Til Glöggvunar,

  • Þessa dagana er mikið fjallað um ýmsa þræði sem liggja til fjarlagðra eyja.

Hér má sjá hvernig einka aðilar komist yfir sjóð Samvinnufélags sem með réttu átti að vera í eigu viðskiptavina félagsins.

Finnur Ingólfsson

Gift er fjárfestingafélag sem var stofnað árið 2007 og var upphaflega í eigu Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga.

Félagið er talið hafa fengið lán hjá Kaupþingi september 2008 sem var hugsað til þess eins að halda gengi Kaupþings uppi.

Árið 2011 gekk Gift í gegnum nauðasamninga hjá Arion banka og þá voru 57 milljarðar króna af skuldum Giftar afskrifaðir.

Forsaga Fjárfestingarfélagsins Giftar er að finna í Samvinnutryggingum sem voru stofnaðar árið 1946 með stofnfé úr SÍS.

Árið 1989 voru Samvinnutryggingar og Brunabótafélagið sameinuð og úr varð VÍS með um 50 þúsund félaga og rúmlega eitt þúsund fyrirtæki.

Árið 2003 tóku Samvinnutryggingar svo þátt í kaupum á Búnaðarbankanum sem síðar varð Kaupþing og hagnaðist félagið mjög á kaupunum.

Haustið 2007 voru Samvinnutryggingar lagðar niður en eignir og skuldir yfirfærðar í fjárfestingarfélagið Gift sem hélt áfram að fjárfesta á markaði með eignir Samvinnutrygginga en að mestu í fyrirtækjum sem tengdust stjórnendum Giftar.

Þar má nefna félög sem Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra, átti hlut í og félögum sem Þórólfur Gíslason, stjórnarformaður Giftar og kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagafjarðar átti í.

Þórólfur og Finnur urðu m.a. eigendur að Kaupþingi við einka-væðingu Búnaðarbankans.

(Wikipedia)


mbl.is Finnur: „Ég á ekki þetta félag“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Kristbjörn. Takk fyrir þessa samantekt. Í löglausu, dómaraspilltu og lögmannastýrðu landi er og verður fjandinn laus, en varnarlaust og saklaust smáafbrotanna ógæfufólk er og verður dæmt fyrir hvítflibbaglæpina. Það er að segja ef ekki verður opnað á að fólk megi tjá sig án þess að vera hálf eða aldrepinn fyrir það. Eiginlega ætti að hlífa öllum við sekt og dóm svo fólk fáist til að segja frá. Það segir enginn frá ef það kostar mannorðsmorð og aftökur.

Það er óhjákvæmilegt að horfast í augu við hversu glæpsamlegur raunveruleikinn á Íslandi er, og gera eitthvað til að betrumbæta kerfið. Til þess þarf fólk að geta tjáð sig án þess að stórskaðast. Við vitum mjög mörg að alvarlegar hótanir eru algengar og lögmanna/dómsstólavarðar á Íslandi. Sumir kalla þetta mútur, en það er að mínu mati bara "fínt" orð glæpavaldsins yfir alvarlega hótun.

Ég var eitthvað að googla Lunda, vegna mikillar umræðu um hver var á bak við Lundann.

Finn Hótel í Lundi í Svíþjóð er í nokkuð merkilegu nágrenni við ýmsar risastofnanir. En það er nú ekki sama málið og þetta Kaupthinks Lundamál?

Merkilegt hvað allar rannsóknir Íslands þessa síðustu mánuði fara alltaf beit til Svíþjóðar til að rannsaka og sanna þetta og hitt?

Finnst engum það neitt umhugsunarvert?

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.4.2017 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband