Fast verð fyrir hvert kíló af fiski eftir tegundum er eðlilegasta veiðigjaldið

  • Forsætisráðherra boðar að breyta veiðigjöldum í skattagreiðslur, er þýðir að mörg útgerðar-fyrirtæki komast hjá því að greiða veiðigjöld.

Þessi orð nýja forsætisráðherrans:

,,Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir svigrúm til að taka hærra auðlindagjald af útgerðinni en gæta þurfi þess að leggja ekki of háar álögur á þau fyrirtæki sem ganga verr með styrkingu krónu".

RUV.IS
Bjarni benediktsson 1

Hann segist þar með vilja breyta veiðigjöldunum í skattagreiðslur, þ.e.a.s. að þau fyrirtæki sem hafa arð greiði veiðigjöld en ekki útgerðarfyrirtæki sem rekin eru með halla. Orð hans verða ekki skilin öðruvísi.

Það yrði skelfileg breyting og segir um leið, að hann ætlist til þess að almenningur í landinu þurfa að bera hallarekstur í útgerð í enn meira mæli en áður.

En þetta eru sjónarmið útvegsmanna og reyndar sjómanna einnig. Því miður, en þessi sjónarmið hafa einnig náð inn í raðir vinstri manna.

Sjómenn krefjast einnig sérstaks afsláttar af sköttum er þýðir bara það eitt. Að annað launafólk verður að greiða meiri skatta, fólk sem hefur ekki þriðjung af tekjum margra sjómanna.

Þetta segir einnig, að pólitísk sjónarmið margra ráðast persónulegum hagsmunum þeirra en ekki af hagsmunum samfélagsins í heild sinni.

 

mbl.is Fjármálastefnan fyrst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband