Reyndar hafa sjómenn og útgerðarmenn verið að bíða eftir lagasetningu lengi

  • Sjómenn voru sagðir dáðadrengur
    *
  • Í slagarasöngvum æsku minnar

Sjómenn gangast alveg við því að vera ekki láglaunamenn, heldur oft á tíðum það sem ég myndi telja til hálaunamanna. 

fiskiskip

Atvinnugreinin sem þeir stunda  er freklega ríkisstyrkt, nokkuð sem stangast á við alla réttlætissýn.

Atvinnugreinin stendur raunar utan við alla alþjóðlega viðskiptasamninga sem íslendingar hafa gert. En fleytir rjómann af ávinningi þjóðarinnar af samningum við t.d. ESB. Á meðan launafólk í iðnaði ber kosnaðinn á herðum sér.

Nú eru sjómenn í verkfalli og gera eðlilegar kröfur um frítt fæði um borð í skipunum. Þá er ákveðinn ásteytingasteinn er snýst um skilgreinda þátttöku sjómanna í rekstri og endurnýjun skipana. Nokkuð sem er bara fáránlegt fyrirbæri. 

  • En auðvitað er það hlutskipti alls launafólks að taka þátt í rekstri, endurnýjun og fjárfestingum þeirra fyrirtækja sem þeir starfa hjá. En það er ekki formlegt
    *
  • Átökin um kjörin eru alltaf þetta sama meginstef í öllum vinnudeilum. Þ.e.a.s.um réttláta skiptingu á arði fyrirtækjanna milli launafólks og eigenda fyrirtækjanna.

Síðan koma kröfur sjómanna um að endurvekja sjómanna afsláttinn. Þeir telja að hann eigi að vera 2000 kr. á hvern úthaldsdag.  Ef miðað er við að þeir dagar séu 21,65 á mánuði eins og hjá landverkafólki myndi sú upphæð nema kr. 43.300.oo  á mánuði skattfrjálst.

Upphæð sem jafngildir rúmum 65 þúsundum í brúttótekjum hjá verkamanni sem greiðir skatta af sínum tekjum.

Þetta er ansi rífleg upphæð ef miðað er við laun verkafólks sem starfar eftir launatöxtum Starfsmannasambandsins sem í ákveðnum tilfellum nær ekki 300 þúsundum hvern mánuð.

Þá segir í Mogga litla í dag að síðasta ríkisstjórn hafi boðið sjómönnum 500 kr á dag í sjómannaafslátt ef þeir samþykktu síðasta samningsuppkast.

Er þýðir væntanlega hækkaða skatta hjá skattgreiðendum en þeir eru fyrst og fremst launamenn á Íslandi.

Mest greiða láglaunamenn, þessu var auðvitað haldið leyndu fyrir þeim sem greiða áttu kostnaðinn. Slíkur verknaður væri auðvitað bara aukinn styrkur til útgerðarinnar til viðbótar við stórfelldar niðurfellingar á veiðgjöldum. 

Mogginn rifjaði það upp í morgun að sjómanna aflátturinn var fyrst tekinn upp 1954, þegar Ólafur Thors var forsætisráðherra. En allir vita um þátt hans í útgerð ,,Kveldúlfs" og hann var einnig árum saman formaður félags eigenda botvörpunga sem var undanfari LÍÚ. Þannig að Ólafur Thors hafði mikla hagsmuni í þessu máli á sinni tíð.

  • Ekki lýgur Mogginn. 

 


mbl.is „Óttumst ekki lagasetningu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband