Margt er skrýtið í kýrhausnum

  • Á Íslandi er það á hreinu, að lögreglan starfar í þágu almennings í landinu. Þótt útaf hafi stundum brugðið áður fyrr.

En það er einnig hlutverk lögreglunnar að verja einstaklinga gegn áreiti annarra, sérstaklega þegar stór hópur fólks áreitir alvarlega minni hóp.

Jame Comes

Þá er það einnig hlutverk lögreglu að verja rétt kjörin stjórnvöld eins og t.d. alþingismenn gegn áreiti.

Eins og það er einnig verkefni lögreglu að verja rétt manna til að mótmæla t.d. stjórnvöldum.

Þessi þjóðarvitund kom mjög vel í ljós veturinn 2008 til 2009.  Þegar öfáir óróa seggir réðust á Alþingishúsið og á lögreglumenn að störfum við húsið. Þá gerðist það skyndilega eitt sinn að almenningur á Austurvelli fór í vörn fyrir lögreglumennina sem stóðu vaktina.

Ekki er gott að átta sig á því hvað hefði annars geta gerst. Þegar ölóðir óróaseggir komu út af vínbörum í miðborginni og réðust á þinghúsið. Í raun réðust þeir einnig á rétt fólks til að halda uppi mótmælum á vellinum.

trump

Nú gerist það, að bandarískur forseti krefst þess að hluti lögregluyfirvalda þarna í fyrirheitna landinu lýsi yfir sérstakri hollustu við sig.

Að lögregluliðið hlutist til um að rannsaka fólk eftir geðþótta forsetans.  Rétt eins og í fasista- og einræðisríkjum. Það er ótrúlegt hvað fánarnir eru líkir gömlu nasistafánunum.

Satt að segja var ég svo barnalegur að halda að löggæslan í þessu landi ætti fyrst og fremst að gæta hagsmuna almennings en ekki um einstaklings  hagmuni einstakra ráðamanna þar í landi.


mbl.is Comey óttaðist að Trump myndi ljúga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband