Enn er reynt að fara gegn vilja þjóðarinnar

  • Hvað eftir annað hefur verið kannað af víninnflytjendum hvort ekki megi breyta lögum um sölu á áfengi.

brennivín

Samkvæmt þeirra hugmyndum um að samfélags fyrirtæki komi ekki nærri alkóhól – sölu. 

Alltaf hefur þjóðin sagt sína skýru skoðun sem er að vera algjörlega á móti meira frjálsræði í sölu víns.

En hin þægu þý heildsalanna í gamla valdaflokknum hafa hvað eftir annað reynt að taka vínsölumál á dagskrá Alþingis.

Unga fólkið í heildsalaflokknum reyndi nú fyrir helgi að fara á bak við samnefndarmenn sína í allsherjanefnd.

Pöbbaflokkurinn er auðvitað innilega sammála.
Enda með lepp fyrir vinstra auga.

Viðhorf þessa fólks eru orðin ansi lúin og komin frá gömlum tímum, eldgömul sjónarmið íhaldsmanna og frjálshyggjufólks.

Ekki er tekið tillit til lýðheilsu sjónarmiða þjóðarinnar.  Þótt samtök kaupmanna vilji þetta háttarlag er alveg víst að verkalýðshreyfingin er á móti.


mbl.is Sópa sannleikanum undir teppið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir flokkar eru sammála þessu.

  • Auðvitað eru allir stjórnmálaflokkar í borginni sammála um það, að vilja leggja á skattgreiðendur lágmarksútsvar
    *
  • En mikilvægt er að tekjustofnar dugi fyrir úgjöldum borgarinnar.

ráðhús Reykjavíkur 1

Það væri auðvitað hægt að lækka útsvarið ef allir íbúar borgarinnar greiddu útsvar hafi þeir tekjur yfir persónuafslætti.  Taka skal fram að allir njóta persónuafsláttar .

T.a.m. greiða þeir sem lifa á fjármagnstekjum einum saman ekki útsvar. Langflestir eigendur atvinnufyrirtækja í einkaeign greiða lítil sem engin útsvör.

Öllum er ljóst,að þetta er bara ódýrt kosningabrellu útspil hjá Sjálfstæðisflokki sem hann myndi aldrei standa við komist flokkurinn til áhrifa.

Hann yrði einnig að svara því hvar hann myndi skera niður í kostnaði á móti. Þessi flokkur hefur aldrei staðið sig í efnahagsstjórnun.


mbl.is Vilja lágmarksútsvar í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband