Ný atvinnutækifæri skapast er rútufyrirtækin verða útilokuð frá miðborginni.

  • Þetta er auðvitað bara áfangasigur íbúa í miðborginni innan tíðar má reikna með því að það verði mun stærra svæði sem rútur geta ekki farið inn á.
    *
  • Gæti verið stórt skref í átt að fjölskyldu-og umhverfisvænni miðborg.  

Með þessu hefur lengi mátt búast, því rútufyrirtækin hafa sýnt íbúum fádæma átroðning undanfarin ár. Það er eftirtektarvert að algjör samhljómur var um þessa samþykkt í borgarstjórn.

strætó1

Nú skapast ný tækifæri, fyrir nýja tegund miðborgarökutækja sem væru rafbílar skráðir fyrir 7 farþega með rúmu farþega rými, hannað fyrir gott aðgengi fyrir fatlaða ásamt góðu rými fyrir mikinn farangur. 

Nauðsynlegt er að slíkir bílar aki fyrir lágt fast gjald á miðborgarsvæðinu og væru einnig valkostur fyrir íslendinga. Er gætu keypt sér kort til að ferðast með slíkum bílum. Ökumenn hafi leyfi til að fylla bílanna af farþegum enda séu fargjöld miðuð við hvern farþega.

Best væri að sömu reglur gætu gilt um strætisvagna og stóra flutningabíla, en nýja borgarlínan hefði aðrar reglur


mbl.is Mismunað með rútubílabanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband