Ungt fólk tekur á málunum

  • Þetta er unga fólkið sem ætlar sér ásamt öðru ungu fólki að axla ábyrgð á framtíð íslenskrar þjóðar.

Þessi gömlu hagsmuna sjónarmið sem yfirvöld Vestmannaeyjum hafa sýnt þjóðinni undanfarna daga skulu nú tilheyra fortíðinni.

Það er enginn vandi að stöðva alla umferð um Herjólf, það skyldu eyjamenn vita. Sérstaklega þeir sem hafa dundað sér við að hirða dágóðan hlut af sumarhýru ungmenna árum saman.

 
Fimm hljómsveitir, sem eiga að spila á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, segja í sameiginlegri yfirlýsingu, að í ljósi orðræðu og verklags lögreglustjórans í Vestmannaeyjum undanfarna daga sjái þær ekki annan kost í stöðunni en að draga…
RUV.IS
 

mbl.is Draga sig úr dagskrá þjóðhátíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég myndi virða þessa afstöðu ef hún kæmi í VEG fyrir nauðganir á Þjóðhátíð.

Kolbrún Hilmars, 21.7.2016 kl. 17:18

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

óttalegur bullari ertu Kolbrún. 

Eitt er að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir slíkt og hitt eins og verið hefur í gegnum árin að láta sem slíkt komi aldrei fyrir.

Síðan er nauðsynlegt að  taka þessum málum með föstum tökum og nærgætni gagnvart þolendum. Mundu að þessi samkoma er ekki nauðsynleg og allra síst þegar þetta er bara allsherjar fyllerí.

En það eru ekki bara stelpur sem lenda í þessu, það gera strákar líka. 

Kristbjörn Árnason, 21.7.2016 kl. 17:35

3 identicon

Lögreglustjórinn má ekki láta undan þessum þrýstingu því fréttamenn eiga bara bíða þar til það sanna er komið í ljós í hvaða sakamáli sem er sé ekki almannahætta á ferðinni

Fyrirsagnirnar verða kannski ekki eins spennandi fyrir vikið og selja því minna en sorrý rannsóknagögn lögreglu eru ekki til sölu vona að unga fólkið og annað tónlistafólk fari ekki að hlaupa með hagsmunum fjölmiðla í öndvegi til að þeir geti gert stóru fyrirsagnir til að selja og leiðrétt svo eftir atvikum svo með pínu litlu letri sem fáir taka eftir þegar og ef staðreyndirnar eru ekki eins og lagt var upp með í upphafi

Baldvin Nielsen 

B.N. (IP-tala skráð) 21.7.2016 kl. 17:43

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Baldvin, fjölmiðlar skipta engu máli og það veist þú mætavel. En það eru ungmennin sem skipta máli. 

Kristbjörn Árnason, 21.7.2016 kl. 18:04

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Kristbjörn, mér er vel ljóst að bæði kynin geta "lent í þessu" eins og þú orðar það.  En mér sýnist að umræðan snúist um hvort auglýsa eigi tilkynnt ofbeldi í fjölmiðlum, jafnvel áður en það hefur verið rannsakað og sannað. Eins og þú nefnir sjálfur þá "er þetta bara allsherjar fyllerí" svo vafamál geta komið upp.  
Hef sjálf einu sinni verið á Þjóðhátíð, þegar ég var ung, og verð að viðurkenna að ég sá þá engar fyllibyttur en hóp af fólki sem virtist bara skemmta sér vel.  En að vísu var það fyrir dópið.  :)

Kolbrún Hilmars, 21.7.2016 kl. 18:07

6 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Kolbrún, það gerir það ekki. Þarna hafa stjórnvöld kosið að fara aðrar leiðir í svona málum en allir aðrir gera og öðruvísi en fagfólk vill að gert sé. Þetta lyktar allt af hagsmunagæslu. Síðan nú er þetta ágæta fólk nú komið upp að vegg og getur ekki svarað fyrir vinnubrögðin og snýr bara út úr. 

Þetta er langfjölmennasta útisamkoman sem haldið er og ekki er farið í felur með að kornungt fólk er ölva að að skemmta sér. Þannig gerast margir mjög alvarlegir hluti og yfirvöld þarna virðast breiða yfir ósómann. Þú manst eflaust eftir því að fyrir nokkrum árum voru ,,Stígamót" með starfsemi á þessum mótum. En þær voru hraktar í burtu, því þá virtust atvikin verða miklu fleiri þegar þær voru þarna.

Það eina sem er eðlilegt, að farið sé að lögum fyrst bæjaryfirvöld og lögregla veita þetta skemmtanaleyfi. En síðan er auðvitað háttarlag RÚV alveg sér á parti og ekki til fyrirmyndar. 

Ég geri ráð fyrir, að þegar mín kynslóð mætti í Þórsmörk um Verslunarmannahelgar fyrir 55 árum hafi það verið miklu skuggalegri samkomur. Þar gerðist eitt og annað sem fólk hefur síðan borið á herðum sér allt sitt líf.

Kveðja Kolbrún 

Kristbjörn Árnason, 21.7.2016 kl. 18:31

7 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Nú er gamla íhaldið í eyjum þegar byrjað að gefa eftir, það er greinilegt hversu sterkar þessar hljómsveitir eru þegar þær taka sig saman. Það er auðvitað ljóst, að á bak við tjöldin er lítill sperrileggur sem er orðinn smeykur. Útgerðin getur ekkert hjálpað í þessum efnum.

Nú er spurningin hversu langt tvístirnið þarf að hopa fyrir kröfum þessara ungmenna sem hafa mikinn fjölda á bak við sig. Ekki bara krakka heldur einnig raunverulega kjósendur. 

Lögreglustjórinn er í felum

Kristbjörn Árnason, 21.7.2016 kl. 19:48

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

OK, en gefa HVAÐ eftir?

Kolbrún Hilmars, 21.7.2016 kl. 20:06

9 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Stígamótum og Neyðarmóttöku Landspítalans hefur verið boðið að koma og taka út forvarnarstarfið, gæsluna og viðbragðsteymið á Þjóðhátíð í Eyjum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem þjóðhátíðarnefnd sendi frá sér í kvöld. Tilefnið er sú ákvörðun fimm listamanna og hljómsveita að draga sig út úr hátíðinni ef ekki verði stefnubreyting varðandi upplýsingagjöf um kynferðisbrot.

 

Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, vildi lítið tjá sig um málið og kvaðst vilja bíða eftir formlegu boði frá þjóðhátíðarnefnd en það kastaðist í kekki milli þjóðhátíðarnefndar og Stígamóta fyrir fimm árum eftir ummæli þáverandi formanns nefndarinnar. Þá hafnaði Neyðarmóttaka Landspítalans því að verða við ósk lögreglustjórans í Vestmannaeyjum að upplýsa fjölmiðla ekki jafnóðum um tilkynnt kynferðisbrot.

Kristbjörn Árnason, 21.7.2016 kl. 20:13

10 identicon

Ég fór á Þjóðhátíð í Eyjum á hraðbáti frá Keflavik sem ég átti 1981 þegar Björk var að skemmta í Sykurmolunum ef ég man rétt. Á þessum tíma vissi maður ekki hvað eiturlyf var kannski pínu þegar talað var um 68 kynslóðina þá í fréttunum. Við sumir drukkum ótæpilega stundum vínandann á þessum hátíðum sem stundum fór úr böndunum en tal um nauðganir á þessum tíma man ég ekki eftir en maður sá ungdóminn lifa til að njóta og flestir voru glaðir í Dalnum man ekki.

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 21.7.2016 kl. 20:38

11 Smámynd: Kristbjörn Árnason

eg veit ekki hvað þú ert gamall Baldvin. En þetta var svakalegt þegar ég var í Þórsmörk. Það var ýmislegt sem gerðist í merkurferðu.

Ekki allt fallegt á nútíma mæli kvarða. Síðan vorum við með miklu sterkari drykkjarföng. Ekkert var rætt um nauðganir, það var eins þetta væri allt bara eðlilegt. 

Ég man eftir einu alveg örugglega þegar ég vaknaði að morgni við heita bunu yfir andlitið og loks þegar ég gat opnað augun sá ég það sem ég hafði lengi þráð að sjá.

Ég var bara heppinn. En það voru ekki allir

Kristbjörn Árnason, 21.7.2016 kl. 20:47

12 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Málið leyst, Kristbjörn.  Með öllum þessum forvörnum og margföldu eftirliti á forvörnunum getum við gengið út frá því að komi inn nauðgunarkæra á Þjóðhátíð þá er hún upplogin.  :)

Kolbrún Hilmars, 21.7.2016 kl. 21:22

13 Smámynd: Kristbjörn Árnason

eg er ekki viss um það Kolbrún.Þær eru harðar hjá Stígamótum. Þær munu nær örugglega krefjast þess, að það verði þær og Landsspítalafólkið sem annist þessa móttöku í eyjum. 

Kristbjörn Árnason, 21.7.2016 kl. 23:04

14 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæl Kolbrún, ljóst er að eitthvað jákvætt er að gerast í réttindamálum ungs fólks og sérstaklega ungra kvenna. Það er jákvætt. Ljóst er auðvitað, að málið snertir bæjarstjórn og bæjarsjóðinn í Vestmannaeyjum.

„Öllum sem að þess­um mál­um koma geng­ur gott eitt til. Þótt þau kunni að deila um leiðir þá hafa þau sömu mark­mið,“ seg­ir Elliði Vign­is­son bæj­ar­stjóri Vest­manna­eyja­bæj­ar sem hitti Unn­stein Manú­el Stef­áns­son úr hljóm­sveit­inni Retro Stefs­son í gær. Páley Borgþórs­dótt­ir, lög­reglu­stjór­inn í Vest­manna­eyj­um var einnig viðstödd.

„Ég vil nú ekki kalla þetta fund, það var ekki hald­in nein fund­ar­gerð eða fund­ar­dag­skrá. Við hins veg­ar rædd­um þessi sam­eig­in­legu áhuga­mál okk­ar um það hvernig við best get­um staðið að umræðu um þá þjóðfé­lags­vömm sem kyn­ferðisaf­brot eru. Við rædd­um um hvernig við get­um bætt verklag okk­ar í kring­um þjóðhátíð og umræðuna þar að lút­andi en ég vil ekki fara með neitt sem okk­ur fór á milli beint, því þessi hitt­ing­ur var ekki til þess gerður,“ seg­ir Elliði.

Elliði mun aft­ur hitta Unn­stein síðar í dag. „Við ætl­um að hitt­ast aft­ur í dag og reyna að taka mark­viss skref til þess að sam­eina en ekki sundra. Við vilj­um standa sam­eig­in­lega í bar­átt­unni gegn þeim viðbjóðslegu glæp­um sem kyn­ferðisof­beldi er,“ seg­ir Elliði.

Unnsteinn Manúel.

Kristbjörn Árnason, 22.7.2016 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband