Þar sem hrokinn tekur völdin

  • Væntanlega fá yfirmenn Fellaskóla áminningu, því þetta háttarlag þeirra er til mikillar skammar.

Það er lágmarkskrafa að þeir sendi foreldrum þessa nemanda afsökunarbeiðni og einnig nemandanum sjálfum.

Best væri að skólastjóri og aðstoðarskólastjóri yrðu látnir heimsækja þetta fólk og biðjist persónulega afsökunar.

Tilkynni síðan á sal öllu skólasamfélaginu um að þeir hafi beðist afsökunar á háttarlagi sínu persónulega. 

Skólinn ætti að vera ánægður með það, að foreldrar kjósi að senda börn sín með nesti í skólann á hverjum degi.

Því borgin telur sig niðurgreiða matinn verulega sem seldur er í mötuneytum grunnskólanna sem ekki er alltaf til fyrirmyndar, en þarf ekki að gera það vegna nemenda sem koma með nesti að heiman.

 
Borgarstjóri segir að það hafi fokið hressilega í sig við lestur á frétt um að stúlku hefði verið neitað um þátttöku í pizzuveislu í Fellaskóla í tilefni öskudags í gær. Stúlkan er ekki í mataráskrift og var neitað um að borga sérstaklega fyrir pizzusneið.
RUV.IS
 

mbl.is Fauk hressilega í borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dagur setur reglur og boðar niðurskurð

og svo allt í plati

Jón (IP-tala skráð) 11.2.2016 kl. 12:09

2 Smámynd: Sólbjörg

Borgarstjóri er reiður, borgin setur reglurnar veit hann það ekki?  Veit hann hann ekki heldur hvað gerist þegar niðurskurður á leikskólum og grunnskólum sem hann fyrirskipaði verður að veruleika, þá á hann sko eftir að verða öskureiður.  Einhver ætti að segja honum frá hækkuninni á gjaldskrá sundlauga í Reykjavík, því sundferðir voru eitt af því fáa sem efnalitlar barnafjölskydur gátu leyft sér. Sé fram á að Dagur verði hoppandi reiður allt kjörtímabilið sem eftir er.  

Sólbjörg, 11.2.2016 kl. 12:48

3 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þar sem hrokinn tekur völdin (smá leiðrétting)

    • Væntanlega fá Borgaryfivöld áminningu almennings, því þetta háttarlag þeirra er til mikillar skammar.

    Það er lágmarkskrafa að borgarstjóri sendi foreldrum þessa nemanda afsökunarbeiðni og einnig nemandanum sjálfum.

    Best væri að borgarstjóri og formaður skóla- og frístundasviðs yrðu látnir heimsækja þetta fólk og biðjist persónulega afsökunar.

    Tilkynni síðan á sal öllu skólasamfélaginu um að þeir hafi beðist afsökunar á háttarlagi sínu persónulega. 

    Borgarstjóri ætti að vera ánægður með það, að foreldrar kjósi að senda börn sín með nesti í skólann á hverjum degi.

    Því borgarstjórinn telur sig persónulega niðurgreiða matinn verulega sem seldur er í mötuneytum grunnskólanna sem ekki er alltaf til fyrirmyndar, en þarf ekki að gera það vegna nemenda sem koma með nesti að heiman.  

    Benedikt V. Warén, 11.2.2016 kl. 14:54

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband