Mynd frá Kristbjörn Árnason
 
 

 


mbl.is Laun á Íslandi hækkuðu of mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband