Mogginn stendur með sínum mönnum

  • Eins og hann hefur ætíð gert alla þá áratugi sem ég fylgst með kjarabaráttu á Íslandi

    þá stendur Morgunblaðið alltaf með atvinnurekendum.

verkfallsbrot í straumsvík

Það er algjört einsdæmi á Íslandi síðustu áratugina að yfirmenn í fyrirtækjum og eða eigendur láti sér detta í hug að ganga í störf  starfsmanna sem eru í verkfalli.

  • Það er ekkert smekklegt við verkfallsbrot,

    jafnvel þótt 
    stórfyrirtækið hafi einn sýslumann í vasanum

Aumt er hlutverk Ketils skræks, nei fyrirgefið Ólafs Teits blaðafulltrúa Rio Tinto og annarra yfirmanna  að þurfa að hlýða í einu fyrirmælum erlendis frá.

Þetta fólk gerir þetta tæplega launalaust. Síðan er það lýsis konan sem væntanlega hefur vinnuvélaprófið sem hleypur til.  Árum saman hafa íbúar í Þorlákshöfn kvartað undan því fyrirtæki vegna ólyktar.  En það er ólykt af þessum vinnubrögðum öllum.

Orð Gylfa eru algjörlega viðeigandi, enda bæði sönn og sögð á kjarnyrtri íslensku:

„Það má segja að þetta sé dýr­asta og slak­asta lönd­un­ar­gengi í Evr­ópu. Þau af­köstuðu á ein­um degi svipað og al­vöru gengi í Straums­vík gerði á ein­um klukku­tíma,“ seg­ir Gylfi og nefn­ir sér­stak­lega „millj­óna­drottn­ing­arn­ar“ Rann­veigu Rist, for­stjóra Rio Tinto Alcan á Íslandi, og Katrínu Pét­urs­dótt­ur, for­stjóra Lýs­is og stjórn­ar­manns í Rio Tinto. 

Nú þarf að láta reyna á samtöðuna erlendis og kanna hvort erlendir félagar geti ekki stöðvað uppskipun úr þessu skipi.  En í vestur Evrópu búa launamenn við miklu meiri verkfallsrétt en hér á Íslandi.

Innan tíðar þarf að kanna innlendar aðgerðir launa-manna almennt.  Vegna þess að þessi erlendi auðhringur er að ráðast á íslenska samfélagið og gegn íslenskum lögum og venjubundnum lagatúlkunum.


mbl.is Mótmælir ósmekklegum ummælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ættir að lesa Fréttablaðs-greinar Ólafs Teits Guðnasonar, fjölmiðlafulltrúa fyrirtækisins, um þessi mál, Kristbjörn, og ég vona, að það sé þér ekki ofviða að skilja hans ljósu rök og sláandi.

Jón Valur Jensson, 5.3.2016 kl. 13:05

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

ég er ekki búinn að sjá blaðið kæri vinur. Fréttablaðið eða ,,365" hafa alveg sérstakt dálæti á rekstri svona fyrirtkja.

Kristbjörn Árnason, 5.3.2016 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband