Otrúleg frétt ef sönn er. Skýrslan lagfærð fyrir birtingu.

Skattaskjólsskýrslunni var breytt af fjármálaráðuneytinu rétt fyrir birtingu

Breytingasaga skattaskjólsskýrslunnar sýnir að henni var síðast breytt 6. janúar af fjármála- og efnahagsráðuneytinu skömmu áður en skýrslan var birt.

Gunnar Thorberg, framkvæmdastjóri Kapals Markaðsráðgjöf ehf., bendir á þetta í stöðufærslu á Facebook. „Ég er nú ekki mjög pólitískur „en til gamans“ skoðaði ég skýrsluna um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Hér sjáið þið svart á hvítu hvernig átt hefur verið við hana, hver gerði breytingar og hvenær. Ég velti fyrir mér hvort eðlilegt sé að átt hafi verið við skýrsluna í Fjármálaráðuneytinu?

Voru gerðar breytingar á skjalinu eftir að það var afhent frá starfshópnum sem lokaskjal til ráðuneytisins? og ef svo er hvaða breytingar voru gerðar á upphaflega skjalinu frá starfshópnum?“ skrifar hann á Facebook.

Þá spyr hann: „Er þetta ekki skjalafals ef átt hefur verið við þetta skjal í ráðuneytinu og ber að rannsaka sem lögbrot?“

Breytingasaga skýrslunnar

Breytingasaga skýrslunnar

Skýrsla starfshóps fjármálaráðherra um aflandsfélög var stungið undir stól af Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, fram yfir kosningar. Þrátt fyrir að hafa fengið hana afhenta um miðjan september og að boðað hafi verið til kosninga vegna heimsmets ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í ráðherrum í skattaskjóli. Panamaskjölin afhjúpuðu tengsl þriggja ráðherra við fyrirtæki í lögsögu skattaskjóls. Nöfn þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bjarna Benediktssonar og Ólöfu Nordal var öll að finna í panamaskjölunum. 

Auglýsing 

Skýrslan var birt 6. janúar eftir að Kjarninn hafði ítrekað fjallað um málið og krafist skýrslunnar.  Bjarni segir í kjölfar birtingarinnar í viðtali við RÚV:,, Skýrslan er í raun og veru ekki komin til okkar svona í endanlegri mynd fyrr en eftir að þing er farið heim.”  Nú er komið í ljós að Bjarni sagði ósatt um þetta atriði. Þegar Bjarni segir að skýrslan hafi ekki borist honum í endanlegri mynd fyrr en eftir tiltekinn tíma felur það í sér að hann hefur fengið hana í annarri mynd áður og þá væntanlega til umsagnar og til að fá færi á að hafa áhrif á endanlega útgáfu hennar.

 

Hvar eru nöfnin???


mbl.is Kynna stjórnarsáttmálann í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband