Íslenskir ferðaþjónustu aðilar skila nánast engum virðisaukaskatti.

  • Það eru orð fjármálaráðherra og kemur fram í svari hans við fyrirspurn Oddnýjar Harðardóttur.

Mikill er munurinn á þeim tölum sem koma frá ferðaþjónustuaðilum um hvað ferðamenn í dag greiða í virðisaukaskatt og þeim tölum sem fjármálaráðherra segir að greinin skili.

ferðafólk

Ferðaþjónustumenn telja að greinin skili um 80 til 100 milljörðum króna vegna virðisaukaskatts fyrir árið 2016. 

En ráðherranna segir eftirfarandi um vask greiðslur ferðaþjónustunar:

„Útskatt­ur hót­ela og gisti­heim­ila í fyrra nam sam­tals 7.205 millj­ón­um á síðasta ári og hækkaði úr 5.483 millj­ón­um árið áður. Reiknaður innskatt­ur var hins veg­ar 6.442 millj­ón­ir í fyrra og 5.026 millj­ón­ir árið 2015 og var því virðis­auka­skatt­ur sem rann til rík­is­ins 763 millj­ón­ir í fyrra og 457 millj­ón­ir árið 2015“.

  • M.ö.o. 763 milljónir, þ.e.a.s. enginn skattur.

ferðafólk 1

Það er á hreinu, að ef erlendir ferðamenn þurfi ekki að greiða sama virðisaukaskatt og íslendingar almennt á allri þjónustu kallar það á hækkun á sköttum á almenning. Það er vegna gríðarlegs kostnaðs sem samfélagið verður fyrir vegna ferðamannastraumsins.

  • Slík skattahækkun verður síðan að skoðast sem styrkur almennings til ferðaþjónustufyrirtækja.

Rétt er að minna á það, að það er fyrst og fremst launafólk sem greiðir skatta á Íslandi, fyrirtækin eru ekki að  greiða skatta og ekki eigendur þeirra. Það  gera íslenskar skattareglur.

Ef erlendar þjóðir vilja vera gjafmildar gagnvart ferðafólki kemur það íslenskum skattgreiðendum ekkert við. Íslenskir skattgreiðendur þurfa ekki að elta aðrar þjóðir í þessum efnum.


mbl.is Tölurnar koma Benedikt ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband