Hugur Halldórs er allur hjá stóreignafólkinu

  • Ef Halldór vill í raun og veru lækka skatta hjá almenningi í Reykjavík myndi hann boða lækkun á útsvari.

lýðskrumarar

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hægri menn sýna þann vilja sinn að hygla stóreignafólki sérstaklega.

Ef fasteignagjöld eru lækkuð munu tekjur af útsvari vera notaðar við að kosta þjónustu við fasteignir. Það sem fasteignagjöldin eiga að brúa

Er þýðir að launafólk eigi að þjónusta atvinnurekendur og eignafólki í enn ríkara mæli.

Ef Halldór vill í raun lækka skatta ætti hann að leggja til lækkun á útsvari sem eru skattar sem launafólk eitt greiðir til borgarinnar. Útsvarið er algjörlega flatur skattur er ekki hefur í sér persónuafslátt eins og tekjaskattur.

Fasteignagjöld eru þjónustugjöld til að standa undir kostnaði sveitarfélagsins við húsnæði það sem er í borginni.

Þ.e.a.s. innviðir sem eru vegna byggðarinnar og þjónusta sem verður að veita og fólki og fyrirtækjum sem eru með fasteignir.

Það er launafólk sem greiðir útsvörin. Það gera ekki fyrirtækin og sjaldnast eigendur þeirra.

Þeir ásamt öðrum sem lifa af fjármagnstekjum greiða ekki útsvör. Þá er það staðreynd, að mikill fjöldi eldri borgara býr í mjög stórum húsum, það stórum að það hefur ekki verið launafólk sem byggði þau eða keyptu.

Leiða má að því líkur að mikill fjöldi þessa eldra fólks sem býr í risastórum húsum hafi lítið greitt af sköttum um ævina.


mbl.is Draga verður úr skattbyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband