Baráttan um brauðið er síung

  • Í rúmt ár hefur vinnudeilan í Straumsvík staðið og hún snýst í grunninn um að vernda störf starfsmanna í álverinu í Straumsvík. 
    *
  • Hún snýst einnig um að verja íslenska verkalýðhreyfingu gegn fjölþjóðafyrirtækjum sem vilja vaða yfir íslendinga eins og þeim þóknast á skítugum skónum
    *
  • Þessi deila er auðvitað einnig hluti af sameiginlegu átaki stóriðjuverana á Íslandi til að lækka raforkuverð og þar með að launamenn greiði meira með rekstri þessara fyrirtækja.

Af einhverjum ástæðum minnir þessi barátta mig á ólýðræðisleg vinnubrögð Margrétu Thather og nú er kominn fram á sjónarsviðið í Bretlandi arftaki hennar, munnsvipur þeirra er sláandi líkur í ræðustól.
álver 2, starumsvík
Áhrif frá Möggu Thather náðu svo sannarlega til Íslands á sínum tíma, t.d. með lögboðinni skerðingu á starfsháttum verkalýðsfélaga á Íslandi. Nú er það Theresa May, innanríkisráðherra Bretlands sem leggur fram njósnafrumvörp. Það er augljóst að áhrif af þessu munu berast hingað til Íslands.

Hægri menn í Bretlandi hafa alltaf viljað njósna um samlanda sína. Við sem horfðum á leikritið um Bill Eliot fengum lýsingu á því hvernig Margrét Thather fór með námuverkamenn með njósnum og áróðri með þann tilgang að sverta mannorð verkamanna. Stóriðjumenn beita sömu brögðum á Íslandi gegn gagnrýnendum um allt of lágt raforkuverð til álvera m.a..

Margir eldri vinstrimenn á Íslandi þekkja af eigin raun að það var njósnað um þá og oft voru símar þeirra hleraðir sem hættulegastir þóttu. Þeir sem urðu fyrir þessari sérmeðferð mjög hægri sinnaðra yfirvalda á Íslandi eru miklu fleiri en þeir sem voru þekktastir í stjórnmála baráttu í landinu.

Allar persónunjósnir eru alvarlegar og grafa undan öllum lýðræðissamfélögum. Lagafrumvörp þessarar bresku hægri kerlingar eru hættulegar bresku samfélagi. Þegar eru mjög miklar njósnaheimildir hjá breskum yfirvöldum.

  • Persónunjósnir eru örugglega viðhafðar gagnvart aðalsamningamönnum starfsmanna í álverinu.
    *
  • Það er engin tilviljun að Gylfi leiði viðræðurnar af hálfu starfsmanna þar á bæ.
    *
  • Hann er kominn á eftirlaun og álversaðilar geta ekkert gert honum.

Með lögum um frekari möguleika yfirvalda til að njósna um almenning er óvönduðum aðilum gert það auðveldara að komast yfir persónuupplýsingar á netsíðum og þeir munu misnotað þær í ágóðaskyni. Það á einnig við um óvandaða stjórnmálaflokka sem eru þekktir fyrir njósnastarfsemi sína og illgjörn stjórnvöld.

Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt frumvarpið og segja það ganga of nærri einkalífi fólks er bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden. Hann ber að taka alvarlega.

 
Umdeildustu atriðin eru enn til staðar í endurskoðuðu Njósnafrumvarpi innanríkisráðherra Bretlands og er jafnvel gengið enn lengra en áður. Samkvæmt endurskoðaðri útgáfu af Rannsóknafrumvarpi Theresu May, innanríkisráðherra Bretlands, hefur lögregla heimild…
STUNDIN.IS
 

mbl.is Rio Tinto lagði fram tilboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband