Almenningur er á sömu skoðun og bændur

  • Þótt almenningur sé ekki alfarið sáttur við hvernig styrktarstefnan ríkisvaldsins er við bændur, að þá er það rétt að verslunin hefur ekki skilað til neytenda ýmsum lækkunum sem hafa orðið til í rekstrarumhverfi verslunarinnar.

Þar má nefna íslenskar landbúnaðarvörur sem dæmi.

Það er bara staðreynd, að almennt er verslun á Íslandi ákaflega illa rekin og er með litla framleiðni. Nema þeirri sem skilar sér til eigenda verslunarfyrir-tækjanna  í allt of háu vöruverði.  Viðskiptavinirnir njóta ekki framfara sem ættu að hafa átt sér stað í íslenskri verslun.

kálfur

Þessi verslun sem hefur ævinlega sett sig í stöðu gegn allri íslenskri framleiðslu og þannig unnið gegn hagsmunum almennings í landinu.

Það er ekki bara landbúnaður sem hefur orðið fyrir barðinu á þessum aðilum heldur einnig verslun.  Það hefur aldrei verið rannsakað hvað verslunin leggur mikið á vöruna og er hagnaður sem geymdur er erlendis.

Í tíð núverandi rikisstjórnar hafa verið afnumin bæði vörugjöld og tollar í stórum stíl. Ekki hefur borið á því enn að þær niðurfellingar hafi skilað sér í lækkuðu vöruverði. Það verður að verða vöruverðlækkun á nýjum vörum svo lækkanir verði trúverðugar.   


mbl.is Svívirðileg framsetning hjá Sindra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband