Fiskimið við Færeyjar eru erfðarauðævi færeysku þjóðarinnar

  • Þetta er auðvitað góð og réttmæt umræða hjá frændum okkar Færeyingum
    *
  • Þetta er þjóð sem hefur barist fyrir sinni landhelgi til að verja sín erfðarauðævi
    *
  • Færeyingar eru með veiðileyfakerfi þar sem þarlendum útgerðum þjóðarinnar er gert kleyft að veiða fisk í auðlind Færeysku þjóðarinnar.

Ástandið er bara svipað á Íslandi, erlendum aðilum er heimilt að eiga allt að 49% í íslenskum útgerðum sem hafa haft veiðiheimildir í auðlind þjóðarinnar.

Síðan geta erlendir aðilar átt óformlega enn stærri hlut ef útgerðin skuldar viðkomandi erlenda eiganda fé.

Er skapar þá hinum erlenda eiganda enn meiri völd yfir útgerðinni og afla hennar. Auðvitað eru skipin veðsett bak og fyrir.

  • Útlendingar einkum breskir hafa fyrir löngu keypt sér aðgang að íslenskum fiskistofnum og stunda nú miklu arðsamari útgerð en þeir gerðu áður á úreltum og gömlum togurum.

En það er auðvitað óskiljanlegt hvað íslenskum stjórnmálamönnum kemur þetta við, þetta sem færeyingar eru að hugleiða. Það getur ekki verið eðlilegt verkefni stjórnvalda að hlaupa eftir hagsmunum einstakra fyrirtækja á Íslandi.


mbl.is Samstarf í Færeyjum í óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband