Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Martröð Sjálfstæðisflokksins-- afleiðinng martröð þjóðarinnar

,,Martröðin

„Ég á mér þann draum að í framtíðinni verði Ísland þekkt um víða veröld sem alþjóðleg fjármálamiðstöð.“

Martröð

Þetta sagði Halldór Ásgrímsson þáverandi forsætisráðherra og formaður framsóknarflokksins á viðskiptaþingi í ársbyrjun 2005.

Geir H Haarde þáverandi formaður sjálfstæðisflokksins og arftaki Halldórs sem forsætisráðherra sagði síðar að af hans hálfu hefðu mörg skref hefði verið tekin í áttina að því að uppfylla draum Halldórs. Helst var þar til að dreifa lækkun skatta á fjármagn og fyrirtæki, skattafrádrag vegna hlutabréfakaupa og lagabreytingar til að einfalda regluverkið og skrifræði. Einfaldara Ísland, hét það víst.

Það verður seint sagt um Geir ræfilinn Haarde að hann hafi verið farsæll stjórnmálamaður. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um orsakir Hrunsins er allt það sem hann taldi til sér og sínum til ágætis tekið sem dæmi um dæmalaus vond stjórnmál. Draumur Halldórs varð svo að martröð okkar hinna.

Og enn láta menn sig dreyma.

Ég hef trú á því að ef þessi útlendi prófessor vissi hvað jarðvegurinn á Íslandi er frjór fyrir allskonar vitleysu þá hefði hann aldrei látið þetta út úr sér.

Það er því full ástæða fyrir okkur til að hafa áhyggjur. Miklar áhyggjur".(Björn Valur) 

  • Það eru auðvitað ýkjur að hér hafi eitthvað verið ofsagt, Björn Valur er vanur að tala hreint út um hlutina eins og hans starfstétt er vön að gera ásamt öðrum úr stétt venjulegra launamanna. En elítan á Alþingi á erfitt með að þola málsnið Björns Vals.
    .         
  • Það fer ekkert á milli mála að rannsóknarnefnd Alþingis dæmdi Geir Haarde af verkum hans og Landsdómur dæmdi hann fyrir að hafa brotið Stjórnarskránna með starfsháttum sínum og þessi Evrópudómstóll hefur enga merkingu þegar Landsdómur er annarsvegar.  

  • Hann hefur ekkert yfirþjóðlegt vald yfir Landsdómi þessi dómstóll og ekki heldur eitthvert Evrópuþing stjórnmálamanna sem ekki eru hlutlausir í svona máli. Það var þjóðin sem dæmdi Geir sekan. Evrópudómstóllinn getur auðvitað sagt sína skoðun en síðan ekki söguna meir. 


En ég er viss um að Geir er sómakarl  og hann hafi ekk brotið stjórnarskránna af yfirlögðu ráði. Ég hafði alltaf mikið álit á honum sem vönduðum stjórnmálamanni af miklum íhaldsmanni að vera. En það truflaði að vísu þetta álit nokkuð þegar hann réðist á fréttamannin í Stjórnarráðinu forðum.

Ég veit ekki betur en að Geir hafi verið í ríkisstjórn árum saman samfellt og endaði sem forsætisráðherra. Þjóðarskútan fór á hliðina á hans vakt og hann hlýtur að bera ansi þunga ábirgð á þeim ófögnuði. Það verður seint sagður farsæll endir á hans ferli sem ráðherra í áratug og skipper síðustu árin.

Gleymum því ekki að Geir Haarde vann að undirbúningi þess að á Íslandi yrði alþjóðlega fjármálamiðstöð. En Sjálfstæðisflokkurinn vonast auðvitað til þess að nýtt Alþingi náði Geir Haarde. Það er ómögulegt að sjá að Alþingi hafi eitthvert vald til þess. Varla verður maður með alvarlegan dóm á bakinu seðlabankastjóri. 

 


mbl.is Karpa um Geir Haarde
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkileg afstaða margra fjölmiðla í sakamálum fjármála-aflanna

 

  • Auðvitað eiga allir sem bornir eru einhverjum sökum að njóta sannmælis og verða dæmdir samkvæmt lögum landsins. 
  • Þessi málaferli öll vekja litla athygli almennings og svo virðist sem almenningur láti sem þessi mál komi sér ekki við.

 

Það virðist ljóst á málflutningi flestra fjölmiðla landsins að þeir taka málstað þeirra sem ásakaðir hafa verið þegar fylgst er með vinnubrögðum þeirra.  Þau kappkosta greinilega að gera lítið úr vinnubrögðum sérstaks saksóknara.

Það er gjarnan básúnað þvert á forsíður þegar stjörnulögmenn á Íslandi (sem ekki eru lögmenn þjóðarinnar) tekst með alkyns brögðum að klekkja á saksóknaranum. Mál verða jafnvel ónýt af miklum töfum og af tæknilegum ástæðum en ekki vegna þess að sakborningur sé saklaus. Það virðist vera algjört aukaatriði í þessum málum.

Helsti lærdómur alþýðunnar í landinu af öllu þessu sjónarspili sem hljóta að kosta ógrynnii fjár. Er að lögin eru ófullkomin og götótt, dýrir lögmenn sem lið fjármálaspekulantanna hefur í daglegri vinnu hjá sér, virðist geta fundið allskyns leiðir til að fara á svig við gildandi lög í landinu og almenn viðhorf um hvað er rétt og hvað rangt.

Því er það býsna sérkennilegt þegar þessu lögmannastóði er hrósað daglega í þessum fjölmiðlum fyrir að klekkja á dómskerfi landsins. Eina haldbæra skýringin á þessu háttarlagi fjölmiðla er, að þessir aðilar bornir eru þungum sökum eru meira og minna eigendur þessara fjölmiðla eða eru í mjög sterkum tengslum  við þessa eigendur.

M.ö.o. fjölmiðlarnir eru ekki hlutlausir og þeir taka sér stöðu með meintum sakborningum. 

Þessi staða kalla á nýjar lagasetningar sem standast þessi áhlaup peningamanna.


mbl.is Kerfisbundin „mistök“ saksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er rétt að vinnumarkaðurinn getur verið alvarleg ógn

 

  • Við stöðugleika í efnahagsmálum á Íslandi. 
  • Launamenn á Íslandi búa ekki við frjálsan samningsrétt í kjaramálum og verkfallsrétturinn er verulega skertur miðað við réttindi í launamanna í norður Evrópu.
En það kann að vera að ég sé ósammála Bjarna um hvers vegna vinnumarkaðurinn er svona mikil ógn. Að mínu mati er það sú mikla miðstýring sem tíðkast um kjarasamninga á vinnumarkaði og innbyggt misrétti sem er hin mikla ógn. 

Ríkisvaldið er meira og minna með nefið ofan í kjarasamningalausnum það byggist á því að binda mjög stóran hluta af verkalýðshreyfingunni við ákveðnar lágmarks lausnir. 

Síðan eru atvinnurekendur á almennum vinnumarkaði í raun ekki bundnir af þeim samningum sem þeir hafa undirritað. 

Þeir hafa bæði frelsi til að hækka laun umfram umsamdar launahækkanir enda eru í gangi aðrir baksamningar bæði við einstök verkalýðsfélög og einnig eru vinnustaðasamningar um fasta launagreiðslu umfram launataxta.

Atvinnurekandinn getur síðan velt auknum launakostnaði út í verðlagið og gerir óspart ef markaðurinn leyfir. Erlendir ferðamenn hafa breytt markaðs aðstæðum í landinu

Ef vinnumarkaðurinn byggi við frjálsa kjarasamninga við einstök félög eða starfsgreinar er nokkuð ljóst að þessir neðanjarðar samningar væru óþarfir. Á sama tíma eru kjaramál opinberra starfsmanna í eilífu frosti.

Þá eru stórar framkvæmdir gjarnan á vegum ríkisins eins og sjá má á vinnubrögðum iðnaðarráðherra nú þegar erlendum stór-fyrirtækjum eru gefin loforð um ódýra orku á kostnað almennings í landinu.

En kostulegur er málflutningur Bjarna þegar hann kvartar undan fyrri ríkisstjórn, ráðstefnugestir hafa örugglega skemmt sér konunglega því allir gera sér fulla grein fyrir þeirri staðreynd að hinn mikli bati í efnhagsmálum á Íslandi er fyrir frábær störf vinstri stjórnarinnar.  Núverandi stjórn er rétt ársgömul og hennar verk eru tæplega farin að hafa mikil áhrif enn.

Síðan gerist hann sendsveinn LÍÚ  og talsmaður , þar sem hann kvartar undan því á þessum vettvangi að útgerðin þurfi að greiða smáaura fyrir að fénýta auðlind þjóðarinnar. Einnig  ber hann sig illa undan þeim vilja þjóðarinnar til að laga stjórnarskrá landsins.

Hangir Bjarni í böndum LÍÚ?

 

 

 


mbl.is Vildu auka pólitískan stöðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá vitum við hvert siðvitið er

 

  • Þetta athæfi verður ekki afsakað með orðhengilshætti. 
    .
  • Þetta er heldur ekki flokkspólitískt mál, þetta er siðgæðisbrestur ráðherranna.
    .
  • Menn verða að hafa í huga að vandi fylgir vegsemd hverri. 

 

 

Fyrir örfáum árum var íslenskt viðskipta samfélag gegnsýrt af allskonar tengingum. Á bak við tjöldin voru flest fyrirtæki með með hverskyns þræði milli sýn sem fóru leynt fyrir almenningi og raunar einnig opinberum stofnunum. Þetta voru kölluð krosseignabönd eða tengsl

Á þessum tíma voru fjölmargir áhrifamiklir stjórnmálamenn innvinklaðir í þessi tenglanet fyrirtækja og sjóða með ýmsum hætti. Flestir þessara stjórnmálamanna voru síðan að þiggja gríðarlega háa styrki frá  hinum og þessum fyrirtækjum. 

Einnig stjórnmálaflokkar einkum Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Framsóknarflokkur. Mjög oft voru þetta einmitt þau fyrirtæki sem höfðu hagsmuni af því hvernig kaupin  gerðust á hinu háa Alþingi. 

Það sköpuðust hagsmunatengsl sem náðu inn á Alþingi og slík tengsl eru enn við lýði og haf agreinilega mikil áhrif á ákvarðanir núverandi ríkisstjórnar. 

 

  • Þetta er auðvitað hrein spilling. 

 

Ekki ætla ég mér að væna þá Sigmund Davíð og Bjarna um óheiðarleika  og eða að þessi veiðiskapur sé einhver hluti af einhverju spillingarfeni. Þetta er bara mjög slæmt fordæmi og gefur því hugarfari undir fótinn að það sé bara allt í lagi að kjörnir fulltrúar á Alþingi og jafnvel ráðherrar þiggi ýmis boð og gjafir. 

Þetta boð er auðvitað gjöf til þessara ráðherra. Málshátturinn Æ sér gjöf til gjalda lýsir þessu vel og vísar til þess að sá sem gefur væntir þess að fá eitthvað í staðinn.

Menn mega ekki gleyma því, að Sigmundur Davíð var kosinn formaður Framsóknarflokksins út á það m.a. að hann væri maður nýrra tíma og ekki tengdur við spillingarvinnubrögð gömlu foringja flokksins.

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki búinn að gera upp sína spilltu fortíð sem var svo áberandi á fyrstu árum þessarar aldar. Satt að segja hélt ég að stjórnmálamenn í dag væru sammála um að taka ekki aftur upp þessa spilltu siði.

Ég er enn á þeirri skoðun að þessir tveir ráðherrar ætli sér það ekki. En hvað geta þeir sagt ef aðrir ráðherrar fara þiggja gjafir og eða þingmenn? Þeir geta ekkert sagt því að þeir hafa gefið fordæmið og þeir eru foringjarnir. Eftir höfðinu dansa limirnir.

Þetta var auðvitað ekki lagabrot heldur brot á siðferðilegum reglum sem hafa orðið til eftir hrun og þjóðin var sammála um að slíkar reglur bæri að hafa í heiðri. Þetta er afar slæmt fordæmi.


mbl.is Fyrsti laxinn á land í Norðurá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætla menn að detta í það?

 

  • Öllu má nú nafn gefa, en gjörningurinn er sá sami,
    siðgæðið í sama lágmarki og forðum á bólguárunum
     

Það væri ótrúlegt dómgreindarleysi af þessum ráðherrum ef þeir færu að þiggja slíkt boð. Þar sem boðið væri uppá á bjúgu í hvítri sósu ásamt grænum baunum og kartöflum.  Einnig með ljúfu söngvatni og kaffi. Það væri sannast sagna ótrúlegt að þeir létu blekkjast af þessu boði.

 

Áður fyrr á árum var það þekkt að ráðmenn þjóðarinnar þáðu slík boð um laxveiðar og voru þá kjörnir fulltrúar algengir í slíkum boðum.  Aðilar eins og ráðherrar og einnig bankastjórar ríkisbankanna.

 

Þessi boð voru talin ein helsta birtingarmynd spillingarinnar á Íslandi, mikil umræða stóð um þessar veiðiferðir árum saman. Ýmiskonar svona klapp  í þessa veru var algengt og sendar voru koníaks flöskur þvers og kruss til manna í áhrifastöðum  er átti að hafa góð áhrif í viðskiptum.

 

Það væri alvarleg mistök hjá þeim Bjarna og Sigmundi ef þeir færu að þiggja slíkt boð. Ráðherrarnir yrðu að vera siðlausir ef gætu horft framan í þjóðina eftir að hafa þegið svona boð. 


mbl.is Laxveiðiferðin ekki boðsferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lög duga ekki á flugmenn

 

  • þetta var raunar vitað fyrir fram og hætt er við að þessi lög verði flugfélaginu miklu dýrari heldur en að ef forstjóri þess hefði haft vit á því að semja strax með eðlilegum hætti. 
    .
  • A.m.k. hefði félagið ekki skaðast eins og það virðist ætla að verða raunin.

  • Þarna er það auðvitað hrokinn sem tók völdin.

 

 

Forstjóri flugfélagsins breytist skyndilega í formann samtaka atvinnurekenda og hann reyndi að sýna ímyndaðann mátt sinn. Hann hélt að hægt væri að hnoða atvinnuflugmenn eins og leir. Rétt eins og forystumenn samtaka atvinnurekenda hafa gert árum saman við ófaglært verkafólk árum saman.

Hætt er við að annað starfsfólk flugfélagsins láti sér ekki duga þessi 2,8%. Það var raunar vitað löngu áður að aðrir starfsmenn flugfélagsins munu fá miklu meiri launahækkanir en látið hefur verið með af forstjóranum opinberlega. 

Almenningur hefur horft á það mánuðum saman að ríkisstjórnin hefur verið að færa milljarða króna frá almenningi í hendur útgerðamanna. Þessi millifærsla á sér enga líka. Þá hafa launamenn einnig séð ríkisstjórnina lækka skatta á hálaunafólki sem þýðir bara eitt. Að það verða lagðir hærri skattar á almenning í landinu ef ekki með beinum hækkunum þá með t.d með hækkun á öllum þjónustugjöldum.

 

  • Það er gamla frjálshyggjuleiðin sem blífur nú. 

  • Hver er skoðun eigenda flugfélagsins á þessu háttarlagi?  
  • Eins og allir ættu að vita, að þá eru það lífeyrissjóðir launamanna sem eiga þetta flugfélag.

 


mbl.is Fleiri flugferðir felldar niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórn elítunnar hefur sýnt sitt rétta andlit

 

  • Allt með samþykki „Heimsýnar“ að sjálfsögðu  

Ríkisstjórnin setti lög láglaunafólk er starfar um borð í Herjólfi og sú ástæða sögð að vinnustöðvunin stöðvaði samgöngur við Vestmannaeyjar.

Það var auðvitað alrangt þar sem aðeins var um að ræða yfirvinnubann. Aðrar samgöngur voru á fullu og einnig möguleikar á flutningum með öðrum skipum.

þjónar sínum herrum dyggilega

En ríkisstjórnin var auðvitað að hugsa um hagsmuni útgerðar og fiskvinnslu í eyjum þeim var hjartanlega sama um hagsmuni þessa láglaunafólks. Pólitísk aðgerð. 

Stöðugar hótanir vofðu yfir hlaðmönnum og öðrum starfsmönnum á flugvöllum er þeir fóru í nokkur örverkföll. Um er að ræða venjulega launamenn á lágum grunnlaunum.

Þessar hótanir voru af pólitískum toga og voru til þess að vernda hagsmuni atvinnurekenda í landinu.  Þetta fólk hafði gætt þess að trufla sem minnst flugumferð til og frá landinu. Þeir sköðuðu stórlega möguleika þessa fólks til samninga.

Þessi fyrirhöguðu lög á flugmenn er bara enn einn vitnisburðurinn hvernig þessi ríkisstjórn gerir lögvernduð samningsréttindi launafólks að engu. Brotin eru lög í þeim pólitíska tilgangi að vernda hagsmuni þessa eina flugfélags sem með réttu hefði átt að hafa orðið gjaldþrota.

Það eru fjöldamörg önnur flugfélög sem fljúga til og frá landinu. Ríkisstjórnin og milljónamæringarnir sem stjórna þessu flugfélagi munu ekki ráða við flugmenn.  Þeir geta sem hægast sagt upp störfum og félagið fær ekka aðra flugmenn í stðin á meðan ósamið er.
 

Þetta er óskastaða „Heimsýnar“  heimóttarbragurinn sjálfur í hávegum og elítustjórnarfar í algleymingi. 

  • Var ríkisstjórnin búin að semja um það við stjórnarandstöðuna, að þetta mál færi á dagskrá??. 
Gjaldþrota þotuliðið makar krókinn og ríkisstjórnin styður sína menn.

Formaður samtaka atvinnurekenda sagður með 3,5 milljónir á mánuði samt má hann vera að því að standa í kjarasamningum sjálfur hálaunamaðurinn. Maður hefði haldið að slíkur hálaunamaður yrði að skila miklum afköstum.

DV: Laun lykilstjórnenda Icelandair Group og dótturfélags þess Icelandair, hafa hækkað um tugi prósenta á undanförnum misserum. Þannig hafði Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, um 1,9 milljónir króna í laun á mánuði árið 2010. Hann fékk hins vegar ríflega hækkun á síðasta ári og er nú kominn með tæpar 2,9 milljónir króna á mánuði.

Birkir Hólm er ekki eini hástökkvarinn í launum í hópi æðstu stjórnenda Icelandair Group og Icelandair. Þannig hækkuðu laun Boga Nils Bogasonar, fjármálastjóra Icelandair Group, úr 1,7 milljónum króna á mánuði árið 2010 í 2,8 milljónir króna á mánuði í fyrra. Þetta er hækkun upp á ríflega 1.100 þúsund krónur á mánuði á milli ára. 

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, hefur einnig fengið að njóta góðs af hagnaðinum, því laun hans hækkuðu um 250 þúsund krónur á mánuði í fyrra og voru í árslok tæpar 3,5 milljónir króna á mánuði.

 

 


mbl.is Lög verða sett á flugmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi yfirlýsing segir nákvæmlega ekki neitt.

  • Hún er bara hreint bull
Það veit þessi Björgólfur formaður samtaka atvinnurekenda mjög vel. Þeir hafa væntanlega verið að láta vel sér í ýmsum launum þessir yfirmenn og hafa líklega gert það t.d. fyrir eða um áramótin. Þetta yfirlit er sennilegast fyrir síðasta ár eða 2013, sem segir ekkert um hvernig hlutirnir eru núna.
 
Það sem gerir þetta býsna flókið hjá forstjóranum er að flestir flugmennirnir geta bara farið erlendis og fengið mun betri kjör þar. Þar eru eftirsóttir starfsmenn.
 
En það getur forstjórinn og aðrir yfirmenn flugfélagsins ekki gert. Þar hefur nákvæmlega enginn áhuga á þeim sem starfsmönnum á þessu sviði erlendis. Þessir menn hafa líklega flestir verið kaldir kallar fyrir og fram yfir hrun sem forstjórar. Forstjórar með slíka ferilskrá fá ekki vinnu sem forstjórar erlendis. 
 
Það verður að ætlast til þess að forstjóri flugfélagsins sem er raunar hreinni eign launamanna í landinu taki sig til í andlitinu strax um semji við þessa menn, það er hans skylda og ef hann ekki gerir það verður hann bara að segja af sér störfum.

Nú hefur m.ö.o. komið í ljós að alls ekki er við hæfi að forstjóri þessa fyrtækis launamanna í landinu sé formaður samtaka atvinnurekenda. Samtaka þeirra aðila sem eru fæstir aðilar að lífeyrissjóðunum og eiga nákvæmlega ekkert í þessu fyrirtæki.

DV: 
Laun lykilstjórnenda Icelandair Group og dótturfélags þess Icelandair, hafa hækkað um tugi prósenta á undanförnum misserum. Þannig hafði Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, um 1,9 milljónir króna í laun á mánuði árið 2010. Hann fékk hins vegar ríflega hækkun á síðasta ári og er nú kominn með tæpar 2,9 milljónir króna á mánuði.

Birkir Hólm er ekki eini hástökkvarinn í launum í hópi æðstu stjórnenda Icelandair Group og Icelandair. Þannig hækkuðu laun Boga Nils Bogasonar, fjármálastjóra Icelandair Group, úr 1,7 milljónum króna á mánuði árið 2010 í 2,8 milljónir króna á mánuði í fyrra. Þetta er hækkun upp á ríflega 1.100 þúsund krónur á mánuði á milli ára. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, hefur einnig fengið að njóta góðs af hagnaðinum, því laun hans hækkuðu um 250 þúsund krónur á mánuði í fyrra og voru í árslok tæpar 3,5 milljónir króna á mánuði.



mbl.is 92 af 100 launahæstu flugmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vill láta launamenn losa um höftin á sínum herðum

 

  • Það hefur lengi verið sterkur vilji til þess hjá fjárfestum á Íslandi að varpa kosnaðnum af losun haftanna yfir á launamenn eða almenning landinu með snarpri gegngisfellingu.  

 

 

  • Losa þannig fjárfesta og stærri atvinnurekendur úr snörunni. 
    .
  • En launamenn eru að mestu saklausir af þeirri kollsteypu sem þjóðarbúið varð fyrir. 

 

Vandinn er bara sá, að þessir aðilar hafa ekki lagað til í eiginn ranni og enn hvíla óheyrilegar skuldir á íslensku atvinnulífi. Fyrirtækin hafi ekki greitt niður sínar ofurskuldir. Þeir hafa ætlast til þess að launamenn beri þennan skuldavanda á herðunum með því að fallast ´launalækkun enn eitt árið.

Rétt eins stóri samningur ASÍ og samtaka atvinnurekenda bíður upp á. 


mbl.is Lengingin flýtir ekki afnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugmenn hafa litla samúð hjá landsmönnum

 

  • Vegna frekar hárra launa sem þeir almennt hafa.
    .
  • Flugmenn hafa mjög sterka stöðu. Báðir samningsaðilar eiga jafna sök á því hvernig komið er. Flugfélagið mátti vita að í þetta stefndi en gerðu nákvæmlega ekkert í málinu. 
    .
  • Það er alveg öruggt að flugmenn munu ná markmiðum sínum, en það hafa þeir alltaf gert í gegnum árin. Lög hafa í raun lítil áhrif.   

Það er ljóst að flugmenn hafa samnings- og verkfallsrétt eins og flestir launamenn í landinu. Það er einnig ljóst að samtök atvinnurekenda ætlar sér ekki að semja við þessa stétt á þeim nótum sem flugmenn vilja.  Þeir  eiga í baráttu við ríkisvaldið um það setji lög á flugmenn. 


Skrýtin staða, flugmenn eru að reyna að ná samningum við flugfélagið sem hefur falið samtökum atvinnurekenda samningshlutverkið fyrir sína hönd. Þau samtök heimta lög á flugmenn rétt eins og þau gerðu þegar hlaðmenn áttu í sinni deilu og hásetarnir á Herjólfi.
 

Nú er staðan breytt,  íslenskir flugmenn eru eftirsóttir sem slíkir víða um lönd og þeir sem hópur getur auðveldlega farið úr landi. Þá er betra fyrir flugfélagið að semja.

En þetta varpar auðvitað skýru ljósi á óábyrg vinnubrögð samtaka atvinnurekenda í kjaramálum.  Í stað þess að gera þessi kjaramál að viðvarandi verkefni sem miðar að því að gera starfsfólk fyrirtækjanna ánægð með sín kjör og styrkja einnig fyrirtækin í sessi, eru þessi átaka-vinnubrögð tíðkuð sem minna óneitanlega á vinnubrögð síðan á 19. öldinni í nágrannalöndunum. 

  • Það má alveg minna á það, að núverandi ríkisstjórn á ekki sök á þessari deilu, en ég held að skynsamlegt væri ef sett eru lög á þessa deilu að farið verði með málið í gerðardóm sem m.a. frestaði deilunni um nokkura mánaða skeið en sanngjörn launaækkun á móti.
    .
  • Flugmenn starfa á alþjóðlegum vinnumarkaði, það verður ekki framhjá litið.
    .
  • Með í slíkri frestun væri krafa um að aðilar gerðu eðlilegan samning til lengri tíma. 

 


mbl.is Lög á flugmenn ekki útilokuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband