Pólitíkin getur verið andstyggileg og vægðarlaus.

  • Í fréttum Mbl eru tvær fréttir, önnur segir Brýnt að setja lög um rétt­indi barna sem er svo sannarlega rétt.
    *
  • Nauðsynlegt er að slík lög uppfylli skilyrði um líf barna í nútíma samfélagi á Íslandi.

skólabörn

Í annarri frétt segir að borgarstjórnÞvingar foreldra fyrr heim úr vinnuí þeirri frétt segir Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir ákvörðun borg­ar­inn­ar um að stytta þann tíma sem frí­stunda­heim­ili Reykja­vík­ur­borg­ar eru opin og loka þeim klukk­an 17 í stað 17.15 hafa í för með sér veru­lega þjón­ustu­skerðingu fyr­ir for­eldra margra barna.

Síðar í fréttinni segir:
Á fundi stjórn­kerf­is- og lýðræðisráðs Reykja­vík­ur­borg­ar í gær lögðu Hild­ur og Björn Gísla­son, full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins í nefnd­inni, fram bók­un þar sem fram kem­ur að skoða hefði átt bet­ur hvernig hægt hefði verið að halda þjón­ust­unni áfram með því að skera niður ann­ars staðar í kerf­inu eða bjóða for­eldr­um að greiða hóf­legt gjald fyr­ir þá aukaþjón­ustu sem nú stend­ur til að skera niður.  „Metnaðarfull stefna um frí­stundaþjón­ustu miss­ir marks þegar fram­kvæmd þjón­ust­unn­ar er svo með slíku sleif­ar­lagi,“ seg­ir í bók­un­inni.

  • Hildur og Björn hafa greinilega ekki hagsmuni barnana í huga í þessum pólitíska hráskinnaleik. 
    *
  • Það getur ekki talist vera eðlilegt að börn á yngsta stigi í grunnskóla séu í skipulegu starfi undir stjórn annara frá kl 8:00 á hverjum virkum degi til rúmlega 17:00.
  • Síðan eiga þessi börn eftir að fara með foreldrum sínum í innkaupaferðir.
    *
  • Eða e.t.v. hafa þau ekki þekkingu á þörfum barna á þessum aldri.

mbl.is Þvingar foreldra fyrr heim úr vinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband