Engeyjar menn

  • Nú er kátt í höllinni og allir fá sitt nammi
    *
  • Búið er að setja pakkana undir myndirnar af gömlum leiðtogum flokksins.

gálgahraun

Allir svartir ,,smóking-gallar" komnir úr hreinsun eftir jólamatinn, allir sósublettir farnir og nýir síðkjólar bíða í fatskápum yfirstéttarinnar.

Allir vita og sætta sig við að ákveðið glerþak er við lýði í þessum hópi. Þessu þaki stjórna Engeyjarmenn og að mestu bak við tjöldin.

En frá dýpstu rótum eru þeir ættaðir úr Dölum vestur, þar sem menn komust í álnir á fyrri tímum. Nægir að nefna bæjarnöfnin, Hrappsey, Staðarfell og Skarð.
 

Hagsmunir ættarinnar eru jafnan varðir af yfirvöldum, með þeim meðulum sem með þarf hverju sinni.

En þeir stjórna ekki aðeins þessum partýum. Þeir hafa stjórnað landi og þjóð alla tíð frá lýðveldisstofnun og jafnvel lengur ef litið er lengra aftur í tímann.

Þótt Framsókn hafi all oft átt menn í forsætisráðuneytinu og stundum átt samstarf með öðrum flokkum hefur það litlu breytt um hin raunverulegu völd. Valdataumarnir hafa legið eftir straumi fjármagnsins og um heildarsamtök atvinnurekenda og einkum um LÍÚ. Yfirfrakkinn í þessum samtökum er þeirra maður.

Eina undantekningin og veldi ættarinnar er þegar Jóhönnu og Steingrímsstjórnin var að moka flórinn eftir þessa kumpána í heilt kjörtímabil. 

Myndir teknar áður en nefin fóru að lengjast fyrir alvöru. Drengir sem eru ótrúlega sakleysislegir í andliti

Mynd frá Haraldur Axel Jóhannesson.

 

  


mbl.is Ráðherraefni kynnt brátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband