Enn er pólitík í spilunum

  • Það á eftir að líða nokkur tími enn svo menn geti í raun fjallað um Icesave samningana án flokks-pólitískra öngstræta.
    *
  • Það er óskiljanlegt hvers vegna Hersveinn kýs að sleppa fyrsta samningnum í svari sínu á vísindavefnum.
    *
  • A.m.k. var MBL miðillinn fljótur að láta sína umfjöllun hverfa um samninginn. 

Fyrsti samningurinn var gerður af ríkisstjórn Geirs Haarde í umsjón Baldurs Guðlaugssonar. Frumvarp var flutt um hann á Alþingi.

Það var núverandi fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson sem mælti fyrir frumvarpinu og mælti með því að frumvarpið yrði samþykkt.

Ég ætla ekki að gera lítið úr þeim samningi því hann var gerður við mjög erfiðar aðstæður. Ég efast ekki um að samningamenn hefi reynt sitt besta og við vitum að íslenskum samningamönnum var stillt upp við vegg.

Þeim samningi var í raun hafnað af Alþingi og af þjóðinni.

Gerður var nýr samningur sem kenndur var við Svavar sem var einnig gerður við mjög erfiðar aðstæður. Hann var miklu hagstæðari og var samþykktur af Alþingi og undirritaður af forseta Íslands. Samningamenn lögðu sig alla í þennan samning eins og gert var með fyrsta samninginn og aðra síðari samninga.

Þessi samningur var af öðrum toga er gerði ráð fyrir að þrotabúið greiddi sína skuld. Sem þrotabúið gerði með eignum sínum í Bretlandi.

Icesave 2

Síðan var eftir að semja um vaxtagreiðslur vegna regluverks ESB er síðan voru í raun felldar niður samkvæmt dómi EFTA dómstólsins. Það er mjög mikilvægt að ekki sé verið fara með rangfærslur.

Þjóðin hafnaði miklu hagstæðari samningum undir forystu forsetans. Hér má sjá mynd sem sínir hvernig þessir samningar allir hefðu reynst þjóðinni.

Síðan má benda á skrif Þorsteins Pálssonar fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins um þessa Icesave samninga.

Með því að pikka í myndina stækkar hún og sýnir samanburð milli samninganna.

 

 

 

 


mbl.is Hefði kostað 208 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband