Á Íslandi eru ríkjandi tveir gjaldmiðlar, króna og verðtryggð króna.

  • Hrafn Magnússon , fv frkvstj. Landssamtaka lífeyrissjóða skrifar í Morgunblaðið í morgun um verðtryggingu fjárskuldbindinga.
    .
  • Segir hann að verðtrygging lánsskuldbindinga sé nauðsynleg í íslensku samfélagi vegna þess hversu veik íslenska krónan er sem gjaldmiðill.

Af hreinni prúðmennsku sleppir Hrafn því að minnast á það, að launamenn fengu ekki neina lánafyrir-greiðslu hjá lífeyrissjóðunum fyrstu 5 árin. Það er ekki fyrr en 1976 að launamenn áttu kost á lánum.

Þá bar svo við að sjóðirnir voru nánast gjaldþrota eftir að fyrirtækin í landinu höfðu öslað um þessa sjóði fengið ódýr lán að vild sinni á tímum óðaverðbólgu.

Strax 1976 þegar launamenn gátu fengið lán eftir 3° yfirheyrslur gegn 100% öruggum veðum að rætt var um að nauðsynlegt væri að verðtryggja lífeyrissjóðalán og launamenn nutu nánast aldrei óverðtryggðra lífeyrissjóðalána.

Á þessum tíma var í raun aldrei nein andstaða við verðtryggingar á fjárskuldbindingum og þær sem slíkar eru ekki sjálft vandamálið.

Heldur hitt, að í maí 1983 var bannað að verðtryggja laun samkvæmt kjarasamningum.

Það blossaði upp mikil andúð á þessum gjörningi ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar innan ASÍ og annarra samtaka launamanna sem veikti bæði verkalýðshreyfinguna, verkalýðsflokkanna mjög alvarlega og einnig stöðu launamanna sem opinberaðist mörgum nú í hruninu.

M.ö.o. það má verðtryggja alla samninga sem gerðir eru í landinu en ekki formlega kjarasamninga. Þetta varð til þess að verkfallsvopnið var nú verulega laskað og allar launabætur sem knúðar voru fram með slíkum aðgerðum kom skyndilega í bakið á launamönnum án bóta.

Sérstaklega urðu nú áhrifin afgerandi á skuldir launamanna eins og t.d. húsnæðisskuldir og lífeyrissjóðalán.

Í þessu sambandi má ekki gleyma þeirri staðreynd að frá 1. Janúar 1980 höfðu lífeyrisgjöldin verið hækkuð gríðarlega.

Íslenska lífeyrissjóðakerfið er eitt ljótasta dæmið um hvernig hugmyndir frjálshyggjunnar hafa leikið eftirlaunamál launamanna á Íslandi og þeir sitja uppi með það.

Þessi lög sem afnumdu samningafrelsi verkalýðshreyfingarinnar á Íslandi er einnig angi af þessum frjálshyggjuhugmyndum.

Framhaldið þekkja allir þeir sem tóku virkan þá í kjarabaráttu þessara ára og urðu nú forystumenn verkalýðshreyfingarinna að skríða fyrir foringja samtaka atvinnurekenda sem voru og eru í félagslegum tengslum við Sjálfstæðisflokkinn.

Eftir lagasetninguna í maí 1983 um bannið við verðtryggingu á launa-töxtum verkalýðsfélaganna hafa íslendingar búið við tvennar tegundir króna.

Verðtryggð króna. Hennar njóta allir sem hafa frjálsan samningsrétt um sín afkomumál. Enda allar fjárbindingar verðtryggðar nema þær sem snúa að þeir fjábindingu að greiða út laun til til launamanna.

Launamenn búa einir við óverðtryggða krónu til að draga fram lífið af og allar fjárskuldbindingar sem launamenn gangast undir eru greiddar með hinni krónunni, þ.e.a.s. verðtryggðu krónunni


mbl.is Verjum sparnað landsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband