Þessi pólitíska aðferð Krisjáns Þórs er gömul og úrelt

  • Þ.e.a.s. aðferðafræðin, í staðin fyrir að ráðherrann lætur smíða fyrir sig nýtt frumvarp um heilbrigðismál er byggir alfarið á hugmyndum flokksins  og leggur fyrir ríkisstjórnina og slagurinn tekinn.
    *
  • Væri alfarasælla, að Alþingi fengi það verkefni að semja slíkt frumvarp í samstarfi með ráðuneyti heilbrigðismála  er gerði það að verkum að þverpólitísk sátt eða málamiðlun gæti myndast um frumvarpið.

Kristján Þór

Er tryggði það, að næsta ríkisstjórn færi ekki að rífa það niður sem fyrri ríkisstjórn hafði gert.

Reynslan ætti að vera búin að kenna löggjafavaldinu slík vinnubrögð eftir kollsteypur undanfarna áratugi í stórum málum.

Ég er ekki að taka afstöðu til frumvarpsins, til þess er ég ekki hæfur.

Það eru örugglega mörg merk og góð nýmæli í nýju frumvarpi. 

Hagsmuna aðilar eru þegar farnir að gera athugasemdir út frá eigin hagsmunum.

En sjúklingar sjálfir hafa ekki sett fram athugasemdir.  En það er bara gamla íslenska aðferðin, að þolendur nýrra laga hafa ekkert um málið að segja.


mbl.is Áætlunin í takt við kröfu undirskriftanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er gott ef einhverjir eru ánægðir með þetta Kára-ævintýrastýrða "ríkisstjórnar"-eitthvað.

Ég er ein af þeim sem hef ekki efni á lyfjaskammtinum í næsta mánuði, því mér er ætlað að borga mesta partinn af mánaðarrestinni eftir lífstilveru-fastakostnað næsta mánaðar, í ofur-fyrstugreiðslu nýja greiðslutímabilsins. Þannig er líka með fjölmarga aðra.

Heilsutapið við að borða næstum einungis næringarsnauðar og einhæfar ódýrar núðlur í heilan mánuð til að hafa efni á lyfjunum, mun kosta ábyrgt og löglega skyldustarfandi tryggingarskattgreitt heilbrigðiskerfi mikið meira, heldur en að dreifa lyfjakostnaði ofurláglauna-lífeyrisþega niður á 12 mánaða tímabilið. Ef manni skyldi detta í hug að veikjast aukalega án fyrirvara í millitíðinni þann mánuðinn, þá er best að hringja í prestinn til að blessa restina af sálarhulstrinu, áður en það fer sjö fet niður undir yfirborð kirkjugarðsins.

BANKAR OG LÍFEYRISSJÓÐIR VERÐA AÐ FÁ SITT, SAMA HVAÐ ÞAÐ KOSTAR. PENINGAR ERU MEIRA METNIR EN MANNSLÍF Á ÍSLANDI.

Þetta lyfja og heilbrigðis greiðslutryggingarkerfi virðist virka sem nokkurs konar útrýmingarkerfi. Útrýmingarbúðir eru ekki óþekktar í "lausnarmiðaðri" hertökustjórnsýslu helsiðblindusjúkrar heimsveldismafíunnar. Saga mannskepnuheims endurtekur sig aftur og aftur, ef hugarfarið kærleiks-siðmenntast ekki.

Hver og einn á með fullum rétti sitt meðfædda og frjálsa hugarfar hér á jörðinni, þótt peninga/stofnanakerfið reyni að stunda hugarfarskúganir og djöfulgang í boði hel-Mammons.

Sem betur fer sleppum við öll frá Mammon-djöflaríkinu siðlausa gráðuga og guðlausa að lokum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.4.2016 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband